"Tær snilld"
13.6.2012 | 23:15
Fyrir ekki mörgum árum féllu þessi orð frá munni eins þeirra manna sem þóttust vera að stjórna bönkum á Íslandi. Þau voru viðhöfð þegar kynnt var ný "sparnaðarleið" fyrir sparifjáreigendur, einkum ætluð erlendum aðilum. Við vitum hvernig sú "snilld" endaði. Hún var síður en svo tær.
Nú hefur ríkisstjórn Spánar farið bónleið til Brussel og fengið þar "björgunarpakka" upp á 100 milljarða evra. Þetta kallar forsætisráðherra Spánar lán, en er í raun nauðarbjörgunarpakki til varnar falli evrunnar.
Spænska ríkið fær þetta "lán" á vöxtum sem liggja á bilinu 3-4% og setur það í sérstakann sjóð sem á síðan að lána til banka landsins, á 7-8% vöxtum. Hvernig bankarnir ætla að standa undir slíkum vöxtum skal ósagt látið og ekki séð hvernig það gengur upp, en það er önnur saga. Þessir bankar munu svo auðvitað kaupa spænsk ríkishlutabréf fyrir þessi lán sem þeir fá. ´
Spænska ríkið getur þá sýnt fram á að eftirsókn sé fyrir ríkisskuldabréfum þeirra og bankarnir gulltryggja að reikningurinn muni falla á hendur atvinnulausra Spánverja!
Tær snilld, ekki satt!!
Engir aðrir kostir í stöðunni en að fá lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.