Ljótt er ef satt er !

Ef rétt er farið með í þessari frétt, er ljóst að enn er til fólk sem á erfitt með að slíta sig frá siðspillingu fyrri ára, að enn er til fólk sem er fast í 2007!!

Þarna er ég ekki að vísa til áforma um uppbyggingu vegna siglinga um norðurskautið, þó þessar séu kannski svona í bjartsýnari kantinum. Það er staðreynd að flutningar um norðurskautið eiga eftir að stór aukast og vissulega eigum við að vera opin fyrir þeim tækifærum sem þeir bjóða upp á. Að öðrum kosti munu aðrir gramsa þau til sín.

Það sem ég er að vísa til í fyrirsögninni er hlutverk Halldórs Jónssonar. Hann er sagður skipulagsráðgjafi Langanesbyggðar OG talsmaður Huangs Nubo. Hvernig má það vera?

Að sitja beggja megin borðsins var eitt af því sem svo algengt var fyrir hrun, en er ekki kominn tími til að stoppa slíkt siðleysi?

 


mbl.is Keppi við Súez-skurðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvernig má það vera? Ég spyr mig þess sama.

http://blogg.visir.is/gb/2012/07/24/ur-forsi%c3%b0ufrett-morgunbla%c3%b0sins/

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband