Nýlegur dómur er til um svipað mál

Hafi sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps unnið faglega að málinu, eins og Harpa Dís Harðardóttir, fulltrúi K lista segir, hefði sveitastjórnin litið til nýlega fallins dóms um svipað málefni.

Þar var um að ræða byggingu svínabús og töldu eigendur einnar jarðar er lág að þeirri jörð er svínabúið var reyst á, að það myndi skerða verðmæti jarðar þeirra, fyrst og fremst vegna lyktarmengunar. Þó var svínabúið ekki reyst við landamörk milli þessara jarða. Skemmst er frá að segja að eigendur jarðarinnar unnu málið fyrir dómstólum og sveitafélaginu gert að greiða þeim bætur, auk málskostnaðar.

Það má segja að í því tilfelli hafi sveitastjónarmenn viðkomandi sveitafélags gert mistök, en þeir höfðu ekki neina dóma eða nein fordæmi til að vinna eftir.

Það verður varla sagt um sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.


mbl.is Minkahúsið klauf meirihlutann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband