Frekar máttlaus rök

Þetta eru frekar máttlaus rök hjá Gutta. Hann veit betur og spurning hvort veldur þessu yfirklóri hjá honum, þjónka við Jóhönnu eða að hann sé kominn svo hátt í fílabeinsturninn að hann hugsi ekki lengur skýrt.

Þegar talað er um landflótta er að sjálfsögðu verið að tala um mismun á fjölda þeirra sem flytjast úr landi versus þá sem til landsins koma. Þegar fjöldi þeirra sem flytja út er meiri en þeirra sem koma, er kominn fólksflótti. Þetta veit auðvitað kennarinn og skólastjórinn Guðbjartur Hannesson og hann veit að á þeim tíma sem hann tiltekur í ávarpinu, árin fyrir hrun, var þetta hlutfall landinu í hag. Því þó margir hafi starfað erlendis þá voru enn fleiri erlendir starfsmenn hér á landi og þarf ekki annað en að nefna bygginga- og verktakabransann sem dæmi.

Og Gutti ætti að skoða söguna örlítið. Hann ætti að muna hvernig umræðan var hér á landi undir lok sjöunda og við upphaf áttunda áratuga síðustu aldar, þegar héðan flutti fólk í stórum stíl. Þó var sá flótti ekki nærri eins mikill og síðustu tæp fjögur ár. Og um þá miklu fóksflutninga sem héðan fóru vestur um haf undir lok nítjándu aldar og við upphaf þeirar tuttugustu, getur hann svo lesið í sögubókum.

Svona yfirklór sem Gutti viðhafði í Ólafsdal, hæfir ekki kennara og skólastjóra, þó pólitíkusar stundi þannig iðju. Þetta yfirklór er honum ekki samboðið, jafnvel þó skipun komi enn ofar úr fílabeinsturni Samfylkingar. Gutti er með þessu að vega að eiginn trúverðugleika.

 


mbl.is „Aldrei var minnst á fólksflótta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er látið eins og Íslenska samfélagið hafi ekki orðið fyrir ráni heldur sé þetta allt fyrri stefnu að ráða...

Skammist hann sín og alveg ljóst á þessum ummælum hans að hann er farin að óttast um sæti sitt enda full ástæða til...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.8.2012 kl. 09:56

2 Smámynd: Sólbjörg

Með ávarpi sínu er Guðbjartur að yfirlýsa sig sem einfeldning og kjána með því að grípa til þeirra skýringa sem hann beitir. Fólksflótti er þegar fólk neyðist til að flytja erlendis til að hafa vinnu í samræmi við menntun sína, eða yfirhöfuð hafa einhverja vinnu. Atvinnuleysi, verkefnahrun og framkvæmdastöðvun er slík að efnahagslífið er í heljargreipum. Þessu ástandi líkir Guðbjartur við þegar menn gátu valið um fjölda atvinnutækifæra hér heima og frjálst val að flytja erlendis ef spennandi atvinna bauðst þar.

Sólbjörg, 17.8.2012 kl. 09:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gutti hefur oftast farið nokkuð varlega í yfirlýsingum, hefur látið flokksfélaga sína um það og haldið sig nokkuð til hlés. Hvort hann hafi með því verið að halda opinni bakleið í fyrra starf sem skólastjóri, skal ósagt látið.

Nú upp á síðkastið hefur hann hinsvegar verið svolítið hvassari. Kannski telur hann nauðsynlegt að láta til sín heyra í þeim anda sem kratar hugsa, svo hann eigi möguleika í formannsstólinn. Hver veit?

En það er þó ljóst að Gutti þarf virkilega að berjast fyrir sinni tilveru á Alþingi. Sumir kjósendur Samfylkingar eru auðvitað sammála honum í þessum ummælum, þeir eru ekki þekktir fyrir að skoða málin sjálfstætt, heldur láta mata sig. Þeir kjósendur eru öruggir fyrir Gutta og þarf hann ekki að grípa til falsraka þeirra vegna. Það eru hinir, sem hugsa, sem Gutti þarf að óttast. Til þeirra nær hann ekki með skáldskap!

Gunnar Heiðarsson, 17.8.2012 kl. 10:06

4 Smámynd: Sólbjörg

Nú þegar Guðbjartur gerist hvassari eins og þú segir Gunnar þá upplýsist að hann er líklega haldin sama einkenninu og flestir þingmenn Samfylkingarinnar.

Hefur löngum þótt röksemdarleysa og paradox í málflutning Samfylkingarþingmanna svo yfirgengilegt að það er eins og þingmenn og ráðherrar þeirra skynji heiminn í gegnum spéspegill eða geti ekki tengt saman mörg atriði til að sjá heildarmynd málefna. Þrautalendingin þeirra verður því oftast málefnaþráhyggja með litlum rökum.

Sólbjörg, 17.8.2012 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband