Að færa úr einum vasa í annan
13.7.2012 | 20:17
Jafnaðarstefnan felst í því að færa úr einum vasa í annan, að skattleggja fyrst og koma svo færandi hendi til baka með sama aurinn, auðvitað að frádreginni smá þóknun til hinnar "vitibornu" stjórnmálastéttar. Hver jöfnuðurinn er í þessu er aftur erfitt að sjá og sennilega enginn af hinum "sænsku séníum" sem datt þetta rugl í hug, enn til frásagnar. Þeir sem enn eru á lífi dvelja sjálfsagt á elliheimilum, þjakaðir af minnisleysi, eða gera sér það upp af skömm!!
Og nú beytir ríkisstjórnin þessum sömu meðulum til að ná niður mældu atvinnuleysi. Búin eru til tímabundin atvinnubótastörf fyrir fleiri en 1500 manns og svo hrópað að atvinnuleysið hafi minnkað svo mikið!! Þarna er einfaldlega verið að færa kostnað vegna atvinnuleysisins af atvinnuleysissjóð yfir á ríkið. Til viðbótar kemur svo sístækkandi hópur atvinnulausra sem eru nú að detta út af bótum og þeir sem rétt hafa færast yfir á sveitarfélögin. Hinir verða að bora í nef sér eftir æti!! Og enn minnkar atvinnuleysið í huga forsætisráðherra. Þvílík endaleysa!!
Það er varla hægt að trúa því að ráðherra trúi eigin orðum, og þó. Þegar hún ítrekað heldur uppi bullinu er erfitt annað en að draga þá ályktun en að hún sé ekki vitibornari.
Forsætisráðherra fagnar minnkandi atvinnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eða gera sér það upp af skömm??:) En hvað á að gera við allt fólkið sem fær ekki vinnu og missti hana af óviðráðanlegum ástæðum sem voru ekki þeirra sök? Fólk sem er vel vinnuhæft og vill vinna? Það er verið að eyðileggja líf fólks.
Elle_, 15.7.2012 kl. 22:58
Auðvitað er gott fyrir það fólk sem er atvinnulaust að fá eitthvað að gera, jafnvel þó um atvinnubótavinnu sé að ræða. Ég er ekki að gagnrýna það. Það sem ég gagnrýni er að stjórnvöld skuli telja slíkar aðgerðir sem minnkun á atvinnuleysi. Það er það ekki, a.m.k. ekki vanda ríkissins vegna þess. Einungis er verið að færa þann vanda á milli vasa. Taka úr einum yfir í hinn. Klassísk kratísk hugsun!
Það er engum hollt að sitja heima og horfa í gaupnir sér, en atvinnubótavinna er engin lausn atvinnuleysisins, veitir einungis tímabundna vinnu sem svo er tekin aftur.
Atvinnuleysi verður einungis minnkað með því að stjórnvöld fái svo búið um að fyrirtækjum sé fært að starfa og eflast. Að fólki sé gert fært að stofna ný fyrirtæki sem framleiða verðmæti. Sífellt hærri skattlagning og nýir skattar, auk skrifræðis, heldur niðri allri löngun og getu til að svo megi verða. Það er þetta sem er að eyðileggja líf fólksins í landinu! Afturhald andskotans!!
Varðandi þá sem ég nefni að geri sér upp minnisleysi af skömm, þar sem þú setur tvöfallt sprningarmerki, Elle, þá er ég þar að tala um þá "sænsku séníin" sem hugsanlega eru enn á lífi. Þar er ég að tala um höfunda þeirrar kratastefnu sem til varð á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, stundum nefnt "norræna velferðarkerfið". Svíar gengu lengst í þessari stefnu en skip hennar strandaði fyrir síðustu aldamót og sennilega fáir, nema auðvitað hörðustu kratar, sem vilja kannast við þessa stefnu. Enda hugmyndafræði hennar einföld; fyrst er skattlagt og síðan er því skattfé skilað til baka, eftir að stjórnmálastéttin hefur tekið sinn toll. Reyndar ekki alveg svona einfallt, því einungis þeir sem eru hliðhollir stjórnmálastéttinni fá endurgreitt.
Engum hefur þó tekist á vitrænann hátt að útskýra í hverju jöfnuður þessarar stefnu er fólginn. Því tel ég að þessi "sænsku séní" sem enn eru á lífi og með fullri vitund, geri sér upp minnisleysi af skömm!!
Gunnar Heiðarsson, 15.7.2012 kl. 23:44
Já, ég skildi hvað þú meintir, Gunnar. Kannski pössuðu spurningamerkin ekki þarna en mér fannst þetta sniðuglega orðað. Takk samt fyrir útskýringuna.
Elle_, 16.7.2012 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.