Vonarpeningur vegur hærra en raunveruleg ógn

Það er sorglegt að heyra orð forstjóra Fjármálaeftirlitsins, að heyra hversu vel fjármálaöflin hafa vafið þeirri stofnun um fingur sér. Orð bankastjóra Arionbanka eru skiljanleg, hann tala fyrir munn fjármálaaflanna, er þeirra starfsmaður.

Það liggur fyrir að við hrun bankanna varð tjónið mun meira vegna þess að ekki voru skil milli fjárfestinga og útlána, innan bankakerfisins. Sú ástæða ein og sér ætti að vera víti til varnaðar. Höfundar hrunskýrslunnar benntu á þetta og töldu brýnt að skilið yrði þarna á milli hið fyrsta. Ekkert hefur þó verið gert enn á því sviði og nú rífast menn um gildi þess. Það eitt að von sé til að næsta hrun verði sársaukaminna við slíkan aðskilnað ætti að duga.

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að nægjanlegt sé að hafa góðann lagaramma. Vissulega er nauðsynlegt að hafa slíkann ramma og hann skýrann. En það er sama versu góður slíkur lagarammi er, ef eftirlitið er ekki í lagi. Og vissulega vakna spurningar um heilindi Fjármálaeftirlitsins, þegar það tekur svo sterka afstöðu með fjármálafyrirtækjunum.

Þá talar forstjóri Fjármálaeftirlitsins um að þetta gæti dregið úr von bankanna um aukið erlent fjármagn. Þetta er vonarpeningur, sem ekki er séð að verði, auk þess sem þjóðin þarf kannski ekki beinlínis á slíku að halda. Hér þarf að auka verðmætasköpun og bankakerfið á að harmonera við íslenskt efnahagslíf. Þjóðin þarf síst á að halda einhverju bankabákni sem yfirgnæfir efnahag landsins. Við kynntumst því vel í hruninu.

Það er ljóst að fjámagnsöflin hafa náð sinni krumlu i hjarta Fjármálaeftirlitsins, rétt eins og stjórnvalda. Þau eru farin að stjórna landinu aftur að fullu og skammt að bíða þess að dómskerfið falli einnig þeim í skaut, svona svipað og fyrir hrun.

Þegar forstjóri Fjármálaeftirlitsins talar grímulaust fyrir fjármálaöflin, en orustan töpuð. Stríðið stendur hins vegar enn, þó vissulega sé farið að halla verulega á þjóðina. Að setja vonarpening, sem þó síst er þörf á, ofar hinni raunverulegu ógn sem að landinu stendur, sæmir ekki þeim sem er í forsvari fyrir eftirliti með fjármagnsöflunum.

Og ógnin er sannarlega til staðar, ógnin um annað fall bankanna. Þessar stofnanir sem reystar voru á grunni hins fallna bankakerfis, haustið 2008, haga sér með sama hætti og fyrir hrun. Þar hefur  lítið breyst, þó æðstu stjórnendur hafi yfirgefið sviðið. Þeir sem næstir þeim stóðu tóku upp kyndilinn og halda honum jafn hátt uppi og leikarar hrunsins. Vinnubrögðin þau sömu og áður.

Nú er svo komið að hinn almenni íbúi þessa lands hefur misst alla trú á þessu kerfi. Endurreysnin mistóks fullkomlega. Aukin vanskil sem nú eru að koma fram í dagsljósið, sýna að þjóðin hefur fengið nóg. Hún lætur ekki hafa sig að fíflum endalaust. Þessi vanskil má að stórum hluta rekja til þess eins að fólk hættir að greiða, það leitar ekki hjálpar, enda enga hjálp að fá sem vit er í. Þá eru margir þeirra sem nú hafa hætt að greiða, ekki gert það vegna getuleysis, heldur af þeirri einföldu ástæðu að það sér ekki tilgang með því. Það sér ekki tilgang í því að greiða af lánum sem stökkbreyttust í hruninu, sér ekki tilgang að greiða af eign sem er veðsett að full og engin von til að það muni breytast á næstunni. Það sér ekki neinn tilgang í því að leggja sitt fé í vonlausa baráttu.

Meðan ástandið er svo, meðan ekki er hægt að leiðrétta stökkbreytingu lána, meðan bankarnir fá átölulaust að slá eign sinni á fasteigir fólks, er raunveruleg hætta á minnkandi greiðsluvilja fólks og um leið raunveruleg hætta á hruni bankakerfisins..

Hvernig stjórnvöld hafa sett sig á bekk með fjármagnsöflunum gegn þjóðinni, hefur ekki hjálpað til að viðhalda greiðsluvilja fólks og nú þegar séð er að sú stofnun sem á að sýna bankakerfinu aðhald, er einnig komin í hendur fjármálaaflanna, er hætt við að enn fleiri gefist upp. Þá er engin von lengur, það er séð að fjármagnsöflin eru að vinna stríðið og grafa með þeim sigri eigin gröf!!

 


mbl.is Segir bankana vera risaeðlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband