Er þetta eðlilegt ?

Þeir sem fara í fyrirtækjarekstur gera það af gróðavon. Leggja sitt fé í eitthvað sem þeir telja að geti ávaxtað það. Í fyrirtækjarekstri skiptir því miklu máli ráðdeild og útsjónasemi svo reksturinn skili sem mestum hagnaði.

N1 hagnaðist um 624 miljónir á fyrrihluta þessa árs, ágætis hagnaður og eigendur mættu vel við una. Nú er það svo að stæðsti hluti eigenda eru lífeyrissjóðirnir og því kemur þessi hagnaður að mestu úr vösum eigenda. Er þetta eðlilegt?

Annað stingur í augu við lestur þessarar fréttar. Þar er í tvígang sagt að ástæða þessa hagnaðar sé hærra olíuverð og hækkun opinberra gjalda! Þetta staðfestir það sem áður hefur verið haldið fram að olíufélögin séu að nýta sér hækkanir á verði eldsneytis erlendis, sér í hag. Það sem kemur á óvart er að olífélögin virðast einnig nýta sér hækkun skatta til hins sama. Er þetta eðlilegt?!

Svarið við báðum þessum spurningum er hreint nei! Að mynda hagnað með því að svíða eigundur fyrirtækisins, eigendur sem munu ekki í neinu njóta hagnaðarins, er ekki eðlilegt. Þá er betra að skila þeim hagnaði strax í vasa eigenda, þegar þeir fylla á bíla sína.

Að fyrirtæki skuli geta nýtt sér hækkanir erlendis, á þeim vörum sem þeir selja, er kannski löglegt en algjörlega siðlaust. Að fyrirtæki skuli geta nýtt sér aukna skattheimtu til að sækja sér aukinn hagnað er auðvitað út í hött og fullt tilefni til að skoða í haus þeirra manna sem slíkt framferði stunda!!

Hefði þessi hagnaður orðið til vegna ráðdeildar og útsjónasemi þeirra sem fyrirtækinu stjórna, gætu þeir staðið keikir, en þar sem það hann virðist vera að stæðstum hluta til vegna utanaðkomandi áhrifa og án snilli stjórnenda þess, ber þeim að skammast sín!!

 


mbl.is N1 hagnaðist um 624 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þeir semsagt að setja álagningu á opinber gjöld?

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband