Össur smánar sína nánustu samstarfsmenn og samherja

Össur Skarphéðinsson gerir lítið úr samherjum sínum, smánar þá fyrir alþjóð og gerir ómerkinga orða sinna.

Í fréttum RUV fyrr í kvöld var sagt: 

Utanríkisráðherra staðfestir að fyrirvararnir hafi verið bókaðir í ríkisstjórninni, en þeir hafi engin áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. „Bókanir einstakra ráðherra í þessum efnum skipta ekki sköpum. Þar ræður fyrst og fremst afstaða sitt hvors stjórnarflokksins. Ef annar þeirra myndi stappa niður fæti, þyrfu menn auðvitað að skoða það, en það hefur ekki verið gert,“ segir Össur Skarphéðinsson.  Hann er ekki sammála því sem haldið hefur verið fram að ráðherra sem setji sig gegn stefnu ríkisstjórnarinnar eigi að segja af sér. „Ég hef sjálfur bókað gegn vilja forsætisráðherra, í annarri ríkisstjórn að vísu, og mér var hvorki fleygt út né gekk ég á dyr.“

Össur hæðir þarna tvo sinna nánustu samstarfsmanna og gerir þá ómerka orða sinna, stjórnmálafræðing Samfylkingar og samningamann sinn í samninganefnd Íslands um aðildarviðræður við ESB.

Stjórnmálafræðingurinn, Gunnar Helgi Kristinsson, heldur því fram að ekki séu fordæmi fyrir því að ráðherrar setji fram fyrirvara við ákvörðunum á ríkisstjórnarfundum. Hann heldur því fram að í flestum löndum jafngildi slík bókun vantrausti á ríkisstjórnina og því ekki annað fært fyrir ráðherra, sem slíkt gerir, en að yfirgefa ráðherraembættið. Össur afsannar þetta í sínum ummælum og gerir þar með lítið úr sínum stjórnmálafræðing, gerir hann ómerkann orða sinna!

Samningamaður Össurar, Þorsteinn Pálsson, hóf umræður um þetta mál. Hann fullyrti að með þessari bókun væru aðildarviðræður í raun stopp. Að bókun af þessu tagi leiddi óhjákvæmilega til þess að viðræður stöðvist. Össur lítur málið öðrum augum og segir þetta ekki skipta sköpum í viðræðuferlinu. Með því er hann að segja að samningamaður hans þekki ekki eðli viðræðnanna, er að gera hann að ómerking orða sinna.

Reyndar ætti Þorsteinn að vita að strax við upphaf þessa ferlis, þegar umsókn var samþykkt á Alþingi, voru ekki allir ráðherrar sem greiddu umsókn atkvæði og því ljóst að ríkisstjórnin stóð ekki heil að baki umsókninni. Það hafa vissulega verið mikil vonbrigði fyrir hann, eftir að sá ráðherra sem ekki greiddi umsókninni sitt atkvæði var rekinn úr ríkisstjórn, skyldi annar ráðherra taka upp á því að vera með eitthvað múður.

Með þessu er Össur að staðfesta orð Ögmundar og hefði betur gert það fyrr, áður en mætir menn gerðu sig að fíflum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband