Af hverju dollurum ?

Af hverju eru laun forstjóra Landsvirkjunnar talin í dollurum? Af hverju ekki evrum?

Auðvitað eiga laun þeirra sem starfa og búa á Íslandi, sérstaklega ef þeir starfa fyrir alíslenskt fyrirtæki og eiga lögheimili á landinu, að vera talin í íslenskum krónum.

Samkvæmt því sem aðildarsinnar telja, þá er sá gjaldmiðill ónýtur og evran á að bjarga landinu. Það væri því eðlilegra, ef það er ekki talið nógu gott fyrir forstjórann að fá krónur í vasa sinn, að borga honum evrur!

 


mbl.is „Tengist starfslokum hjá Marel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar fornvinur; æfinlega !

Allsendis rangt; hjá þér, Gunnar minn.

Í Norður- Ameríkuríkinu Íslandi; á Krónan að plagast áfram - og ekkert of góð, fyrir þessar stjóra fígúrur, svo sem - fyrst almenningur getur, enn um stundir, notast við hana.

Kanada- og Bandaríkjadalir; eru svo aftur nærtækari, en Evru skriflið, enda tilheyrir hún, hinum rotnandi ESB ríkjum, eins og við vitum báðir, Gunnar minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, á Skipaskaga vestur - úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 13:06

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Óskar og gaman að heyra frá þér.

Blogg mitt átti nú að vera svolítið háð á evruna, enda ljóst að svo "hár herra" sem forstjóri Landsvirkjunnar, myndi aldrei þyggja þá skaðræðismynnt  í sinn vasa. Þá myndi hann heldur velja okkar góðu íslensku krónu.

Það er annars magnað að sumir geti komist upp með að fá greidd sín laun í erlendum gjaldmiðli. Það er spurning hvort forstjórinn greiði þá ekki skatta sína í dollurum einnig!

Kveðja af Skipaskaga

Gunnar Heiðarsson, 26.7.2012 kl. 13:22

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Snæbjörnsson, 26.7.2012 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband