Kannski ætti ESB að sækja um aðild að Íslandi ?

Það væri kannski rétt að snúa umsókn okkar að ESB við og bjóða sambandinu aðilda að Íslandi, að gera þeim tilboð um inngöngu í Ísland, að bjóða þeim að aðlaga sitt regluverk að því íslenska!

En að öllu gamni slepptu, þá er athyglisvert að sjá hversu vel Íslandi hefur gengið að ná sér út úr kreppunni, þrátt fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Að vísu er nokkuð í land enn og einna helst er snýr að fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Leiðrétting á þeim gífurlegu kjaraskerðingum sem aldraðir, öryrkjar og sjúkir hafa orðið fyrir og leiðrétting þeirrar stökkbreytingar sem lán urðu fyrir við fall bankanna eru þau mál sem ekkert hefur enn verið unnið í að viti og þarf nauðsynlega að laga hið fyrsta. Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa komist að því að kostnaður við leiðréttingu lána sé svo og svo mikill, en engum hefur þó dottið íhug að reikna út hver kostnaður gæti orðið ef ekkert er að gert. Þá gæti sá bati sem hér er að sýna sig verið fljótur að hverfa og gott betur.

Þó hagvöxtur mælist nokkur hér, er hann að mestu vegna aukinnar einkaneyslu og bólgnunar á ríkisbákninu. Hvorugur þessara þátta hjálpar okkur út úr vandanum, þvert á móti. Það þarf bráð nauðsynlega að auka hagvöxt í þeim geirum sem skaffa okkur gjaldeyri, raunverulegar tekjur. Einungis þannig er hægt að komast fyrir vind. Ríkisstjórnin hefur þó markvisst staðið gegn öllu slíku, lagt steina í götu þeirra sem vilja byggja hér upp og vinnur markvisst að því að kippa rekstrargrundvellinum undan einum af stæðstu þáttum gjaldeyrisöflunar landsins.

Sá bati sem Jóhanna vísar til er ekki henni að þakka, né ríkisstjórn hennar. Sá bati er einkum vegna bráðabyrgðarlaga sem fyrri ríkisstjórn setti og bjargaði því sem bjargað var. Þá er okkar dámsamlega króna að hjálpa okkur mikið. Vegna hennar var hægt að leiðrétta gengið til samræmis við getu þjóðarinnar, eftir tímabil allt of hárrar gengisskráningu. Þetta hefur leitt til þess að jöfnuður hefur náðst í inn og útflutningsviðskiptum, en það er jú grundvöllurinn, að eyða minnu en aflað er.

Ef ríkistjórn Jóhönnu hefði tekið sitt ætlunarverk að fullu, væri landið nú komið í slæma stöðu, mun verri en á Grikklandi. Og ekki hefur verið setið auðum höndum á stjórnarheimilinu við það ætlunarverk. Icesave skömmin sem þjóðin svo loks tókst að kasta af höndum sér eftir tvennar kosningar um það mál, hefði eitt og sér komið okkar fagra landi á kaldann klaka.

Umsókn um aðild að ESB klauf annan stjórnarflokkinn strax við upphaf stjórnarsamstarfsins og hefur klofið þjóðina í tvær misstórar en stríðandi fylkingar. Við máttum síst við slíkum deilum á þeim tíma er þjóðin var í sárum eftir fall bankanna. En það var ekki vilji Jóhönnu að sameina þjóðina, heldur nýtti hún sér bágindin til að koma hugðarefni sínu að, aðildarumsókn að ESB. 

Stjónarskrármálið hefur verið sett í slíkann hnút að seint mun verða hægt að finna flöt á því máli sem mun sætta þjóðina. Þó eru allir sammála um að stjórnarskránna þarf að laga og skýra, en stjórnvöldum hefur tekist að skapa svo mikla úlfúð um það mál að vart eru dæmi um annað eins.

Þá hafa vinnubrögð stjórnvalda, bæði í svokallaðri rammaáætlun og um stjórnun fiskveiða, verðið með algerum eindæmum. Bæði þessi mál fóru í ferli sáttaleiðar, þar sem hagsmunaðilum var boðin aðkoma að málunum. Í báðum þessum málum var sú sátt sem náðist kastað fyrir róða og tekin einhliða ákvarðanir einstakra ráðherra um málin og þannig um þau bundið að gjörsamlega útilokað er að um þau náist sátt eða samstaða. Hvers vegna svo er haldið á málum er með öllu óskiljanlegt! Ef stjórnvöldum tekst ætlunarverk sitt í stjórnun fiskveiða, er allur ávinningur farinn veg allra veraldar. Þá mun þjóðin fara beina leið á hausinn!!

Hrunskýrslan kom fram með gagnrýni á stjórnarfarið. Gagnsæji væri ekki nægt, einhliða ákvarðanir einstakra ráðherra og lítið vald Alþingis voru rauði þráðurinn  í gagnrýni skýrsluhöfunda. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur gagnsæi verið með því allra minnsta frá upphafi lýðveldisins, ráðherrar taka einhliða ákvarðanir sem aldrei fyrr og oftar en ekki gegn lögum landsins, og Alþingi skal vera afgreiðslustofnun að mati ráðherra ríkisstjórnarinnar. Hverskonar umræður á þeirri stofnun sem stjórnvöldum ekki líkar, eru kallaðar málþóf.

Það er ljóst að ef við ætlum að halda því forskoti sem við höfum náð á önnur ríki Evrópu, eftir bankahrunið haustið 2008, þarf að skipta um ríkisstjórn. Þó aðgerðir fyrri ríkisstjórnar hafi bjargað miklu, þá mun sá árangur hverfa ef sú afturhaldsstjórn sem nú ríkir verður við völd áfram. Ekki er hægt að treysta stjórnarandstöðunni, einungis hluti hennar sinnir sínu starfi, flestir hinna virðast vera á Alþingi í þeim eina tilgangi að hirða laun sín. Þjóðin var vissulega heppin að hafa hér forseta sem hafði kjark til að hleypa henni að við ákvarðanatöku um icsave málið og þjóðin sýndi þá svo ekki varð um villst hver hennar vilji var. En það gæti verið kominn annar forseti eftir nokkrar vikur og ekki víst að sá standi sama vörð um lýðræðið og sá sem nú situr.

Það er ánægjulegt að sjá að Jóhanna er loks að átta sig á að sælan er ekki innan ESB, heldur á Íslandi. Það er vonandi að fleiri aðildarsinnar átti sig á þessari staðreynd og að umsókn okkar að ESB verði dregin til baka hið allra fyrsta!!

 


mbl.is Ísland fyrirmynd Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er náttúrulega fráleitt að tala um fyrirmyndir í þessu efni, skv. nýjustu tölum þurftu þýskir bankar að afskrifa 8,5 milljarða á hvert íslenskt mannsbarn!! Tjónið var svo skelfilegt og munu Þjóðverjar líklega gleyma þessu seint. Þjóðin tók loks í taumana í icesave málinu og bjargaði sér naumlega frá gjaldþroti ... nýjustu fréttir eru að alvarleg misnotkun átti sér stað í sparisjóðunum ... hvernig í ósköpunum er hægt að tala um fyrirmynd!?

nonni (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 21:59

2 identicon

Við eigum langt í land. Takið eftir að það hefur engu verið breytt í íslensku fjármálakerfi. Stjórnsýslan hefur lítið breyst, þ.e.a.s. hún hefur enga stjórn á efnahagsmálum. Hagvöxtur dagsins í dag er skuld morgundagsins. Meira að segja ASÍ ætlast til þess að hagvöxtur sé fenginn að láni í gegnum verðtrygginguna. Við eigum eftir að sjá þetta allt aftur. Íslenska þjóðin þarf að ná að knýja fram raunverulegar breytingar og íslenskir einstaklingar (lesist; nánast hver einn og einasti Íslendingur) þurfa sjálfir að gera miklar breytingar á sínum málum.

