Kannski að Illugi hafi þóst sofna
4.9.2012 | 21:55
Kannski Illugi hafi þóst sofna við undirleik Björns á munnhörpuna, til að hann þagnaði. Annars er ekki rétt að gera grín að tónlistagáfu Björns Vals, roðlaust og beinlaust var alveg ágætt lag. Það væri betra ef pólitískt vit hans væri eitthvað í líkingu við tónlistargáfuna.
Það er hins vegar hægt að taka undir með Birni Val að fáir þingmenn eiga möguleika á heilbrigðisvottorði til setu á Alþingi og alveg útilokað að hann gæti öðlast slíkt vottorð sjálfur, að minnsta kosti ekki eftir heiðarlegum leiðum. Heiðarleikinn hefur svo sem ekki verið að þvælast fyrir honum hingað til, svo aldrei er að vita nema hann veifi slíku plaggi fljótlega. Hann sem þingflokksformaður VG getur varla verið eftirbátur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks.
Svæfði Illuga við munnhörpuleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Björn Valur er músík-strákur, en ekki pólitíkus. Synd að hann hafi fórnað hluta af sjálfum sér í svona vitleysu, sem hann hefur ekki styrkleika til að framfylgja.
Strengirnir hjá þessum dreng eru listrænir en ekki pólitískir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.9.2012 kl. 23:14
Maður er andlega vanheill sem talar til allra með niðurlægingu sama hvort það eru einstaklingar eða heil byggðarlög, "hrökklast þangað til náms"! Hann hefur væntanlega ekki vit á að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum, reikna með að hann fái 0 atkvæði frá Siglufirði.
Björn (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.