Tannlaus þjóð
12.9.2012 | 10:15
Hver eru rökin fyrir því að tannlæknaþjónustan skuli vera nánast utan velferðaþjónustunnar? Tannlækningar og ekki síður tanneftirlit, er heilbrigðismál. Þetta eru læknisþjónusta, eins og hver önnur þjónusta á því sviði. Hvers vegna lúta þá tannlækningar öðrum lögmálum?
Um verðskrá tannlækna er vissulega hægt að deila og eins og fréttin segir, þá eru þar stundum undarlegir og illskiljanlegir liðir. Það er þekkt að tannlæknar hafa verið drjúgir með sitt og oftar en ekki komið ár sinni vel fyrir borð.
Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að tannlækningar hljóta að eiga að lúta sömu lögmálum og aðrar lækningar, þegar kemur að velferðakerfinu, kemur að hlut okkar sameiginlega sjóðs, ríkiskassanum.
Þetta á ekki síst við um tannlækningar og tanneftirlit barna. Þegar það er vanrækt, er óvíkjanleg staðreynd að þjóðn endar tannlaus. Þá höfum við fært okkur heila öld aftur í tímann, hvað tannheilsu og tannhirðu varðar.
Í því árferði sem nú ríkir á landinu og engar líkur eru á að muni lagast á næstunni, þegar millistéttin hefur verið færð svo neðarlega, fjárhagslega, að hún rétt skrimtir og varla það, er varla hægt að ímynda sér hvernig ástandið er hjá þeim sem enn neðar eru í stiganum. Hvernig hefur verkamannsfjölskylda, hjón með tvö börn og heildartekjur upp á kannski 250 - 300 þúsund, efni á að fara með börnin í tanneftirlit eða tannviðgerðir. Þegar þessi fjölskylda hefur greitt af húsnæði til að búa í og rekstrarkostnað við það og búið að greiða kostnað við að koma börnunum í skólann, er varla til fyrir mat næstu 30 daganna! Og hvernig á einstætt foreldri, sem enn verr er statt, að geta komið sínum börnum til tannlæknis?
Það er hámark fáráðnleikans að sú stjórn sem nú situr skuli nefna sig við jafnræði, að þeir flokkar sem að stjórninni standa skuli nefna sig sem flokka verkalýðsins. Það er hámark fáráðnleikans að núverandi forsætisráðherra skuli, í þau rúmu 30 ár sem hún hefur setið á þingi, ætíð hafa sótt sitt fylgi til þeirra sem minna mega sín, láglaunastéttanna. Hún launar því fólki nú vel, þegar hún er komin í æðsta starf stjórnmálanna. Þau laun eru í formi skerðinga launa og hækkana á sköttum á sama tíma og velferðarkerfið er skorið við trog!!
Þetta ójafnræði sem snýr að tannheilsu mun gera þjóðina tannlausa, í eiginlegri merkingu. Í óeiginlegri merkingu er hún hins vegar orðin tannlaus og hefur verið um hríð. Það sést á því að þessi ríkisstjórn afturhalds og skattaálagna, þessi ríkisstjórn fjármálaaflanna, skuli enn fá frið á Alþingi!!
Níu ára fékk 99.000 króna reikning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sko, Bretar hafa sko alveg getað lifað án tannlækninga, hví getum við ekki lifað án þess líka. Ég er ósáttur við að einhverjum einka-verktökum sem stunda enga samkeppni sé borgað af ríkinu fyrir okkar hönd, og svo þurfum við einstaklingarnig að borga þeim aftur!!!
leið A) Látum þá bara flakka, og lækkum skattinn, eða rannsökum orsakir krabbameins í staðin...
leið B) eða tökum þessa tækifærissinna inn í ríkisrekið batterí, ríkistannhirðuna, og setjum þá á venjulega ríkistaxta lækna eins og venjulegir heilbrigðisstarfsmenn ríkisins. Þeir meiga svo bara ákveða hvort þeir fara til svíþjóða og neyta grænni grunda...
Jonsi (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 15:37
Mjög vel mælt! Alveg hreint ótrúlegt að þjóð sem lætur taka helmingin af öllu í skatta þurfi að láta tannlæknagerpi sem eru menntuð af háskóla íslands(okkur) taka sig í rassgatið endalaust.
Kári Örn (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.