Veikleiki Steingríms verður ekki færður á þjóðina

Þó það geti verið háttur Steingríms J Sigfússonar að hlakka yfir óförum og vandræðum annara, sér í lagi ef þeir eru honum andstæðir í pólitík, ætti hann að varast að dæma aðra af þeim veikleika sínum. Steingrímur getur ekki fært þann veikleika sinn á þjóðina. Það hlakkar ekki í neinum yfir vanda evrulanda, þvert á móti hafa menn alvarlegar áhyggjur af þeim vanda og hver áhrif hans verða hér á landi.

Það er þó sá reginn munur á þeim sem æskja aðildar að ESB og þeim því eru mótfallnir, að þeir sem vilja ganga í sambandið þykjast ekki sjá þennan vanda og halda sennilega í einfeldni sinni að hann hverfi ef ekki er um hann rætt hér á Íslandi. Þeir sem eru mótfallnir aðild hafa hins vegar fylgst með þessum vanda aukast stig af stigi og rætt og ritað mikið um hann. Ekki vegna þess að það hlakki í mönnum vegna vandans, heldur af áhyggjum um hver áhrif hans verði á okkar land.

Fram undir þessa dags hafa aðildarsinnar viljað afneita þessum vanda, en nú eru flestir þeirra þagnaðir, enda ekki lengur hægt að halda því fram að vandi evrunnar sé ekki til staðar. Þó eru enn til einfeldningar sem telja að evran sé að styrkjast, sem telja að engar sérstakar breytingar muni verða á ESB og að allt sé bara í besta lagi innan evrulanda. Enn eru nokkrir einfeldningar sem telja okkur betur borgið innan brennandi húss evrunar en í öryggi krónunar!!

 


mbl.is Stöndum frammi fyrir breyttu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talaö úr mínu hjarta. Vel að orði komist.

Takk!!!

anna (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband