Ekki búið að telja og svikin strax hafin
21.10.2012 | 06:48
Það er ljóst að meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað hafa látið glepjast að svikaloforðum stjórnvalda, sem féllu síðustu daga. Þar var því haldið fram að ef kosningin yrði jákvæð tæki Alþingi tillögur stjórnlagaráðs til erfnislegrar umræðu og í framhaldi af því yrði svo lagt fram frumvarp.
Nú segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að frumvarp verði tilbúið á næstu vikum og það síðan lagt fyrir þingið, frumvarp byggt á öllum efnislegum tillögum stjórnlagaráðs. Að aðkoma Alþingis að málinu verði einungis umræða um það frumvarp, ekki efnislegum tillögum stjórnlagaráðs. Þetta er ekki í samræmi við þá fullyrðingu sem forsætisráðherra lét falla á Alþingi, fyrir nokkrum dögum.
Það er svo sem engin nýlunda að þessi stjórnvöld gangi að bak orða sinna, en sennilega hefur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis slegið öll met á því sviði núna, þar sem hún svíkur loforð stjórnvalda áður en talningu líkur. Það er spurning hvort einhverjir hefðu skilað sínu atkvæði öðruvísi ef þeir hefðu vitað þetta, ef þeir hefðu vitað að orð og loforð stjórnvalda eru einskis virði!!
Kjörsókn góð í svona kosningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er mikill ósigur fyrir Íhaldið og hækjuna.
Silfurskeiða pollarnir, Bjarni Ben og Sigmundur Davíð hljóta að víkja, stefnuleysi þeirra og hringlandaháttur gerir þá vanhæfa til að leiða flokkana á vori komandi. Enda lítil formannsefni, báðir undirmálsmenn með litla menntun og litla greind.
Margt er falt fyrir peninga, en ekki intelligence og hæfileikar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 07:25
Hafi einhverntíman verið ástæða fyrir Bjarna og Sigmund að hysja upp um sig brækurnar, er það núna.
Það er mikilvægt að þeir leiði þann hóp sem lætur skynsemi ráða á Alþingi, gegn draumfólkinu, því fólki sem lifir og nærist á draumórum og gleymir allri skynsemi!
Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar eru vissulega vonbrigði fyrir það fólk sem hlustar og tekur sjálfstæðar ákvarðanir út frá skynsemi. Að sama skapi sigur fyrir draumórafólkið. En það var ekki það sem ég var að blogga um hér að ofan, heldur sviksemi stjórnvalda.
Það er vissulega óhugnanleg tilfinning að slíkt svikafólk skuli nú fá í raun frítt spil til að rústa hér grunnlögum landsins. Því er mikilvægt að stjórnarandstaðan, undir stjórn þeirra Bjarna og Sigmundar, standi fast í lappirnar, að þeir sjá til þess að tillögur stjórnlagaráðs verði færðar til þess vegs að þjóðin geti orðið stolt af. Að úr þeim tillögum verði hent öllu því orðskrúði og öllum þeim tillögum sem snúa að afsali sjálfstæðis landsins sem þar eru. Að þeir standi vörð skynseminnar, að þeir standi gegn sviksemi stjórnvalda!!
Gunnar Heiðarsson, 21.10.2012 kl. 08:51
Sé ekki að þeir kumpánar Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð geti með nokkru móti hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar þó þeir komist til valda á ný.
Þeir eru bara komnir upp að vegg í þessu máli. Ekki fara þeir að ráðast á vilja þjóðarinnar, er það ? Þá myndu þeir svo sannarlega endanlega ganga frá sjálfum sér og flokkum sínum.
Láki (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 10:04
Fyrirgefðu Haukur,en hvenær hefur verið samasemmerki milli greindar/menntunar og stjórnmálaforingja?
josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.