Ekki flókið og hverjum ljóst sem hefur smá hugsun í kollinum
16.7.2012 | 06:16
Hagvöxtur sem drifinn er að aukinni eyðslu innanlands og hækkunum á innfluttum nauðsynjum, kallar á hærri vexti. Það þarf ekki langskólanám til að átta sig á svo einfaldri staðreynd.
Þá hjálpar ekki síaukin skattheimta stjórnvald til. Hún heldur niðri allri hvöt til að auka verðmætasköpun í landinu, en aukin verðmætasköpun er aftur nauðsynleg til að rétta af ríkisbúskapinn. Hann verður ekki lagaður með aukinni skattheimtu og sannarlega ekki heldur með hagvexti sem dreginn er áfram á aukinni eyðslu!!
Þessar einföldu staðreyndir vefjast þó fyrir afturhaldsöflunum sem hafa lagt undir sig stjórnarráðið!!
Á fljúgandi ferð upp á við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aumingja Gylfi Arnbjörnsson fyrst nú að átta sig á hvað er að gerast í samfélaginu. -- Eða gæti ástæðan verið sú að farið sé að hitna undir stólnum hans? Fólk sé nú farið að átta sig á því að það er orðið tímabært að skipta um pamfíl hjá A.S.Í.
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 08:51
Mikið vildi ég að svo væri Jóhanna. Enda löngu komin tími til að skipta um talsmann ríkisstjórnarinnar sem þykist vera verkalýðsleiðtogi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2012 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.