Langt gengið í ruglinu
17.8.2012 | 09:49
Það er öllum ljóst að verðsamráð milli olíufélaga hefur aldrei lagst af, þrátt fyrir þann dóm sem þau fengu.
Verðmismunur milli félaganna er nánast enginn og þegar eitt ákveður verðbreytingu eru hin búin að breyta hjá sér til samræmis innan örfárra klukkustunda. Þetta er hróplegt verðsamráð og ekkert annað. Á þetta hefur verið bent um langa hríð, bæði í ræðu og riti.
Það er því nokkuð langt gengið að fyrrum forstjóri eins félagsins þurfi að koma fram í fjölmiðlum og benda á þessa staðreynd, til að Samkeppniseftirlitið vakni til lífsins. Páll Gunnar Pálsson telur nú, eftir þessi ummæli fyrrum forstjóra N1, að kannski þurfi að skoða málið! Dugði eftirlitinu ekki sú hróplega staðreynd sem daglega byrtist fólki á auglýsingaspjöldum afgreiðslustöðvanna? Er starfsfólk Páls Gunnars svo skini skroppið að það haldi að öll olíufélögin séu rekinn eins? Þarf virkilega fyrrum forstjóra eins þeirra að koma fram í fjölmiðla og benda á þessa einföldu staðreynd til að það vakni upp af sínum Þyrnirósasvefni?
Til hvers er Samkeppniseftirlitið?
Þær tilkynningar sem félögin hafa sent frá sér eftir þessi ummæli fyrrum forstjóra N1, eru lítils virði. Þar er reynt að afvegaleiða fólk með því að benda á ýmis "kjör" sem fólki býðst. Þeir sem þessi svokölluðu kjör skoða komast fljótt að því að þar er munur milli olíufélaga ekki mikill, nánast enginn og þegar eitt félagið ákveður að láta t.d. markahlutfall úr landsleikjum ráða verði einn dag, gildir oftast sama regla hjá hinum!
Ummæli um bensínverð könnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkeppniseftirlitið er ónýtt fyrirbæri. Ég tel best að þjóðnýta fyrirtæki sem augljóslega keppa saman gegn almenning.
En þetta er ísland, eitt spilltasta land í heimi.. von um betri tíma er lítið þar sem almenningur er mjög viljugur til að láta traðka á sér.. og gleyma
DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.