Hvert er Ögmundur að fara ?

Ögmundur Jónasson er enginn nýgræðingur í pólitík. Áður en hann tók sæti á Alþingi var hann formaður BSRB og sem slíkur skólaðist hann vel til á þessu sviði.

Það er því nokkuð undarleg viðbrögð hans við úrskurði kærunefndar jafnréttismála og spurning hvert hann stefnir. Hvort þarna sé einhver pólitísk refskák í gangi.

Í kastljósi í kvöld sagðist Ögmundur ósáttur við hvernig jafnréttislög væru túlkuð. Sjálfur er ég mjög ósáttur við hvernig skattalög eru túlkuð og teldi nóg fyrir mig að greiða svona 10% af mínum launum til ríkisins. Það breytir þó litlu, lögin segja annað og mér ber að hlýða þeim. Það sama á við um Ögmund, honum ber að hlýta lögum, sama hversu vitlaus honum þykir þau vera.

Það er svo alveg sérstakt umhugsunarefni hvernig samherjar hans á Alþingi bregðast við. Þeir hinir sömu og stigu í stól Alþingis fyrir nokkrum mánuðum síðan og vörðu brot forsætisráðherra á þessum sömu lögum, vörðu hana fyrir dómi Hæstaréttar, krefjast nú að Ögmundur geri hreint fyrir sínum dyrum en segji af sér ella. Sumir gefa jafnvelí skyn að honum beri að segja af sér, hvað sem hann gerir.

Það er ljóst að samherjar Ögmundar vilja hann úr ríkisstjórn og sjá þarna tækifæri til að koma honum frá. Vandinn er bara sá að þá hljóta Jóhanna Sigurðardóttir og reyndar Svandís Svavarsdóttir að fylgja honum út úr ríkisstjórninni. Þær hafa báðar fengið á sig Hæstaréttardóm fyrir störf sín og reyndar óskyljanlegt að þær skuli enn vera í ráðherraembætti. Ögmundur hefur einungis fengið á sig úrskurð kærunefndar.

Ef ætlunarverk stjórnarliða að koma Ögmundi út úr ríkisstjórn heppnast, er ekki víst að sú aukning þingmanna í stjórnarliðinu, sem varð þegar Hreyfingin gekk til liðs við ríkisstjórnina, dugi til. Þá er ljóst að ef þessi ætlun stjórnarliða tekst eru þær Jóhanna og Svandís orðnar valdlausar í ríkisstjórn og marklausari gagnvart þjóðinni.

Þau viðbrögð sem hefðu verið best fyrir Ögmund var að viðurkenna mistök sín, jafnvel þó sannfæring hans væri önnur, og semja við brotaþola um miskabætur. Með því hefði hann slegið öll vopn úr höndum samstarfsfólks síns og útilokað það í að ráðast gegn honum með þeim hætti sem gert hefur verið. Þetta veit Ögmundur mæta vel, en kaus þó að fara aðra og torskildari leið.

Kannski skýrist á næstu dögum hvað Ögmundur er að meina með þessu. Hvort hann er að láta sverfa til stáls innan ríkisstjórnarinnar. Hvort hann sé búinn að fá nóg af samstarfinu við það veruleikafyrrta fólk sem stýrir Samfylkingu og meðreiðarsveinum þess úr röðum hans eiginn flokks.

Í öllu falli er ljóst hvernig það mál endar sem kærunefndin úrskurðaði í, hvort sem Hæstiréttur fái aðkomu að því eða ekki. Lögin eru skýr og ráðherra ber að fara að lögm sem aðrir þegnar landsins, sam hveru vitlaus þau lög eru. Þetta veit Ögmundur, svo eitthvað annað býr að baki hans viðbrögðum.

 


mbl.is Ekki ljóst hvort höfðað verður mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma kjarna málsins Gunnar.  Mismunun eftir kynferði er mismunun, sama þó hún sé í skinhelgi kölluð jákvæð.  Mismunun er mismunun.

Það að mismuna út frá kynferði  brýtur gegn almennum mannréttindalögum, jafnvel þó mismunin sé kölluð jákvæð eins og í hinum svokölluðu jafréttislögum, sem hefur markvisst verið beitt til svonenfdrar "jákvæðrar mismununar" vegna kynferðis.   Enn og aftur:  Mismunun er mismunun. 

Jafn réttur, jafnréttindi, eru sjálfsögð mannréttindi og eru tryggð í 65. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.  Þar er hvregi minnst á "jákvæða" mismunun vegna kynferðis:

65. gr.  Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

"Jákvæð mismunun" vegna kynferðis, brýtur því greinilega í bága við Stjórnarskrána, lög laganna.

Hvað er þetta lið á þingi að bauka ár eftir ár, áratugi eftir áratugi og virðist ekki þekkja til Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, laga laganna?

Kann þetta vanhæfa lið ekki að túlka einfaldan og skýran texta?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 03:49

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er rétt athugasemd hjá þér Pétur. Jafnréttislög eiga ekkert skylt við jafnrétti, þar sem þau byggja á auknu vægi annars kynsins, af kynferðinu einu saman. Um þessi lög hef ég bloggað áður og tel þau ekki þjóna þeim tilgangi sem til er ætlast. Jafnrétti byggist á því að bæði kyn séu meðhöndluð á sama hátt, að öllu leiti.

Þar vantar enn nokkuð uppá og kannski það sem hellst vantar upp á kynjajafnréttið er sú staðreind að launamismunur er enn nokkur. Það er þó ekkert sem tekur beinlínis á því í þessum lögum og sú grein sem setur annað kynið ofar hnu varðandi ráðningu í störf, kemur þessu misrétti ekkert við.

En því miður samþykkti Alþingi þessi lög og þau eru enn í gildi. Meðan svo er ber ráðherrum að fara eftir þeim, eins og aðrir landsmenn. Því er ljóst hver niðurstaða þessa einstaka máls verður, jafnvel þó það fari fyrir dómstóla. Það veit Ögmundur mæta vel, hann skilur eðli laga og hvert gildi þeirra er fyrir dómi, sama hversu vitlaus þau eru.

Hitt er svo annað mál að enginn er í betri aðstöðu til að breyta þessum lögum en ráðherrar og því hlýtur að liggja beinast við að þeir tveir ráðherrar sem nú hafa orðið uppvísir að brotum á þeim, vinni að endurbótum laganna. Annar ráðherrann hefur sagt að þessi lög væru óréttlát og hinn að þau væru ekki að virka rétt. Það er því í þeirra valdi að sjá til þess að lögin verði bæði réttlát og virk.

Þar til það hefur verið gert, verður að fara að þessum lögum, sem öðrum lögum landsins.

Gunnar Heiðarsson, 4.9.2012 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband