Svik þingmanna VG
31.8.2012 | 22:27
Það er létt að lesa stjórnarsáttmálann með sömu augum og Jón Bjarnason og allir muna þá ömurlegu uppákomu sem varð á Alþingi þann 16. júlí 2009, þegar forsætisráðhera fór með svipu sína á stjórnarliða og krafðist "réttrar" atkvæðagreiðslu. Þá er einnig í fersku minni að sumir þingmenn VG létu ekki svipuhöggin buga sig og þekkt er sú útreið sem þeir fengu að launum, bæði innan eigin þingflokks en ekki síður frá þingmönnum samstarfsflokksins.
En þetta breytir þó ekki staðreyndum. Þó stjórnarsáttmálann megi lesa á marga vegu og þó sumir þingmenn VG hafi harkað af sér svipuhöggin, þá er staðreyndin þó sú að á Alþingi var ekki nægur meirihluti fyrir aðildarumsókn, ekki nema með atkvæðum frá nokkrum þingmönnum VG. Það er því staðreynd að aðildarumsókn var samþykkt fyrir tilstilli þingmanna VG.
Hver ástæða þess að þingmenn VG ákváðu þennan dag að svíkja sína kjósendur skiptir í raun litlu máli. Þeir geta falið sig bak við óskýrann stjórnarsáttmála, en staðreyndin er að svipuhöggin voru þeim ofviða. Fyrir þessi svik mun flokkurinn fá sína útreið í næstu kosningum, ekkert getur komið í veg fyrir það.
Ábyrgðin á helför Samfylkingin er því öll á herðum þingmanna VG. Þeir komu því til leiðar að þessi ferð var hafin og þeir einir geta komið í veg fyrir að lengra verði haldið. En þar hræðir svipan sem fyrr.
Menn geta deilt um hvernig lesa skal stjórnarsáttmálann, en það er ekki hægt að deila um að þessi atkvæðagreiðsla, sem fram fór 16. júlí 2009, var svik VG þingmanna við það fólk sem kaus þá á þing, áttatíu og tveim dögum fyrr. Þau svik voru hrein og klár!!
ESB ekki hluti stjórnarsáttmálans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.