Gutti gerir í buxurnar

"Hvað varst þú að gera, Gutti minn?", svo segir í kvæði Stefáns Jónssonar. Þessi setning á kannski við núna, eftir ótrúleg embættisglöp Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra.

Ekki einu sinni er helst að sjá að ráðherra fari þarna á bak við lög, heldur er þessi gerð sem blaut tuska í andlit þeirra sem tekið hafa á sig skert laun og aukna vinnu, innan heilbrigðiskerfisins.

Það er vart á bætandi lögbrotum ríkisstjórnarinnar, svo mörg sem þau eru. En Gutti telur kannski að eitt brot enn skipti ekki sköpum, þar misreiknar hann sig. Kjósendur eru ekki hálfvitar.

Þá hlýtur mörgum starfsmanninum í heilbrigðisgeiranum að líða skringilega innanbrjósts, eftir þetta embættisverk ráðherrans. Þar hefur margt fólk misst vinnuna, vegna niðurskurðar ráðherrans, annað hefur haldið vinnu en þurft að taka á sig launaskerðngu, samhliða auknu vinnuálagi. Nú fær þetta fólk sitt framlag greitt til baka, ekki þó í hærri launum, ekki í minna vinnuálagi, heldur í stökkbreyttri launahækkun til forstjóra Landspítalans! Launahækkun sem er hærri en sem nemur launum flestra þeirra starfsmanna spítalans, er mestu skerðingu og aukna vinnuálagið, tóku á sig!

Þá skulum við ekki heldur gleyma þeirri staðreynd að tæki og tól spítalans er mörg hve úrsér gengin og þarfnast endurnýjunar. 450 þúsund krónur á mánuði segja kannski ekki mikið, en safnast þegar saman kemur. Þetta gerir nærri fimm og hálfa miljón á ári!!

Gutti gerir þarna stórt í buxur sínar og spurning hvort önnur setning úr Guttakvæði eigi ekki vel við; "réttast væri að flengja ræfilinn".

Svo er hin hlið þessa máls. Samkvæmt því sem forstjóri Landsspítala segir, þá er vinnuálag hans mikið og eftir því sem hann sjálfur segir, stundar hann lækningar fyrir hádegi, kennslu eftir hádegi og sinnir fundum síðdegis. Þá er spurning hvenær hann sinnir starfi forstjórans, sem hann fær greiddar 2.300.000kr á mánuði fyrir? Það er enginn maður ómissandi, sama hversu vel hann sinnir sínu starfi. Vandséð er þó hvenær forstjórinn sinnir sínu starfi, vegna anna við önnur störf, en þyki honum laun sín of lág, er alveg örugglega hægt að fá annan til að taka við. Hugsanlega myndi sá einstaklingur legga sinn vinnutíma allann í þetta starf! 

 

"Nú er Gutta nefið snúið, nú má hafa það á tröll

nú er kvæðið næstum búið, nú er sagan öll."

 


mbl.is „Ætli kyn skipti máli?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Gunnar sem endranær.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband