Fáráðnleikinn í öllu sínu veldi !

Rekstur Hörpunnar berst í bökkum, eitthvað sem fjöldi manna hafði bent á áður en ákvörðun var tekin um að klára þetta hús.

En það var beitt blekkingum í því máli, sem svo mörgum öðrum. Exelskjalð sem innihélt áætlamir um reksturinn var lagað til svo rétt niðurstaða fengist. Þar voru lögbundnir skattar færðir niður, án þess að neinar forsendur væru fyrir því. Tekjur voru ofáætlaðar á móti og niðurstaðan varð sú að hugsanlega gæti húsið staðið undir rekstri.

En staðreindirnar koma alltaf í bak manna og auðvitað verður að greiða lögbundin gjöld og skatta af þessu húsi, eins og allir aðrir þurfa að gera. Annað er út í hött. Ofáætlaðar tekjur skiluðu sér auðvitað ekki og staðan því nú sú að 407 miljónir vantar til að dæmið gangi upp. Nærri hálfan milljarð!

Og hvernig ætla rekstraraðilarnir svo að leysa þennan vanda? Fyrst var reynt að lækka lögbundnu skattana sem húsið þarf að greiða, en það gengur auðvitað ekki. Ef slíkt væri gert væri verið að gefa fordæmi sem ekki sæi fyrir endann á.

Þá skal gengið á þær tvær listastofnanir sem réttlættu byggingu hússins, Sinfóníhljómsveitina og Íslensku óperuna og krafist hækkunnar afnotagjalda þeirra af húsinu, upp á hundruð miljóna. Þessar stofnanir báðar berjast þó í bökkum og eiga ekkert afgangs til slíkra hluta.

En fáráðnleikinn fellst þó einkum í þeirri staðreynd að húsið er rekið af ríki og borg. Þær lausnir sem stjórnendur þess leggja fram eru allar á þá leið að ríki og borg mun þurfa að punga út fyrir þeim. Faseignagjöldin eru tekjur borgarinnar og lækkun þeirra er í raun styrkur borgarinnar til hússins. Sinfóníuhljómsveitin er rekin af styrkjum frá ríki og borg og hækkun afnotagjalda þeirra af húsinu þíðir frekari styrki til hennar, í raun styrkur til hússins. Íslenska óperan er að mestu rekin á styrkjum frá ríkinu og hækkun afnotagjalda hennar af húsinu kallar á frekari styrk frá ríkinu, ríkisstyrk til hússins!!

Nú þekki ég ekki hvernig staðið er að rekstri hússins, að öðru leyti en því sem fram hefur komið í fréttum. Þar ber hæst sá fjöldi félaga sem að rekstri þess kemur. Að stjórnkerfi þess er monster sem þarf að kveða niður. En varla mun það skila 407 miljónum, ef svo er þurfa einhverjir sannarlega að svara til saka fyrir dómstólum.

Það er því ljóst að hallinn á rekstri hússins verður ekki lagaður, nema með því að ríki og borg leggi til stóraukið fé til þeirra listgreina sem húsið nota mest. Björgunin mun því í öllum tilfellum koma úr sjóðum almennings.

Því er spurning hvort menn eiga ekki að horfa á þetta mál raunsæjum augum og segja sem er, að til að halda þessu húsi gangandi þarf að taka nokkur hundruð miljónir á ári úr sjóðum almennings. Það sem umræðan ætti svo að snúast um er hvort vilji er til að nota það fé til að halda húsinu gangandi eða hvort því sé betur varið til annara hluta, s.s. inn í heilbrigðisþjónustuna sem víða er komin langt undir öll velsæmismörk. Hvort þjóðin eigi að meta meira list eða mannlíf!

Sumir halda því fram að list og menning muni hljóta mikinn skaða af ef húsinu yrði lokað. Það gæti þó reynst erfitt fyrir það fólk að rökstyðja sitt mál, einfaldlega vegna þess að list hefur lifað góðu lífi hér á landi um aldir, þó engin Harpa hafi verið til staðar, enda byggist list og menning ekki upp á umbúðum heldur innihaldi. Þá er ekki að merkja að list og menning hafi tekið neinum stakkaskiptum til bóta þann tíma sem húsið hefur verið í rekstri.

Það er hins vegar ljóst að ef þessum 407 miljónum yrði varið í heilbrigðisþjónustuna myndu mannslíf bjargast. Hversu mörg skal ósagt látið.

 


mbl.is Þarf að taka skipulag Hörpu föstum tökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er slatti af útigangsfólki sem vantar húsaskjól.

Björn (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband