Pólitísk "réttsýni" látin ganga fyrir skynsemi
14.9.2012 | 11:35
Björn Valur útvarpar boðskap formannsins, aldrei skal í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Ekki er heldur víst að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hugnist samstarf við VG, ekki af hugmyndafræðilegum ástæðum, heldur einfaldlega vegna þeirrar staðreyndar að forystu VG er ekki hægt að treysta. Hún hefur sýnt að loforð eru lítils virði og traust þekkst ekki þar á bæ.
Þessi ummæli Björn Vals, sem hann kemur á framfæri fyrir formann sinn, eru ótrúleg. Þarna er flokkurinn að útiloka fyrirfram samstarf við sjórnmálaflokk sem ekki hefur enn lagt fram sínar áherslur fyrir næstu kosningar. Því er þessi ákvörðun VG ekki byggð á skynsemi, heldur pólitískri "réttsýni".
VG, ásamt Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, eru þeir flokkar sem alfarið eru á móti inngöngu í ESB, a.m.k. eins og mál standa nú. Eru þeir flokkar sem geta bundið enda á það rugl sem þar er í gangi. Einungis Samfylking er hlynnt slíkri inngöngu og er reyndar tilbúin að falla frá öllum kröfum svo það megi verða. Blinda þess flokks er fullkomin.
Hver niðurstaða næstu kosninga verður er með öllu óráðið en eftir þær gæti hæglega komið upp sú staða að ekki náist myndun meirihlutastjórnar tveggja flokka nema með þáttöku Samfylkingar. Slík niðurstaða er ávísun á áframhald viðræðna við ESB, kannski allt næsta kjörtímabil. Því er Björn Valur, fyrir hönd formanns síns, að segja að VG muni ekki ganga til stjórnarsamstarfs nema ESB aðild verði fram haldið. Hann er í raun að segja að ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ná ekki meirihluta á Alþingi, mun VG ekki koma að myndun ríkisstjórnar, nema með aðild Samfylkingar og án Sjálfstæðisflokks.
Björn Valur, fyrir hönd formanns VG, er þarna að rétta Samfylkingunni vopn til áframhaldandi viðræðna við ESB, er í raun að segja að aðildarviðræðúm skuli haldið áfram.
Það er því brýnt að allir þeir sem eru andvígir aðild að ESB, kasti ekki atkvæði sínu á glæ með því að afhenda VG það. Allir þeir sem kjósa VG í næstu kosningum, eru í raun að kjósa áframhald viðræðna við ESB, hvort sem sá flokkur verður í ríkisstjórn eða ekki.
Aðild Íslands að ESB er eitthvað það allra stæðsta mál sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir, líklega frá því land byggðist. Aðildarsinnar eru þessu auðvitað sammála og telja þetta vera hina einu leið landsins. Við sem erum andstæðir aðild, sem viljum sjálfstæði landsins sem mest, erum einnig sammála því að þetta mál sé stórt, risastórt. En ólíkt aðildarsinnnum teljum við þetta leiða landið til glötunnar.
Það liggur fyrir að tveir þriðju þjóðarinnar og jafnvel meira, er mótfallinn aðild. Það er því brýnt fyrir þá alla að hugsa raunhæft í næstu kosningum og velja sínu atkvæði á þann hátt að ekki verði lengra haldið á þessari skelfilegu braut. Það verður einungis gert með því að kjósa Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk. Það eru einu raunhæfu möguleikarnir, eftir þessi ummæli Björns Vals.
Það verður með öllum ráðum að tryggja að Samfylking koist ekki í þá stöðu að komast í næstu ríkisstjórn og þar sem VG hefur nú útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, er brýnt að tryggja þeim tveim flokkum sem treystandi er til að draga umsóknina til baka, meirihluta. Fólk verður einfaldlega að leggja til hliðar pólitískar erjur og hugsa rökrétt. ESB umsóknina verður að stöðva, með öllum ráðum og sjá til þess að í þennan leiðangur verði aldrei haldið aftur nema með fullum vilja þjóðarinnar. Það er komið nóg!!
Vill ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er nokkur ástæða til að taka mark á orðum Björns Vals nú, frekar en fyrr. Þessi VG flokkur segir eitt í dag og annað á morgun.
Það er ekkert að marka hvað þessir flokksmenn VG segja.
Eggert Guðmundsson, 14.9.2012 kl. 11:51
Steingrímur hefur oft sýnt að hann notar Björn Val til að koma á framfæri þeim skounum sem hann ekki þorir að viðra sjálfur. Flest það sem frá Birni kemur er því marki brennt. Hins vegar hefur Björn oft orðið að éta ofaní síg ummæli, þá einkum vegna þess að Steingrímur hefur ekki þorað að standa að baki honum. Það er einmitt þannig sem Steingrímur nýtir sér Björn Val, lætur hann um að segja hlutina og sér svo til hver viðbrögðin verða. Eftir þeim ákveður hann svo hvort hann stendur við þau orð eða ekki.
En þessi ummæli eru þó þess eðlis að ekki þarf neinn að velkjast í vafa um vilja formannsins. Þarna lætur hann Björn Val segja með skýrum hætti það sem hann hefur sjálfur ýjað að í ræðu og riti, en ekki þoraða að segja beint.
Því verða þessi ummæli Björns Vals ekki skilin nema á einn veg, fousta VG vill áframhaldandi ESB viðræður, sama hversu lengi þær munu standa. Þeim viðræðum verður ekki lokið af hálfu ESB fyrr en þeir telji vera búið að sannfæra þjóðina og það gæti tekið nokkur kjörtímabil. Á meðan verður viðræðum haldið uppi af hálfu ESB, það er jú sú stofnun sem alfarið stjórnar hraða þessara viðræðna
Gunnar Heiðarsson, 14.9.2012 kl. 12:31
Á einhverjum tímapúnkti hljóta þessir tveir flokkar að sjá hvað þeir eiga margt sameiginlegt...
a) mótstaða við við ESB (x)
b) vernda og einangra íslenska framleiðslu frá erlendri samkeppni (X)
c) hækka laun "ómissandi fólks" eins of forstjóra í sparnaðarskyni (X)
d) skerða ríkisrekna heilbrigðisþjónustu (X)
e) skerða alla tryggingasjóði
f) færa skóla og leikskólaþjónustur á ábyrgð einkarekinna bæjarfélaga
sér vart nokkuð sem aðgreinir þá nema mögulega skattahlutföll.
Jonsi (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.