Álfheiður Ingadóttir ber ekki virðingu fyrir Alþingi !
25.7.2012 | 17:27
Á visir.is, fréttastofu ríkisstjórnarinnar, er viðtal við Álfheiði Ingadóttur. Þar segir hún að hún muni að öllum líkindum ekki sitja setningu Alþingis, en ætlar þó að sitja setningu forsetans í embætti.
Ástæða þess að hún ætlar að sitja setningu forsetans er að hún segist bera virðingu fyrir því embætti, sama hver kosinn er í það.
Sú staðreynd að hún ætlar ekki að sitja setningu Alþingis, þar sem henni líkar ekki við þann sem er í embætti forseta lýðveldisins, segir þá að hún ber ekki virðingu fyrir þeirri stofnun.
Þegar staðan er orðin sú að þingmaður ber ekki virðingu fyrir Alþingi, en ákveður þó ekki að yfirgefa þá stofnun, er auðvitað háalvarleg. Það er spurning af hvaða hvötum hún situr þá sem þingmaður áfram.
Svo er þetta sama fólk hissa þó hinn almenni Íslendingur, sem fær þó einungis skopmyndina af því sem fram fer innan þessarar stofnunar, skuli vera búinn að missa trú á henni.
Athugasemdir
Enginn ber virðingu fyrir forsetaræflinum, enginn. Ekki einu sinni Jón prelát Valur eða Framsóknar-Guddi. Og vissulega ekki Sjallarnir. Jú, þeir kusu garminn, hann þótti skömminni skárri en jafnaðarmaðurinn Þóra.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 18:03
Það er engin ástæða til að vera sár Haukur, þó Ólafur hafi sigrað.
Það er helvíti stórt tekið uppí sig tekið að segja að enginn beri virðingu fyrir Ólafi Ragnari, eftir þann afgerandi sigur sem hann fékk, þrátt fyrir að öll kosninga og áróðursvél Samfylkingar hafi verið virkjuð gegn honum, í samstarfi við flesta fjölmiðla landsins.
En mitt blogg er ekki um virðingu fyrir forsetanum, heldur virðingarleysi eins þingmanns fyrir Alþingi! Þegar svo er komið fyrir þingmanni á hann auðvitað að biðjast lausnar, sjálfar sín vegna og þó einkum Alþingis! Þessi stofnun á við nægann ýmyndarvanda að stríða þó sjálfir þingmenn grafi ekki undan henni með þeim hætti sem Álfheiður Ingadóttir gerir!!
Gunnar Heiðarsson, 25.7.2012 kl. 18:32
Hér er enginn sár, Gunnar. Allavegana ekki hann ég.
Maður er fremur furðu lostinn yfir dómgreindaleysi og "naivety" innbyggjara.
Að kjósa forseta útrásar- og kvótabófa enn einu sinni.
Og búinn að skandalísera í embættinu í 16 ár.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 18:52
Það er bara ósköp einfalt Haukur Kristinsson, Ólafur Ragnar Grímsson var EINI raunhæfi kosturinn sem var í framboði og því var fullkomlega eðlilegt að landsmenn kysu hann í þetta embætti.
Jóhann Elíasson, 25.7.2012 kl. 21:21
Ekki lasta Álfheiði.
Hún er bara upptekin við að telja alla peningana
ofan í innheimtubauk þeirra hjóna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 23:35
Haldiði ekki að Lýsing skaffi sumum vel?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 23:37
Sitt er hvað innheimtu-baukur hennar og spari-grísinn. Icesave hvað?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 23:38
Vandamálið er vitaskuld að Álfheiður hélt mikið partí eftir að Vg tókst að valdnauðga þingmönnum VG til að samþykkja Icesave dílinn að kvöldi 30. desember 2009. Þar var alveg ofsaleg gleði vegna valdnauðgunarinnar.
Nú sér hún fram á að ferli hennar á þingi er lokið; þjóðin stöðvaði viðustyggðina 98-2, sem frægt er orðið.
En þá er lag á að nudda sig pínulítið upp við ÓRG, því kannski Sigurmar í Lýsingu fái riddarakross og Álfheiður láti sig dreyma um stórriddarakross.
The show must go on.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 00:12
Af þessu stafar tvískinnungur Álfheiðar, hún er ofsaleg reið út í 98-2
og kennir ÓRG um, þjóðin hvað?
En hins vegar togar snobbið í hana, blautur draumurinn um krossinn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 00:35
Mér finnst að Indriði, Svavar og Steingrímur
eigi allir að fara á krossana 3 fyrir syndir fjármálaheimsins, skv. lógík þeirra.
Þar getur Álfhildur leikið æpandi dramaqueen, meðan við hin sauðsvörtu
tökum bakröddina "Always look at the bright side of life''
dú rúdd dú rúdd dú rúdd í dúdd er í.
Er ekki Valhúsahæðin tilvalin, hún er nægilega lág, sem hæfir tilefninu?
Fyrirgefiði léttúðina, en The show must go on.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 02:35
Hvað er í gangi? Tjá menn sig ekkert meira um þetta?
Þarf þá bara að ákveða dagsetniguna og klukkuslagið?
Staðurinn er ákveðinn, Valhúsahæðin, vitaskuld,
en takið af mér þann kaleik að nefna daginn og stundina.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 12:23
Alwys follow the money ... always. Mas. þó hún endi á Valhúsahæð.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.