Draumur eða martröð

Draumfarir fólks eru mismunandi, en sammerkt með draumum er að þeir eru oftar en ekki í neinum takti við raunveruleikann. Svo virðist einnig vera um draumfarir Jóhönnu Sigurðardóttur, a.m.k. er það sem hún kallar draum, í flestra hugum okkar Íslendinga martröð.

Svo eru sumir haldnir dagdraumum, en slíkt fólk á það til að festast í sínum dagdraumum og gleyma raunveruleikanum. Fólk sem haldið er slíkum kvilla hefur sjaldan verið til stórræða, ekki vel til fallið að leiða aðra. Dagdraumafólk hefur hins vegar oft orðið gott á hinum skapandi sviðum skáldlegra menningar. Og víst er að ræða Jóhönnu í dag er meira í ætt við skáldskap en raunveruleika.

Dagdraumar Jóhönnu eru einfaldir. Hana dreymir hið gyllta ESB, sem þó stendur nú í björtu báli. En eins og áður segir, þá eiga draumar ekki neitt skylt við raunveruleikann og því sér hún ekki bálið, hún sér einungis gullna akra, í stað sviðinnar jarðar skelfingarinnar.

Það má vissulega segja að við Íslendingar erum heppnir, ekki fyrir draumfarir Jóhönnu, heldur eigin dugnað. Okkur hefur tekist að þreigja þorrann, þrátt fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Okkur hefur tekist að halda kúrs þrátt fyrir áttavilltan skipstjóra, sem er föst í sínu draumalandi!

Vorið 2009 var kosið til Alþingis og illu heill komust afturhaldsöflin til valda, undir stjórn hinnar dreymnu Jóhönnu og sviksama Steingríms. Þeir sem þekkja sögu okkar lands, eða nenna að kynna sér hana, vita að í hvert sinn sem vinstri öfl hafa náð fótfestu í stjórnarráðinu, hefur orðið stöðnun. Bæði á sviði uppbyggingar en ekki síður á kjörum fólks. Laun hafa þá einatt staðið í stað og skattlagning farið úr öllum böndum. Þetta er auðvitað gert í þeim tilgangi að "jafna" kjörin, en sá jöfnuður hefur einatt verið á einn veg, niður á við. Þetta hefur einnig verið gert í þeirri trú vinstrimanna að alríkið sé almáttugt!!

En vorið 2009 var mjög svo sérstætt. Bankarnir höfðu hrunið nokkrum mánuðum fyrr, sumpart vegna afskiptaleysis og sofandaháttar stjórnvalda, en einkum þó vegna þess að glæpamönnum hafði tekist að ná bönkum á sitt vald og stjórnuðu þeim á siðlausann hátt sér sjálfum til framdráttar. Því var í sjálfu sér eðlilegt að þeim flokkum sem höfðu komið að stjórn landsins yrði hengt í þeim kosningum. Og svo fór, þó Samfylkingin hafi sloppið nokkuð vel við þá hegningu kjósenda.

Eftir kosningarnar vorið 2009 og mynduð hafði verið ríkisstjórn vinstiflokkanna, höfðu þeir loks tækifæri til að sýna getu sína. Allar forsendur voru til að sýna þjóðinn að flokkar, vinstarmegin á litrófi íslenskra stjónmála, gætu stjórnað vel. Landið var í rúst og hugir fólks utan hins raunverulega. Því hefði sú ríkisstjórn sem mynduð var vorið 2009 átt að geta sameinað þjóðina. Hún hafði vissulega traust þjóðarinnar, sennilega mesta traust sem nokkur ríkisstjórn hefur haft við byrjun síns tíma.

En stjórnarherrarnir, hin dreymna Jóhanna og hinn sviksami Steingrímur, ákváðu að skipta þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. Þetta var gert strax á upphafsdögum þessarar ríkisstjórnar með umsókn inn í draumalandið hennar Jóhönnu, ESB. Síðan hefur hvert málið af öðru orðið til þess að espa þessar fylkingar hver mót annarri og nú svo komið að meirihluti ríkisstjórnarinnar á Alþingi er í raun fallinn og traust þjóðarinnar á henni komið í sögulegt lágmark! Á einungis þrem árum hefur hinni "tæru vinstristjórn" tekist það ómögulega, að missa traust sitt hjá þjóðinn, frá því að vera með því allra mesta sem þekkst hefur niður í sögulegt lágmark. Flestir stjórnarherrar líta slíkann árangur sem martröð, en ekki hin dreymna Jóhanna. Fyrir henni er þetta fagur draumur!!

Maður veltir oftar og oftar upp þeirri hugsun hvernig ástandið hér á Íslandi væri ef þau skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur hefðu farið öðru vísi að. Ef þau hefðu kastað frá sér draumum og svikum og unnið með þjóðinni í stað þess að sundra henni. Ef beðið hefði verið með ESB umsóknina, ef staðið hefði verið vörð um hagsmuni þjóðarinnar í icesavemálinu, ef stjórnarskrármálið hefði verið betur unnið og farið eftir leiðbeiningum Hæstaréttar við kosningu stjórnlagaþings og síðast en ekki síst að skjaldborgin hefði verið byggð á þeim stað sem lofað var, um heimili landsins. Hvernig væri traustið til ríkisstjórnarinnar ef þeim hefði tekist að bera gæfu til að fara þessa leið.

Og hvernig væri traustið til ríkisstjórnarinnar ef allir þeir sem hafa haft vilja til að leggja sitt af mörkum til að koma hér hjólum atvinnulífsins af stað, hefðu ekki verið stöðvaðir með skattheimtu, regluverki og kannski því sem mestu skiptir, hringlandahátt á þessum tveim sviðum. Hringlandahátt sem hefur leitt af sér algert fráhvarf allra þessara aðila. Loforð frá hinni dreymnu Jóhönnu um þúsundir starfa duga skammt, það eru efndirnar sem telja.

Það er víst að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu erfitt uppdráttar í dag ef gæfa stjórnvalda hefði verið á þennan veg, en það sýnir kannski best hversu arfvitlaust það fólk er sem nú stjórnar, að það skuli með draumförum og svikum hafa tekist að koma vopnum í hendur stjórnarandstöðunnar.

Draumar Jóhönnu og svik Steingríms hafa tafið hér mikið fyrir. Enn hefur þeim ekki tekist að koma landinu á kaldann klaka aftur, þó vissulega þau séu búin að stórskaða eða jafnvel afmá eiginn stjórnmálaflokka!

 


mbl.is „Náð lengra en mig dreymdi um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband