Hvers vegna fær forsætisráðuneytið 12,2% aukningu fjárframlaga ?

Það er ljóst hvar stjórnvöld setja þá einu eftirlitsstofnun sem fylgist með gerðum þeirra. Meðan svo er þrengt að Ríkisendurskoðun að fyrir liggur fækkun fólks innan stofnunarinnar, eru aukin framlög til ráðuneyta og forsætisráðuneytið þar með mestu aukningu, 12,2%!

Það er þó ekki eins og verkefni Ríkisendurskoðunnar séu minnkuð í samræmi við lægri fjárveytingu, þvert á móti er þeim fjölgað. Það er því ljóst að stjórnvöld eru markvisst að grafa undan rekstrargrundvelli stofnunarinnar, gera henni ófært að rækja sitt hlutverk. Hvers vegna?

Sumir þingmenn krefja þessa stofnun um hraðari vinnubrögð, krefja stofnun sem hefur verið skert um fjárframlög um enn meiri vinnu. Að öðrum kosti muni ekki ríkja trúnaður milli stofnunarinnar og Alþingis! Hvers konar hálvitar eru þetta sem Alþingi sitja?!

Það er ljóst að Ríkisendurskoðun hefur yfir frábæru fólki að skipa. Það sýnir best það afrek að geta skilað skýrslu um Orra, tölvukerfi ríkisins. Þar var stofnuninni settur svo skammur tími til að ljúka því verki að nánast útilokað var að það tækist. Ekki er ólíklegt að sá skammi tími hafi verið settur svo koma mætti ríkisendurskoðanda frá. En stofnuninni tókst að skila skýrslunni og er það afrek sem fáir gætu stært sig af. Það væri berta ef vinnubrögð þingmanna væru jafn skilvirk sem Ríkisendurskoðunnar!

Það sem vekur þó kannski upp stæðstu spurninguna við lestur þessarar fréttar er hvers vegna forsætisráðuneytið fær nú, á kosningavetri, aukin framlög upp á 12,2%. Þetta þarf að skýra fyrir þjóðinni!!

 


mbl.is Ríkisendurskoðun þarf að fækka fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband