Stefnubreyting hjá forseta ASÍ ?
24.9.2012 | 11:58
Kúvending hefur orðið í málflutningi forseta ASÍ. Allt fram að síðustu vordögum var hugur hans allur bundinn aðildarumsókn að ESB og þau fáu skipti sem hann leit undan, var til þess að mæra stjórnvöld og atvinnurekendur. En nú hefur orðið alger kúvendng hjá forsetanum. Hann talar ekki lengur um hinn gullna draum í Brussel og evruna, sem hingað til hefur verið sem galdragjaldmiðill í hans huga.
Nú talar forseti ASÍ um getuleysi stjórnvalda og sviksem þeirra. Það er eins og loks hafi opnast fyrir honum sannleikurinn sem hefur barið á launafólki um nokkurt skeið. Hvað skyldi valda þessari stefnubreytingu forsetans?
Það er vitað að Gylfi hefur ásamt fylgdarliði sínu, ferðast um landið undanfarnar vikur og rætt við formenn stéttafélag vítt um landið. Það skyldi þó ekki vera að þeim hafi tekist að koma vitinu fyrir forsetann, að formenn stéttarfélag, sem flestir eru nær sínum umbjóðendum en forseti ASÍ, hafi tekist að opna augu hans fyrir raunveruleikanum? Eða sögðu þeir honum einfaldlega að ef ekki yrði stefnubreyting á hans málflutningi, gæti hann gleymt því að fá endurnýjað umboð til starfa sem forseti ASÍ, á næsta ársþingi?!
En orð eru lítils virði ef verk ekki fylgja. Hvað ætlar forseti ASÍ að gera til að fylgja þessum orðum sínum eftir? Á því veltur hvort hann fær sitt umboð endurnýjað og jafnvel þó einhver verk fylgja þessum orðum er hann síður en svo öruggur. Það er nefniega svo að þegar verk manna sem sækjast eftir umboði í stöðu eins og forseta ASÍ eru metin, er ekki einungis horft til síðustu vikna, heldur er horft til þess hvernig störfum hefur verið háttað frá því umboðið var síðast endurnýjað. Og ekki er hægt að segja að Gylfi Arnbjörnsson hafi mikið hugsað til sinna umbjóðenda til þessa!
Tími Gylfa í stól forseta ASÍ er löngu liðinn og hans þarfasta verk, bæði fyrir launafólkið og ekki síður sig sjálfan, væri að segja þessu starfi sínu lausu. Þá getur hann af fullum krafti snúið sér að hinum gullna bjarma frá Brussel. Kannski kemst hann þá að því að sá bjarmi stafar af því efnahagslega báli sem brostð er á á þeim bænum.
Ljóst hver viðbrögð kjósenda verða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég hef tekið eftir þessari kúvendingu verkalýðsforingjans, ég hallast að því að það sé rétt mat hjá þér að undirmenn hans hafi einfaldlega tekið hann í karphúsið. Alla vega er þetta ánægjuleg breyting og batnandi mönnum best að lifa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 12:43
Vissulega er þetta ánægjuleg breyting, Ásthildur, en því miður kemur hún seint og er ótrúverðug. Tími Gylfa er liðinn.
Gunnar Heiðarsson, 24.9.2012 kl. 12:52
Já en það er ekkert því miður, því það er eiginlega löngu kominn tími á karlinn. Hann er spilltur og rotinn inn að beini að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 12:57
Treystið aldrei Gylfa Arnbjörnssyni fyrir húshorn. Bakvið hvert húshorn bíður hans Villi, Vilhjálmur Egilsson, SA.
Pistill Ómars Geirssonar, Ást í leynum, er lykillinn að gátunni um Gylfa ... og Villa.
Plan Villa og Gylfa er einfalt: Að hér verði mynduð ný hrunstjórn samFylkingar og "Sjálfstæðis"flokks til áframgöngu til helferðarinnar til Brussel.
VG dugar ekki lengur til helferðargöngunnar til Rómar/Brussel/Berlínar.
Í nafni ASÍ ætlar samFylkingar lúðinn Gylfi, að fá "Sjálfstæðis"flokkinn til fylgilags.
Fylgist vel með samspili Villa og Gylfa næstu daga.
Ég segi enn og aftur, þingmannadruslur verða nú að sýna þann dug að senda ESB-aðlögunar viðurstyggðina til þjóðaratkvæðis,
eigi síðar en í lok nóvember 2012.
Það er þinglegur meirihluti til þess, ... ef orðum fylgja efndir. Við spyrjum um trúverðugleika orða smámennanna á þingi. Það líður hratt og hraðar og hraðar að kosningum, þingkosningum ... líka.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:12
Þú meinar að Bjarni fari aftur í "ískalt mat?" Annars sammála ég vil fá þessa umsókn út af borðinu í eitt skipti fyrir öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 13:32
Það er hættulegt þegar Bjarni fer í "kalt mat". Heilinn á honum á það til að frjósa.
Eina leiðin til að stöðva helförina til Brussel, er að sjá til þess að Samfylking komist ekki aftur til valda, aldrei.
Gunnar Heiðarsson, 24.9.2012 kl. 14:12
Já sennilega rétt hjá þér Gunnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 14:16
Ekki spurningin Ásthildur mín ...
Bjarni fylgir svo í kjölfarið með sitt "ískalda mat", eftir "hléið".
Það verður að fylgjast vel með þessum pörupiltum:-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 14:35
Já þjóðin þarf að fara að bera ábyrgð og fylgjast með þessu liði og sýna þeim hver ræður í raun og veru... þ.e. þjóðin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 14:52
Gunnar, það er hárrétt hjá þér að heili Bjarna er ansi oft ís-frosinn, enda telur hann að það þjóni best leyndri samfylktu draumsýninni,
sé hans "save" að setja heilann í "ice" og ... "on ice", það kallar hann "hlé".
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:10
Geta ekki heiðarlegir sjálfstæðismenn reynt að koma Bjarna ræflinum út úr frystiskápnum?
Ég er svo aumingjagóður og alls ekki illa við greyið, en ég verð bara að benda á hið augljósa, að hann er gaddfreðinn, kallgreyið og ég veit
að heiðarlegir sjálfstæðismenn leiðast gaddfreðnir menn. Þeir munu fara annað, fyrr en síðar, því þeir treysta illa gaddfreðnum mönnum i stíl kremlverja, þessarra með loðhúfurnar, en andlitsdrætti dauðans.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.