Yrði mikill sigur fyrir lýðræðið Ísland

Það yrði mikill sigur fyrir lýðræðið Ísland og íbúa þess ef Árni Páll Árnason yrði kosinn formaður Samfylkingar.

Afrek þessa manns í ráðherrastól eru með ólíkindum. Hann stimplaði sig rækilega í hóp fjárglæframanna og bankaelítuna, eftir dóm Hæstaréttar, sumarið 2010, þegar hann setti lög til hjálpar fjármálafyrirtækjunum gegn dómi Hæstaréttar. Reyndar dæmdi síðann rétturinn þau lög ólögmæt, en þessi gerð Árna sýnir vel hvar hann er staddur í pólitík og hjá hvaða hópi í þjóðfélaginu hanns hugur liggur.

Þá skal ekki gleymt hver þáttur Árna Páls var í icesave málinu, þar sem hann barðist hart fyrir því að sá skuldaklafi glæpamanna skyldi settur á herðar saklauss almennings þessa lands.

Árni Páll hefur verið duglegur að grafa undan gjaldmiðli okkar. Sem óbreyttur þingmaður er það kannski ekki svo stór sök, en sem ráðherra nálgast slíkt framferði landráð. Ráðherra verður að vera vandur að virðingu sinni gagnvart þjóðinni og jafnvel þó hann telji krónuna ónýtann gjaldmiðil, hefur hann ekki leyfi til að tala opinskátt um það og alls ekki á erlendri grund. Það eitt að ráðherra tali niður gjaldmiðil eigin lands getur leitt til algjörs hrun hans. Slíkt framferði ráðherra yrði hvergi í víðri veröld liðið.

Ekki ætla ég að tíunda þátt Árna Páls í undanfara hrunsins. En eftir hrun hefur ekki farið á milli mála hvar hann stendur. Verk hanns sem ráðherra, allt til síðustu áramóta, munu verða dæmd af þjóðinni. Það sem hann hefur síðan sagt er ekki hægt að túlka nema sem orð manns sem er sár út í forystu flokks sín, fyrir að víkja sér úr ráðherrastól.

Það er því ljóst að Árna Pál mun ekki takast að draga Samfylkinguna upp úr þeim forarpitt sem Jóhanna og Össur hafa komið henni í. Því yrði það happ þjóðarinnar ef hann yrði kosinn formaður. Þá kemst Samfylkingin í hóp þeirra flokka sem kallast örflokkar landsins og hugsanlega gæti flokkurinn misst alla sína þingmenn út af þingi. 

Betra gæti það varla orðið!!


mbl.is Útilokar ekki formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Satt að segja held ég að þessi flokkur sé að þurka sig sjálfur upp vegna stefnu í aðferðarfræði....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.8.2012 kl. 18:23

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Ingibjörg og því skiptir val á eftirmanni Jóhönnu miklu. Fyrir okkur sem erum á því að Samfylkingin megi missa sig, er Árni Páll góður kostur.

Gunnar Heiðarsson, 20.8.2012 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband