Steingrímur fer frjálslega með staðreyndir, að vanda

Steingrími er gjarnt að túlka hluti sér í hag, hverju sinni. Nú segir hann að skoðanakönnunin sem þjóðin var teymd til og kostaði nokkur hundruð milljónir króna, hafi verið um tillögu stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir. Þetta er rangt og það veit Steingrímur. Þar var spurt hvort náttúruauðlindir ættu að vera eign þjóðarinnar, ekki spurt hvort tillaga stjórnlagaráðs um það efni ætti að gilda.

Auðvitað vill þjóðin eiga náttúruauðlindir sínar, annað væri undarlegt. Í raun er það svo nú og því einungis formsatriði að setja slíkt í stjórnarskrá, ef það er talið nauðsynlegt. Það er hins vegar ýmislegt fleira tengt við þetta hjá stjórnlagaráði, s.s. að náttúruauðlindir sem nú eru í einkaeigu má aldrei selja, að ekki megi veðsetja þær og fleiri atriði sem orka tvímælis. Um þessi atriði fékk þjóðin ekki að kjósa, einungis hvort náttúruauðlindir ættu að vera í eign þjóðarinnar.

Að banna sölu þeirra auðlinda sem nú eru í einkaeigu hlýtur að leggja þunga bagga á ríkissjóð. Varla er ætlast til að eigendur slíkra auðæfa gefi þau frá sér, ríkið hlýtur að þurfa að greiða fyrir þær. Annað er hrein eignaupptaka og varla stenst það stjórnarskrá, hvort sem hún er gömul eða ný!

Varðandi veð á slíkum auðlindum er hætt við að erfitt reynist að skilja þar á milli. Nú þegar er stór hluti lána í sjávarútvegi með veð í veiðiheimildum, auk þess má reikna með að fjöldi bújarða sé óbeint veðsettur að hluta í einhverskonar auðlindum.

Ætla stjórnvöld að taka veð sjávarútvegsfyrirtækjanna af þeim? Hvað gera bankarnir þá? Er kannski meiningin hjá Steingrími að ríkisvæða alla útgerð í landinu? Að koma gömlu ríkisútgerðunum aftur á flot, þessum sem gengu hér fyrir ríkisstyrkjum á báða bóga?

Það er dapurt að hafa hér mann sem ekki virðist skilja grundvöll rekstrar sem atvinnuvegaráðherra. Verra getur varla nokkur þjóð komist en við Íslendingar, með forsætisráðherra sem er blindur og heyrnalaus og lætur mata sig af skröksögum og atvinnumálaráðherra sem ekki skilur rekstur fyrirtækja.

Er nema von að svo illa skuli vera komið fyrir okkur.


mbl.is Segja Steingrím hóta útgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig má það vera að maðurinn hafi vit á því sem hann er að gera?Jarðfræðingur sem aldrei hefur migið í saltan sjó.Er ekki kominn tími á að skipstjórarnir í brúnni(ráðherrar) hafi full skipstjórnarréttindi?

josef asmundsson (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 08:12

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Jósef ég verð að taka undir það sem þú segir maður er agndofa að lesa skrif Gunnars.

Allir vita að veðsetning kvótans er/var kolólöglegt og eru einhver verstu svikráð í stjórnartíð DO og HA sem fóru fyrir í þessum gjörning.

Þeir sem halda því fram að vitleysan í kringum kvótann og kvóta veðin verji áfram hald kvótans stjórnarst annars vegar af græðgi eða heimsku. Hverjum flokknum tengist þú Gunnar?

Ólafur Örn Jónsson, 31.10.2012 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband