Þó evran sé að hruni komin og engar líkur á að henni verði bjargað, eru enn til þeir stjórnmála- og menntamenn á Íslandi sem ólmir vilja taka upp þann gjaldmiðil. Þeir hrópa nú á torgum og agnúast út í þjóðina vegna þeirrar firru, að þeirra mati, að vilja ræða hvort við séum á réttri leið!
En það eru sem betur fer til einstaklingar innan aðildarsinna sem hafa getu til að hugsa og æ fleiri úr þeim hópi vilja nú staldra við, sjá hverskonar rugl er hér í gangi. En þeir eru úthrópaðir sem svikarar af hinum "réttsýnu" aðildarsinnum, sem einskis freista til að ráðast af afli gegn öllum efasemdarfólki!
Einn fyrrum ráðherra og harður aðildarsinni talar í kross. Hann vill staldra við í einu orði en skammast út í efasemdarfólkið í hinu. Nú krefst hann þess að plan B verði lagt fram og það af stjórnarandstöðunni!!
Hefði ekki verið réttara af þeim sem hófu þessa göngu til Brussel, að hafa bæði plan A og B við upphaf þeirrar ferðar? Er það ekki skylda þeirra sem ferðinni stjórna að hafa fleiri en einn möguleika? Þegar ekki verður lengra haldið, verður að finna aðra leið, það hefðu þeir sem hófu ferðina til Brussela átt að athuga við upphaf ferðar!!
Þeir sem leggja af stað með aðeins eitt markmið eru ekki miklir. Að einblína eingöngu á eina lausn mála og neita að ræða aðrar, gera einungis smámenni og þverhausar!!
Vaxandi titringur vegna evrukreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.