Enn er hausnum barið við stein

Trúverðugleiki evruríkja er fyrir löngu brostinn, þar er ekkert í húfi lengur.

Það er svo aftur spurning hvernig hægt er að byggja upp þann trúverðugleik aftur. Það verður ekki gert með kröfum, mun líklegra er að trúverðugleikinn byggist upp ef þeir sem hafa tekið sér það vald að stjórna evruríkjunum, sýna af sér stjórnkænsku, djörfung og sanngirni. Því er ekki að heilsa.

Trúverðugleiki evruríkja brast ekki vegna skulda Grikklands, Spánar, Portúgals, Írlands, Ítalíu né neins annars ríkis evrulanda. Sá trúverðugleiki brast vegna rangra viðbragða þeirra sem telja sig best til þess fallna að leysa vanda evrunnar, þegar vankantar hennar komu upp á yfirborðið. Það hefur bersýnilega komið í ljós að þetta fólk hefur ekki getu né kjark til að leysa þann vanda. Öll þeirra viðbrögð hafa verið röng og leiða einungis til enn meiri hörmunga. Við hverja ákvörðun þessa fólks, sem tók sér valdið, hefur vandinn aukist.

Það hefur aldrei skilað miklum árangri að berja hausnum við stein, sama hversu þykkt höfuðbeinið er og heilinn lítill.

 


mbl.is Ræða framtíð Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband