Flytjum virðisaukann bara úr landi

Auðvitað eigum við að leggja sæstreng til Færeyja og svo áfram til Evrópu og helst Bandaríkjanna líka. Hugsanlega væri einnig hægt að leggja eina snúru yfir norðurpólinn, til Kína. Síðan getum við bara virkjað hverja sprænu í landinu og selt rafmagnið úr landi.

Verðið sem fæst er svo hátt að öll starfsemi sem byggir á rafmagni leggst niður hjá okkur og verð til heimila hækkar upp úr öllu valdi, en það gerir ekkert til. Steingrímur sagði að þetta myndi bæta svo kjör okkar!

Hvaða þörf er þá á atvinnu, hvaða þörf er þá á að halda virðisauka rafmagnsframleiðsunnar í landinu og hvað gerir til þó við þurfum að borga margfallt meira fyrir heimilisnotkun á rafmagni. Við sitjum bara í okkar hægindastólum og höfum það gott, verðið sem við fáum erlendis er svo gott að það mun bæta svo kjör okkar, það sagði Steingrímur.

Það þarf bara að sjá til þess að virkja nóg, virkja hverja á, hvern læk og hvern einasta hver landsins og fylla svo hálendið af vindmillum. Þá getur nú Ísland orðið ríkt. Það sagði Steingrímur!!

 


mbl.is Kanna fýsileika orkusölu til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir verðmuninum, sem er það verulegur, að það er hægt að skapa fullt af störfum fyrir hann.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 07:30

2 identicon

Taktu eftir svari Landsvikjunarforstjórans um verðið til almennings á Íslandi

"Stjórnvöld geta komið í veg fyrir að raforkuverð hækki, hafi þau áhuga."

OG svo vitnar hann til að rafmagn hafi ekki hækkað í (olíuauðslandinu) Noregi við tengingu við evrópu.

Hvers vegna þarf Landsvirkjun að hafa sömu arðsemiskröfu og bankar. Kalda og heita vatnið er náttúruauðlind sem almenningur á Íslandi á ekki að þurfa að borga okurverð fyrir

Grímur (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 07:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jón Logi, það hefur sjaldan þótt góð lausn að skapa atvinnu sem byggir á styrkjum frá stjórnvöldum, sem haldið er uppi af sameiginlegum sjóðum þjóða. En segjum svo að sú leið yrði farin, að hluti þess "gróða" sem sala á rafmagni úr landi gæfi af sér, yrði notuð til að búa til störf. Ljóst er að sú atvinnustarfsemi sem hér er nú og byggir fyrst og fremst á raforku, stóriðja, gróðurhúsarækt og svo framvegis, mun leggjast af. Við þessar greinar starfa beint og óbeint um 10000 manns. Þessi fjöldi mun þá leggjast við þann fjölda sem nú er atvinnulaus og þá kominn upp undir 20000 manns. Auðvitað myndu svo allir þeir sem flúið hafa landið koma aftur í sælu hinna "góðu kjara" kjara sem sala á raforku úr landi gefa af sér. Því mætti ætla að skapa þyrfti störf fyrir 30 - 40000 manns! Það þarf helvíti margar nefndir til að rúma allan þann fjölda!!

Grímur, þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Vegna veru okkar í EES er bannað að mismuna orkukaupendum innan svæðisins og því bannað að stjórnvöld greiði niður rafmagn til innlendra nota. Þetta hafa Norðmenn orðið all verulega varir við, enda verð á rafmagni til heimanota hækkað þar gífurlega. Ég hef ekki séð ummæli frá forstjóra Landsvirkjunar um þetta, heldur þvert á móti hefur hann sagt að sala á rafmagni úr landi muni hækka verð innanlands!

Hitt er rétt hjá þér, arðsemiskrafa Landsvirkjunar af orkuverum sínum þarf ekki að vera jafnhá og banka, þarf ekki að vera jafnhá og nokkur annar rekstur, hér á landi. Ástæðan er einföld. Bygginga orkuvers er byggging til langs tíma, talað um 50 til 100 ár. Því á arðsemin að endurspegla það. Sú krafa að arðsemin skuli vera 10%, segir að Landsvirkjun vilji afskrifa sín orkuver á 10 árum. Nær væri að segja að arðsemi orkufyrirtækja ætti að vera 3 - 4%, jafnvel lægri, vera afskrifuð á 25 - 35 árum.

