Ellihrum ?
19.9.2012 | 17:53
Maður fer hjá sér að hlusta á svona rugl, maður skammast sín fyrir leiðtoga þjóðarinnar!
Hvernig er hægt að rökræða við fólk sem er svo gjörsamlega utangátta um staðreyndir?
Hvernig getur þjóð lifað með forystu sem ekki veit hvor hönd þess er sú hægri og hvor er sú vinstri?
Það er virkilega vert að spá hvort ekki sé rétt að setja aldurstakmark á þingmenn. Öldrun er lævís og fylgikvillar hennar margir. Gamalt fólk missir minni og veður oft utangátta. Þetta er ekkert grín, heldur graf alvarlegt mál. Það sem þó er erfiðast við öldrun er að eingin einhlýt regla er hvenær fólk missir starfshæfi. Það veit enginn hvenær hans tími er kominn, hvenær hann byrjar að missa vit og rænu.
Það er háalvarlegt mál að fólk skuli geta sest á þing fram eftir öllum aldri, óháð því hvort starfsgeta er til staðar eða ekki. Enn alvarlegra er að slíkir þingmenn skuli geta komist í æðstu embætti þjóðarinnar.
Jóhanna: Dregið hefur úr skattheimtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er eins og þú sért að skrifa um Ólaf Ragnar Grímsson. Hann er fæddur 14. maí 1943.
Jóhann er fædd 4. okt. 1942 - Það eru aðeins nokkrir mánuðir á milli þeirra !
Láki (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 21:15
Láki. Munurinn er þó sá að Ólafur er með fullu viti og kýrskýr, en Jóhanna er greinilega orðin elliær. Aldur er ekki æviskeið heldur hugarástand.
Viðar Friðgeirsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 22:23
Viðar, allt fas og tala ÓRG ber vitni um elliærann mann. Ef hann er ekki elliær, þá er eitthvað annað og mikið að.
Láki (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 22:52
Ólafur og Jóhanna eru eins og pabbi og mamma.
Karlinn er kýrskýr eins og Ólafur, þrátt fyrir 85 ár, og mamma er með kölkun og heilabilun og þessi elska er eins og gömul Vinil plata með rispu,,,, hjakkar í sama farinu, endurtekur sífelt sömu setningarnar. Föst í fortíðinni eins og Jóhanna...?
Heilabilun er háalvarlegt mál og sorglegt ferli og byrjar oftast mörgum árum áður en fólk fattar hvert stefnir. Smátt og smátt breytist manneskjan og verður oft erfið í umgengni og tekur ekki tali. Það er sko ekkert til að gantast með.
anna (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 01:31
Ef þú hefðir lesið blogg mitt Láki, þá hefur þú væntanlega séð að ég segi að engin einhlýt skýring er á því hvenær fólk fer að kalka, hvenær það verður elliært. Þetta vita auðvitað flestir og væntanlega þú einnig. Því lít ég athugasemd þína sem útúrsnúning.
Gunnar Heiðarsson, 20.9.2012 kl. 12:42
Í mínu huga er Ólafur Ragnar eitthvað veikur. Hvort það eru elliglöp eða eitthvað annað get ég ekki sagt um. En eitthvað amar að manninum, það er nokkuð klárt.
Láki (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.