12.000 störf ?
24.8.2012 | 06:50
Það er erfitt að átta sig hversu mörgum störfum Jóhanna hefur lofað, þann stutta tíma sem hún hefur setið í stól forsætisráðherra. Hvort þau eru nákvæmlega 12.000 skal ósagt látið, en þau skipta þúsundum.
Mælt atvinnuleysi hefur vissulega minnkað. Mest vegna þess fjölda fólks sem hefur leitað sér viðurværis utan landsteinanna, nokkuð vegna þess að fólk hefur fallið af atvinnuleysisskrá vegna of langrar veru þar og loks hefur orðið smá uppsveifla í atvinnulífinu. Sú uppsveifla hefur þó ekki orðið vegna tilstilli stjórnvalda, heldur þrátt fyrir þau. Þar ber að þakka fólki sem hefur haft djörfung til að bjóða stjórnvöldum byrginn.
Af þessum mælingum um minna atvinnuleysi hafa stjórnvöld hins vegar verið dugleg að hæla sér. Það skal þó tekið fram, svo allrar sanngirni sé haldið, að Jóhanna hefur aldrei sagt í hverju öll þessi störf eru fólgin. Kannski var hún einmitt að meina þetta, að fólk myndi flýja landið og þannig yrðu til fleiri störf fyrir það, bara erlendis. Kannski var hún að meina að störfin sem hún lofaði fælust í því að fólk færi að mæla göturnar, á kostnað sveitarfélaganna. Hver veit? A.m.k. munu sveitafélögin fá til sín í vinnu við þá iðju um 2.000 manns um næstu áramót, að óbreyttu.
Þá getur Jóhanna nú glaðst!!
Tugir manna að missa bótarétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.