Svo er auðvitað hitt sjónarmiðið að við erum að tala um náttúruauðlindir landsins. Þær auðlindir eigum við að ganga varlega um og nota fyrst og fremst okkur sjálfum til hagsbóta. Allur virðisauki vegna virkjanna á að skila sér til okkar sjálfra, með atvinnu sem margfalddar þann virðisauka og lægra orkuverði til landsmanna, sem er ómetanlegt og ekkert annað getur toppað.

Ég er ekki að mæla með frekari stóriðju, hún hefur skilað til okkar ómældum kjörum, að ekki sé minnst á öruggu rafmagni. Það veit hver sem vill vita að það öryggi í rafmagnsframleiðslu sem við búum við, er til komið vegna stóriðjunnar. Vegna hennar var ráðist í þær virkjanir sem tryggja okkur það öryggi orkuframleiðslu sem hér er og í framhaldi lagningu byggðalínunnar sem hringtengir landið, með tilheyrandi öryggi afhendingar orkunnar. Það er sést vel nún í dag, í því óveðri sem gengur yfir landið. Hér eru einn og einn bær að detta úr sambandi við orkukerfið, í einstaka tilfellum heilar sveitir. Það heyrir til algerra undantekninga ef slíkt rafmagnsleysi stendur meira en einn til tvo daga. Á sama tíma gerir "óveður" í Bandaríkjunum, óveður sem nær ekki til hálfs við það sem hér er nú að ganga yfir, til þess að tugir milljóna manna missir rafmgn og oftar en ekki tekur vikur að koma því á aftur. Þetta sýnir hversu framarlega við erum í framleiðslu og dreifingu á rafmagni. Þetta öryggi er til komið vegna stóriðjunnar. Ef ekki hefði verið farin sú leið væri ástandið hér mun verra.

En þó þakka megi stóriðjunni fyrir þetta öryggi, er nóg komið og má segja að of langt hafi verið gengið við Kárahnjúkavirkjun. Því eigum við nú að snúa okkur að öðru og stíga varlega til jarðar. En við eigum þó að halda þeirri stóriðju sem þegar er komin, enda ein af grunnstoðum okkar undir öflun gjaleyris. Því megum við ekki kasta á glæ.

Sala á rafmagni úr landi er ekki raunhæfur kostur. Fyrir það fyrsta er sala til Færeyja einna enginn kostur, jafnvel þó við viljum allt fyrir þá góðu nágranna gera. Sala á 40 - 50 MW, eins og Steingrímur nefndi, er engan veginn nægur til lagningar strengs, ef einhvern tímann það verður tæknilega framkvæmanlegt. Annað sem Steingrímur nefndi, að lagning sæstengs yrði að vera á höndum erlendra aðila, að íslenska þjóðin ætti ekki að taka ábyrgð á slíkri lagningu, er rétt. En lagning á slíkum streng er dýr, hversu dýr er ekki vitað fyrr en og ef, tæknin leifir slíkt. Sá kostnaður mun auðvitað lenda á kaupendum þess rafmagns sem frá strengnum kemur og því óneitanlega lækka verðið á inn enda strengsins.

Þá er ljóst að engin mun fara í slíka aðgerð að leggja slíkan streng nema fá einhverja lágmarksorku, orku sem getur greitt upp slíkan streng. Hvert það magn er, er ekki enn ljóst, en þó vitað að um meira magn er að ræða en sem nemur þeirri umframorku sem við höfum. Það mun leiða til frekari virkjana. Það er ljóst að margur stjórnmálamaðurinn mun eiga erfitt með að standast þá freistingu sem enn frekari virkjanir gætu gefið og því kýrskýrt að hér mun verða virkjað allt sem hægt er að virkja, innan fárra ára frá því slíkur strengur væri komin í notkun.

Við höfum þegar virkjað stórann hluta þess sem vatnsafsvirkjanir geta gefið, miðað við að horft sé til náttúruverndar. Þar á nú að klára þau verkefni sem af stað eru komin og síðan stinga við fæti. Við eigum að virkja svo staðið verði við þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og er þar í raun einungis um efningu samninga við Norðurál að ræða. Þó ég hafi sagt áður að nóg væri komið á því sviði, verðum við að efna gerða samninga.

Raforkuframleiðsla úr jarðhita er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða. Þa er ekki um endurnýjanlega orku að ræða, að mati sumra vísindamanna. Það á ekki að fara í slíkar virkjanir fyrr en úr því verður skorið og ef ekki er hægt að skera úr um það, á að láta náttúruna njóta vafans. Heita vatnið eigum við fyrst og fremst að nýta til húshitunar og gróðurhúsa. Sú notkun heitavatnsins í þeim tilgangi má svo einnig nýta til raforkuframleiðslu, að raforkan sé þar aukaafurð. Sú aðferð að dæla þessu vatni úr jörðu í miklum mæli til raforkuframleiðslu og láta síðan heita vatnið renna til spillis, er fáráðnleg. Þar er verið að kasta fjármunum í stórum stíl, sérstaklega ef svo kemur í ljós að ekki er um endurnýjanlega orku að ræða.

Að framleiða rafmagn með vindmillum, eins og Landsvirkjun er að gera tilraunir með, er í sjálfu sér í lagi, a.m.k. er slík vinnsla vissulega endurnýjanleg, þó deila megi um hversu náttúruvæn hún er. Hvers vegna Landsvirkjun telur sig þurfa að gera tilraunir með slíka framleiðslu er aftur óskyljanlegt. Þessi tækni er vel þekkt og því lægi beinast við að sækja upplýsingar til þeirra sem að slíkri framleiðslu standa. Það er engin þörf á tilraunum með það sem þegar er þekkt.

En hvers vegna ættum við að framleiða rafmagn með slíkum hætti? Varla getur verið hagstætt að framleiða rafmagn með vindmillum hér upp á Íslandi og senda svo það rafmagn með miklum tilkostnaði til Evrópu, um sæstreng, þegar þjóðir Evrópu geta framleitt slíkt rafmagn með sama kostnaði, eða jafnvel minni, í sínu heimalandi. Kannski svarið við þeirri spurningu liggi einmitt í náttúrusjónarmiðum, að þessi lönd, sem mörg hver eru komin langt í þróun á framleiðslu rafmagns með vindmillum, séu að átta sig á hversu mikil mengum hlýst af þeim, sjónmengun, hljóðmengun og ýmis önnur mengun sem snýr að þeim búnaði sem notaður er. Þá er auðvitað best að fylla allt hálendi Íslands af slíkum vindmillum og senda rafmagnið úr landi, svo þeir geti tekið sínar niður!!

Ef farin verður sú leið að selja rafmagn úr landi gegnum sæstreng er ljóst að stæðsti virðisauki framleiðslu þess rafmagns færi til þeirra sem sæstrenginn leggja, bæði beinan kostnað við lagninguna og svo áhættufé til þeirra sem að alíkri lagningu stæðu. Enginn fengist til slíkrar lagningar nema verulegur hagnaður hlytist af, enda  áhættan mikil. Þessum virðisauka eigum við auðvitað að halda í landinu og nýt okkur sjálfum til framdráttar.

Ég efast ekki um að reiknispekingar geti komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé hagkvæmt og það óttast ég. En hvað er hagkvæmara fyrir þjóð en að eiga nægt ramagn til eigin nota á verði sem hvergi þekkist um víða veröld?!

Gunnar Heiðarsson, 2.11.2012 kl. 19:55

4 identicon

Þú misskilur mig Gunnar. Það er það mikill verðmunur, að það er engin leið að verja það lengur að ylrækt fái t.a.m. strauminn á sama verði og stóriðjan. (það er reyndar óverjandi).
Ef á að raska meira til að virkja, finnst mér sjálfsagt að LV nái sem mestu verði út úr sölunni. Munurinn yrði meir en tvöfaldur þarna.
Orkubloggarinn er með fínar hugrenningar um þetta á sínu bloggi, hvar er hann nú ?  (það er langt síðan)
En...það er hægt að pólitískt klúðra þessu svo sem. Og kapal megum við ekki hafa ef við förum í ESB.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband