Hvernig er hægt að deila um þetta ?

Hvernig er hægt að deila um hvort eitthvað mál er afgreitt úr nefnd, hvað þá þegar þær deilur eru milli nefndarmanna?

Utanríkismálanefnd hlýtur að lúta sömu lögmálum og aðrar nefndir Alþingis. Afgreiðsla mála úr þeirri nefnd hlýtur að ljúka með atkvæðagreiðslu.  Sú atkvæðagreiðsla hlýtur að vera færð til bókar.

Þetta vekur vissulega upp spurningar um vinnubrögð utanríkismálanefndar, þegar varaformaður hennar heldur því fram að mál hafi verið afgreitt út úr nefndinni en a.m.k. tveir nefndarmenn halda því fram að svo sé ekki.

Hitt er svo annað mál að skilgreining á Íslandi sem nánast óbyggilegu getur varla verið lóð á vogarskálar aðildarviðræðna og ekki víst að sú skilgreining sé beinlínis trúverðug í augum samningamanna ESB. Flestir þeirra hafa jú heimsótt landið og séð hér blómlegar sveitir og gott mannlíf.

Sé þessi skilgreining hins vegar til þess lögð fram að Ísland eigi auðveldara með að ná styrkjum frá ESB, er mikill misskilningur á ferð. Þau lönd sem þessa skilgreiningu hafa fengið að hluta, t.d.Finnland, hafa vegna hennar fengið heimild frá ESB til að nota örlítið meira af skattfé landsins til styrktar þessum svæðum. Þeir styrkir koma ekki frá ESB.

 


mbl.is Deila um stöðu byggðakaflans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband