Hælisleitendur ?

Hælisleitendur er rangyrði yfir þessa menn. Þeir eru ekki að leita sér hælis hér á landi, þvert á móti eru þeir að reyna að komast út úr landinu! Í því skyni hafa þeir ekki skirrst við að brjóta lög og eru því sannkallaðir glæpamenn. Það er skýrt hvernig slíkir menn skuli meðhöndlaðir!

Þessir glæpamenn, sem hér brjóta bæði landslög og alþjóðalög ítrekað, hafa komið illu orði á það fólk sem hingað kemur til að leita sér hælis. Þeir hafa komið illu orði á allann þann hóp sem kallast hælisleitendur. Þó er kannski ekki öll sökin þeirra, þeir sem um brot þessara mann fjalla eru einnig sekir, með því að rangnefna þá.

Það er ljóst að stór hluti þeirra flóttamanna sem hingað koma eru ekki að leita sér hælis hér á landi. Þeir enda hér af þeirri einföldu staðreynd að Ísland er ein af varðstöðvum Schengen til vesturs. Þeir geta því ferðast hingað óáreittir frá hvaða landi Schengen sem er, en eru svo stoppaðir þegar þeir ætla út af svæðinu. Þegar þeir svo hafa verið stöðvaðir er þeirra eina leið að sækja um landvistarleifi, þó aldrei hafi verið ætlun þeirra að setjast að á Íslandi og enginn vilji til þess.

En Schengen samstarfið vinnur samkvæmt ákveðnum lögum, sem aðildarríkin hafa komið sér saman um. Meðal þess sem í þeim lögum er, er að aðildarríki hefur rétt til að senda flóttamann til þess lands sem hann kom fyrst til á svæðinu. Ef sú staðsetning er ekki vituð, er hægt að senda flóttamannin til þess lands sem hann síðast dvaldi í. Hafi flóttamaður sótt um hæli í öðru landi en hann er handtekinn í, ber að senda hann til þess lands sem hann sótti um hæli í. Ef ekki er unnt að framfylgja neinu þessara atriða, ber að afgreiða umsókn flóttamanns um landvistarleyfi.

Það er ljóst að útlendingastofnun er ekki að vinna eftir þessum lögum. Hvort hægt er að kenna manneklu um skal ósagt látið, en í öllu falli ættu þeir menn sem gerast brotlegir við íslensk- og alþjóðalög, ekki lengur að falla undir umsjón og afgreiðslu útlendingastofnunar. Slíka menn á að afgreiða á sama hátt og alla aðra glæpamenn.

Það er með öllu óásættanlegt að menn skuli vera utan laga og reglna af þeirri einföldu ástæðu að þeir sækji um hæli í einhverju landi. Að menn skuli geta hagað sér sem harðsvírustu glæpamenn en þurfi ekki að svara til saka fyrir slíkt!!

Rasismi hefur gjarnan heyrst þegar einhver vogar sér að tala eða skrifa um þessi mál og víst er að ég mun fá þann miður góða stimpil á mig fyrir þessi skrif. Ég vil þó benda fólki á, áður en það hleypur af stað í upphrópunum, að ég er ekki að amast út í það flóttafólk sem hingað kemur til að leyta sér hælis á Íslandi. Það fólk er í flestum tilfellum ágætis fólk og margt hefur skilað vel sínu til lands og þjóðar. Þetta fólk hefur flest lagt sig fram um að aðlagast landinu auk þess að miðla sinni menningu til okkar. Því fólki ber að fagna.

Það sem ég er að skrifa um eru þeir einstaklingar úr þessum hóp sem fara hér um landið og brjóta lög, aftur og aftur. Þeir einstaklingar eiga enga miskun að fá, þetta eru glæpamenn af verstu sort og þá á að meðhöndla samkvæmt því. Að kalla slíka einstaklinga hælisleitendur er eins langt frá sannleikanum sem hugsast getur!!

 


mbl.is Tveir menn handteknir í Sundahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband