Heimskan ríður röftum í stjórnarráðinu !!

Hvernig má annað vera en að viðskiptajöfnuður reynist neikvæður? Þegar stjórnvöld byggja upp hagvöxt á einkaneyslu og hæla sér af, er annað útilokað. Stór hluti neyslu landsmanna er innfluttur og því verður að auka útflutning á móti, svo dæmið gangi upp. Það þarf enga hagfræðinga til að átta sig á þessari einföldu staðreynd, einungis örlilta skynsemi!

Stjórnvöld hæla sér af auknum hagvexti, en sá hagvöxtur byggist fyrst og fremst á aukinni neyslu. Sú neysla er fjármögnuð að mestu á lánum, ýmist í gegnum kreditkortin eða bein lán frá bönkum. Þá eru einstakir landsmenn sem enn geta sótt í sitt sparifé, en þeim fer hratt fækkandi. Ekki má svo gleyma þeim sem komu fé undan í undanfara hrunsins, bæði löglega og ólöglega. Þetta fólk er nú að snúa aftur til landsins í hópum og þar er ekki verið að huga að uppbyggingu útflutningsatvinnuveganna, heldur settar upp verslanir til að auka enn neyslu landsmanna. Ekki kæmi á óvart þó þessir menn fá sérstakar þakkir frá stjórnvöldum!

Þá hæla stjórnvöld sér af því að verulega hafi verið dregið úr umsvifum ríkisbáknsins. Sá samdráttur hefur þó einungis snúið að grunnþjónustunni, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, að ógleymdum þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa lagt á aldraða, öryrkja og fjölskyldur landsins. Þar telja stjórnvöld helst að fé sé falið!

Ekkert hefur þó verið ráðist á ríkisbáknið þar sem það má þó missa sig. Enn er feitann gölt að flá inna þess bákns og má nefna utanríkisþjónustuna sem dæmi. Þess í stað er blýantsnögurum fjölgað sem aldrei fyrr og sem dæmi gerir frumvarp umhverfisráðherra ráð fyrir fjölda nefnda. Það skortir ekki fé þegar kemur að þessum liðum ríkisbáknsins, þegar blýantsnagarar þurfa vinnu. Heilbrigðiskerfið er lamað, menntakerfið hangir á horriminni, aldraðir og öryrkjar eru hlunnfarnir og fjölskyldur landsins eru reknar á götuna. Á sama tíma fitnar ríkisgölturinn sem aldrei fyrr!!

Hagvöxtur byggður á neyslu einni saman gengur auðvitað ekki upp. Það þarf að auka útflutningsverðmæti landsins. Það er það megin verkefni sem stjórnvöld ættu að vinna að. Að útflutningur verði meiri en innflutningur. Þetta er einföld fræði sem hvert heimili áttar sig á, þó það vefjist fyrir stjórnvöldum!

Samhliða því þarf að draga verulega úr umsvifum ríkisbáknsins. Þar ER af nógu að taka. Ekki má þó ganga frekar á grunnþjónustuna, þar hefur þegar verið gengið lengra en góðu hófi gegnir, miklu lengra. Hvað höfum við að gera við sendiráð í hverju krummaskuði um allan heim? Hvað höfum við að gera við hinar ýmsu nefndir sem stjórnvöldum hefur hugkvæmst að stofna? Hvaða þætti í ríkisrekstrinum má sameina, eða jafnvel bjóða út til einkaaðila? Hvað væri hægt að fækka mörgum blýantsnögurum við það eitt að draga umsókn okkar að ESB til baka? Svona væri hægt að telja áfram í það óendanlega, en stjórnvöld sjá bara peninga í grunnþjónustinni.

Það er með ólíkindum hversu blind stjórnvöld eru og enn óskiljanlegra hversu ráðgjafar ríkisstjórnarinnar eru fljótir að kasta frá sér fræðunum fyrir pólitíkina.

Með sama áframhaldi mun hið óhjákvæmilega ske, landið fer aftur á hausinn. Þegar neikvæð staða þjóðarbúsins er upp á 9.290 milljarða og skuldir hækka um 144 milljarða við hvern ársfjórðung, er auðvitað gjörsamlega út í hött að viðskiptajöfnuður skuli vera um 50 milljarðar á ársfjórðungi!

Það fólk sem hælr sér af slíkum árangri hlýtur að vera alveg einstaklega heimskt!!

 


mbl.is Viðskiptajöfnuður áfram neikvæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan hvenær hefur vinstra treskið haft peningavit?

Fáðu ráðgjöf frá vinstrisinnuðum hagfræðing. Það er garenterað gjaldþrot!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 21:27

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

Góð greining

sammál þér í þessu öllu 

Magnús Ágústsson, 4.9.2012 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband