Ríkisendurskoðun ætti að endurskoða eigin starfsemi
25.9.2012 | 09:49
Ríkisendurskoðun kvartar yfir því að trúnaðarskjal hafi lekið til fréttastofu RUV. Kannski Ríkisendurskoðun ætti að endurskoða eigin starfsemi og starfsmenn? Trúnaðarskjal fer ekki af sjálfsdáðum milli stofnanna.
Svo er undarlegt þegar Ríkisendurskoðun er fært eithvað verkefni af Alþingi, skuli taka áratugi að gera skýrslu um verkið og koma henni til þingsins. Það var á síðustu öld sem stofnuinni var úthlutað þessu verkefni. Fyrir þrem árum var skýrslan tilbúin til yfirferðar og andmæla án þess að neinir tilburðir væri til að koma henni áfram. Kannski Ríkisendurskoðun ætti að endurskoða eigin vinnubrögð?
Það er kannski tilviljun, en þó varla, að svo "heppilega" hafi viljað til að þessi drög að skýrslu skuli hafa lekið til fréttastofu RUV, nú þegar öll spjót standa á stjórnvöldum. Kannski Ríkisendurskoðun ætti að endurskoða pólitískt hlutleysi sitt og sinna starfsmanna?
Það er engum blöðum um það að fletta að efni þessara draga að skýrslu sýna fram á meiriháttar spillingu, en það kemur ekki á óvart. Það sem kemur á óvart er sá langi tími sem Ríkisendurskoðun hefur tekið sér í þetta mál og að drögin að skýrslunni skuli hafa lekið til fréttastofu RUV. Þau atriði eru virkilega umhugsanaverð, ekki síst fyrir Ríkisendurskoðun!
Trúnaðarskjali lekið til Kastljóss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
160 millur orðnar að 4 þúsund milljónum og kerfið ekki tilbúið núna 11 árum eftir að skrifað er undir, við bara borgum og borgum og borgum. Ríkið skrifar bara undir OK OK þó svo að kerfið sé ekki að virka eins og það átti að gera
Ef þetta er ekki spilling, þá er spilling ekki til.. hugsanlega þurfa starfsmenn Advania að fara að pakka saman, ég trúi ekki að nokkur aðili vilji eiga viðskipti við svona starfssemi, ef marka má skýrslu og frétt
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 10:06
Það er hárrétt, Dokctor E og því sterkari gagnrýni á störf Ríkisendurskoðunar.
Þegar ljóst var hvert stefndi, strax við fyrstu skoðun stofnunarinnar, átti hún að einhenda sér í þetta verk og koma endanlegri skýrslu um það til þingsins á eins skömmum tíma og mögulegt var. Þannig hefði verið hægt að stöðva vitleysuna fyrr og lágmarka skaðann.
Þó vissulega sé þarna um mjög gagnrýniverða spillingu að ræða og ekki með nokkru móti hægt að verja hana, er þó enn erfiðara að verja störf Ríkisendurskoðunar í málinu. Þessi stofnun, sem á að vera yfir alla gagnrýni hafin, á að vera eftirlitsaðili með ríkisrekstrinum, hefur þarna sett verulega niður.
Það hljóta að vakna fleiri spurningar um störf stofnunarinnar. Hlýtur að vakna upp spurningar um hvort fleiri mál af svipuðum toga liggja hjá stofnuninni. Hlýtur að vakna upp spurningar hvort þessi málsmeðferð hafi verið gerð af ásettu ráði. Hlýtur að vekja upp spurningar um hlutleysi stofnunarinnar.
Nú er það svo að ekki dugir að ráðast á boðbera illra tíðinda. En þegar sá boðberi sem hefur slæm tíðindi að segja, ákveður að láta kjurt liggja að segja þau, er vissulega tilefni til að ráðast á boðberann.
Gunnar Heiðarsson, 25.9.2012 kl. 10:35
Það sem mig langar að vita er hvaða helvítis bjálfi skrifaði kröfulýsinguna fyrir þetta kerfi, sem virðist hafa verið svo ábótavant að þurft hefur að endurskrifa kerfið á hverju ári í áratug.
Ég hef prófað að vinna fyrir þannig viðskiptavini. Það er helvíti á jörðu. Skýrr hefur líklega ekki átt neina aðra úrkosti en að rukka fyrir þá vinnu sem beðið var um að yrði unnin, sama hversu illa hún hefur verið undirbúin.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2012 kl. 15:47
Þetta sýnir bara hvað Ísland er gegnsýrt af spillingu. Það hefur ekkert breyst og mun seint breytast. Við erum svona á pari við spilltustu lönd Austur Evrópu og Afríku hvað rótgróna og kerfislæga spillingu varðar.
Guðmundur Pétursson, 25.9.2012 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.