Stór orð frá litlum manni !!
7.6.2012 | 20:46
Þór Saari hefur uppi stór orð. Hann segir þá sem mótmæltu í dag vera leiguþý útgerðarmanna.
Það er merkilegt að sá maður sem komst á Alþingi eftir mótmæli gegn valdstjórninni, skuli nú ásaka þá sem nú mótmæla fyrir að vera leiguþý! Það veltir vissulega upp þeirri spurningu hverra leiguþý voru sem mótmæltu veturinn 2008 - 2009.
Staðreyndin er hins vegar einföld, mótmælin nú eru af sama brunni og þau sem haldin voru veturinn eftir hrun bankanna. Fólk mótmælir vegna þes að það er ósammála valdstjórninni!
Mótmælin í dag voru til að mótmæla lögum sem stjórnvöld eru að nauðga gengnum Alþingi, lögum sem munu í besta falli gera sjávarútveg á Íslandi ósamkeppnishæfann, en í versta falli leggja hann af með öllu. Hvar nákvæmlega þar á milli skaðinn verður getur enginn sagt til um ennþá, en ef besta mynd mun byrtast er landið komið í mikinn vanda og mun sá vandi aukast eftir því sem skaðinn verður meiri.
Þeir sem mótmæltu í dag voru þeir sem vita um hvað málið snýst, enda byggja þeir sína lífsafkomu á fiskveiðum. Þeir vita sem er að hvað sem sagt er og lofað, þá munu þessi lög bitna á þeim beint. Þeir eru ekki hagfræðingar eða þingmenn, þeir eru hetjur okkar lands, sjómenn!!
Að ætla einhverjum þann þrælsótta að sækja mótmælafundi vegna þess að þeim er skipað slíkt, er ekki nema á færi þeirra sem slíkum ótta eru haldnir sjálfir!! Íslenskir sjómenn eru meiri menn en svo, þó sumir þingmenn og einstaka forystumenn stéttarfélaga séu svo litlir í sér og haldnir þrælsóttanum!
Íslenskir sjómenn voru að mótmæla að eigin hvötum, ekki neinna annara. Það mun bitna á þeirra fjölskyldum ef frumvörp sjávarútvegsráðherra fer í gegnum Alþingi, ekki hagfræðingum við Háskólann eða þingmönnum. Að vísu geta hagfræðingar og þingmenn gert ráð fyrir að innan mjög fárra ára verði heldur minna fé til skiptanna í landinu, ef þá nokkurt, að Háskólinn muni þurfa að skera verulega niður og að laun þingmanna muni lækka mikið. En Þór Saari þarf litlar áhyggjur að hafa af því, þar sem hann á einungis eftir eitt ár á Alþingi. Eftir það getur hann fundið sér annað starf, erlendis.
Í dag var verið að mótmæla ríkisstjórn sem fyrir löngu hefur sýnt að hún er ófær að vinna sína vinnu, ræður ekki við það verk sem henni var treyst til og hefur glata því trausti með öllu!!
Atvinnumótmælendur og þý sægreifa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar síðuskrifari,ef einhver er lítill maður að þá ert það þú.
Fyrirsögn þín á þessum pistli virðist sýna innræti þitt.
Hafðu skömm fyrir þú annars ágæti pistlaskrifari.
Númi (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 22:30
Takk fyrir hólið Númi, en hvað er það annars við þessi skrif sem feri í taugar þér?
Er það sú staðreynd að vera Þórs Saari á Alþingi er tilkomin vegna mótmælaaðgerða veturinn eftir hrun?
Er það sú fullyrðing mín að sjómenn hafi sjálfviljugir komið á mótmælafundinn?
Er það sú fullyrðing mín að sjómenn Íslands séu hetjur landsins?
Er það sú fullyrðing mín að margir þingmenn og hagfræðingar eru haldnir þrælsótta að háu stigi?
Er það sú fullyrðing mín að frumvörp sjávarúvegsráðherra, sem sjómenn voru að mótmæla, muni bitna beint á fjölskyldum þeirra?
Eða er það sú fullyrðing mín að ríkisstjórnin stendur ekki undir orði og hefur glatað trausti þjóðarinnar?
Það er hverjun frjálst að hafa sínar skoðanir, einnig þér Númi. En þegar þú gerir athugasemdir við skrif einhverra, vegna þess að þér líkar þau ekki, er lágmark að tilgreina hvað það er sem þér ekki líkar, svo auðveldara sé fyrir síðuhöfunda að rökstyðja sitt mál.
Varðandi fyrirsögnina er það eitt að segja að orð Þórs Saari eru þarna stór. Hann ásakar menn fyrir að vera leigþý einhverra og varla hægt að setja fram stærri orð af þeim sem hafur verið valinn af þjóðinni til að setja lög í landinu!!
Og allir vita að hæð mannsins er ekki mikil, en kannski á ekki að gera grína að því.
En við verðum þó að skilja aðstöðumun okkar, míns og Þórs. Hann er þingmaður og eftir hans orðum er tekið, ég er aumur bloggari sem hef tiltölulega fáa lesendur.
Að segja að Þór hafi sagt stór orð er hverju orði sannara, hugsanlega hefði ég mátt sleppa því að vísa í stærð hans, en sú sök er lítil miðað við orð Þórs Saari sjálfs, í garð sjómanna!!
Gunnar Heiðarsson, 8.6.2012 kl. 08:14
Fínn pistill hjá þér hér á ferð.Ég les alltaf blogg þitt og er frekar sáttur við þín skrif,en það sem pirraði mig þarna er að þú ritar ´´litlum manni´´að mínu mati á ekki að gera grín að vaxtarlagi fólks,það er mannskemmandi fyrir alla.
Númi (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.