KIP (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 23:29

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega rétt KIP, það er enn mjög langt í land.

Fjármálakerfið hefur verið byggt upp aftur, en á sama grunni og áður og undir sömu röngu formerkjum. Stjórnsýslan, sem vissulega var gagnrýniverð fyrir hrun, hefur snar versnað. Hagvöxturinn sem mælist er vissulega skuld framtíðar og ASÍ hefur yfirgefið launafólk og sest á bekk hjá fjármálaöflunum.

Og vissulega þarf hver að leggja sitt af mörkum, hver einstaklingur og hvert fyrirtæki, en þó fyrst og fremst stjórnvöld. Vissulega hafa margir einstaklingar og fyrirtæki tekið til hjá sér, leggja meiri áherslu en áður á að greiða niður sín lán. En þar er við ramman reip að draga.

Þær litlu aðgerðir stjórnvalda til hjálpar lánþegum hafa flestar verið á þann veg að þeir sem lifðu sem hæðst fyrir hrun og skuldsettu sig langt umfram getu eru verðlaunaðir, meðan hinir forsjálu sem skuldsettu sig minna og höfðu gott borð fyrir báru, fá ekki neitt.

Þegar hlutum er snúið svo á hvolf, er eðlilegt að margur hugsi sem svo að ekki borgi sig að sýna forsjálni. Þeim verði einungis hengt á meðan hinum óforsjálnu er hampað.

En sem betur fer er stæðsti hluti þjóðarinnar sem áttar sig á að þessi boðskapur stjórnvalda mun ekki ganga upp og hafa því tekið á sínum málum með því að greiða heldur niður sínar skuldir.

Það er þó stór hluti sem ekki hefur getu til þess að greiða niður sínar skuldir, þó glaður vildi. Sá hópur fer stækkandi. Það er sá hópur sem hefur getað haldið sínum fasteignum með því að ganga á sinn sparnað, hvort heldur hann var í fasteigninni sjálfri eða á bankabókum. Nú er sá sparnaður upp urinn og ekkert nema hörmungin framundan. Það er þessi hópur sem þarf aðstoð og hann fer sífellt stækkandi. Verði ekkert að gert honum til aðstoðar mun illa fara.

Það er talað um að kostnaður við að koma þessum hóp til hjálpar kosti mikla peninga, en kostnaðurinn við að gera ekkert verður miklu mun meiri. Sá kostnað sem hlýst af því að gera ekki neitt er ofvaxinn getu þjóðarinnar!

Það eru til tvær leiðir út úr vanda þessa fólks. Önnur er bein lækkun lána um einhverjar prósentur og afnám verðtryggingar. Hin er að auka hér uppbyggingu með tilheyrandi atvinnu og hærri launum fyrir fólkið. Sambland þessara tveggja þátta er þó sennilega besta lausnin. Með því að stuðla að þessu geta stjórnvöld verið viss um að þjóðarbúið réttir úr kútnum.

En gæfa stjórnvalda er ekki meiri en svo að vart er hægt að hugs sér annað eins rugl. Atvinnuuppbyggingu er haldið niðri, unnið er markvisst að því að eyðileggja þá atvinnu sem þó enn er í gangi og ofaná allt annað rugl, eru aðgerðir stjórnvalda til handa þeim sí stækkandi hóp sem er í vanda staddur, til þess eins að auka á óréttlætið og þeim hampað sem síst skildi.

Gunnar Heiðarsson, 13.6.2012 kl. 00:36

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðverjar geta sjálfum sér um kennt að hafa lánað Íslensku útrásarbjálfunum Nonni. Hverskonar bankar eru það sem athuga ekkert um stöðu lántaka? Þeir vissu nokk að þetta var too good to be true.  Ég aumkast ekkert yfir þá, því þeir létu græðgina hlaupa með sig á gönur.  Annað hvort vissu þeir af áhættunni eða þá að þeir eru fífl.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.6.2012 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband