Hvaða erlenda fjárfestingafélag ?
19.9.2012 | 09:15
Hvaða erlenda fjárfestingafélag er verið að tala um og kannski það sem meiru máli skiptir, í hvaða íslenska fyrirtæki á það stórann eignarhlut?
Það eitt að Seðlabankinn skuli þarna afhenda 18 milljarða til erlendra aðila, á sama tíma og íslensk fyrirtæki eru ofsótt af bankanum og sökuð um að fara ekki að lögum um gjaldeyrismál, á sama tíma og íslenskt ferðafólk er hundelt eftir komuna til landsins, svo öruggt sé að það stingi nú ekki einhverjum dollurum eða evrum í náttborðsskúffuna, er auðvitað ótrúlegt. Það eitt er í sjálfu sér fullt tilefn til að efast um hæfi þeirra sem seðlabankanum stjórna.
Hitt, hverjir það eru sem þessa milljarða fá, er svo annað mál.
Deutschte Bank er auðvita stór banki og ekki undalegt þó kjarklausir menn hræðist hann og gefi eftir, jafnvel þó lög okkar lands séu brotin með slíkum gunguskap.
Ótiltekið erlent fjárfestingafélag sem á stórann hlut í ótilteknu íslensku hlutafélagi? Þetta vekur vissulega upp efasemdir. Er hugsanlegt að um sé að ræða einhvern af þeim óþekktu eigendum bankanna, sem Steingrímur gaf? Er hugsanlegt að verið sé að færa fé þeirra úr landi, áður en næsta hrun skellur á?
Það er ljóst að Már verður að skýra þessi mál betur!
Óskar eftir fundi um undarþágur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já sammála þetta þarf að upplýsast og það strax...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.9.2012 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.