Með ofbeldinu skal það haft

Enn sýna stjórnvöld hversu vanmáttug og getulaus þau eru. Alþingi, sem átti að fara í frí í síðustu viku er haldið gangandi og ekki í sjónmáli hvenær því muni ljúka. Allt vegna getu- og stjórnleysis stjórnvalda. Ríkisstjórnin heldur landinu í gíslingu.

Það er eftir að afgreiða stór mál frá Alþingi og sum þeirra eru enn í nefndum. Að sú staða skuli vera uppi nokkrum dögum eftir að þinglok ættu að vera afstaðin og sú staðreynd að ekki sjái enn fyrir enda þessa, er einkum vegna slælegra vinnubragða stjórnvalda.

Þessi mál er lögð seint fyrir þingið og í þokkabót vægast sagt illa unnin, vart þingtæk.

Þau tvö mál er snúa að stjórn og skattheimtu fiskveiða fengu falleinkun allra umsagnaraðila. Það tók stjórnvöld meira en mánuð að sættast á þá niðurstöðu og þá loks var hafist handa við að "laga" þau. Breytt var orðalagi þess frumvarps er sneri að skattheimtu á fiskveiðar, svo það liti út sem skattheimtan yrði minni, en þegar betur var að gáð verður hún nánast sú sama og í fyrra frumvarpi.  Enn er verið að berja saman einhverjar breytingar áfrumvarpinu um stjórn fiskveiða og ef að líkum lætur er verið að leyta að orðalagi til að reyna að plata fólk. Það er það eina sem stjórnvöld virkilega kunna, að ljúga!

Þessi tvö mál eru stór, um það efast enginn. Það eru líka flestir sammála um að laga þarf lög um stjórnun fiskveiða og sníða þar ýmsa galla af. Það verður þó aldrei unnið nema í sátt þá aðila sem byggja sína afkomu á veiðum, vinnslu og sölu sjávarafurða.  Og þar er um að ræða alla þjóðina, þó sumum finnist sem þeim komi þetta mál ekki við. Að ætla að breyta þessu kerfi í ósátt, er bein ávísun á óöld og skærur, auk þeirrar áhættu af sjálfri breytingu laganna fyrir hagsmunaaðila og þjóðina.

Þá er enn eftir að afgreiða frumvarp um svokallaða rammaáætlun. Þ.e. um hvernig skuli farið með stjórn auðlinda landsins á sviði raforkuframleiðslu. Þar var merkilegt starf unnið og sýndu stjórnvöld smá vott af þroska, þegar sest var niður með öllum þeim sem telja sig það mál varða. Niðurstaða þess var merkilegt plagg sem lagt var fyrir ríkisstjórn og hefði verið auðvelt að útbúa sem frumvarp til laga. Flestir sáu þó einhvern ágalla, en þetta var niðurstaða sem allir voru tilbúnir að gangast að og því ekki mikið mál að koma því í gegnum þingið sem lög.

En einn ráðherra sem kom höndum yfir þetta merkilega plagg ákavað að setja það beint í pappírstætara ráðuneytisins. Niðurstaða þessa samráðshóps sem plaggið samdi, var ráðherra ekki að skapi!!

Hún ákvað að hafa nú "vit" fyrir smælingjunum og koma með sitt eigið frumvarp um stjórn og vinnslu raforku í landinu. Það kallaði hún "rammaáætlun", sama nafni og hið merkilega plagg sem áður hafði verið komið til hennar, en var að flestu eða öllu leiti allt annað!

En svo uppsker sá er sáir. Og vissulega varð uppskera ráðherrans slæm, nánast eingöngu illgresi!! Henni tókst að fá alla aðila upp á móti sér, bæði þá sem eru andvígir öllum virkjunum og þá sem vilja virkja sem mest. Ráðherra tókst í einni svipan að rústa þeirri sátt sem hafði verið mynduð og koma málinu í algerann hnút. Nú sitja nefndarmenn sveittir við að leita leiða til að leysa þennan vanda sem ráðherra hefur skapað. Umsagnir um frumvarp hennar eru svo margar og ýtarlegar að sennilega verður sól farin að lækka verulega á lofti þegar nefndarmenn hafa yfirfarið þær allar. Þá á eftir að gera tilraun til að lagfæra frumvarpið með tilliti til þeirra umsagna og gera ráðstafanir til að ráðherra setji ekki þá niðurstöðu í pappírstætara ráðuneytisins.

Þau stjórnvöld sem nú ráða ríkjum í stjórnarráðinu hafa engan vilja til samstarfs við þjóðina og því síður þingið. Það sýna þessi vinnubrögð þeirra. Alþingi er gert að afgeiðslustofnun, þrátt fyrir að ein megin athugasemd höfunda hrunskýrslunnar hafi einmitt verið við þann þátt. Þegar einhver lætur svo lítið að vilja ræða umdeild mál á þing, er það kallað málþóf.

Þau þrjú stóru mál sem að ofan er fjallað, eru þau mál sem stjórnvöld ætla sér að keyra gegnum Alþingi á þessu þingi og ofbeldi skal beytt ef ekki annað dugar. Þó eru öll þessi mál svo illa unnin að þau eru vart þingtæk og sátt um þau víðs fjarri, bæði inna Alþingis og meðal þjóðarinnar. Þessum málum öllum á að fresta til næsta þings og freista þess að ná sátt um þau í sumar. 

Það er öllum ljóst að stjórn fiskveiða þarfnast endurskoðunnar. Þar er margt sem betur má fara. Margir eru á því að auka eigi skattheimtu á þá sem veiða og vinna fisk. Rammaáætlun um raforkuvirkjanir er bráð nauðsynleg.

En stjórnvöldum hefur tekist með sínum einstæða hætti að klúðra málum svo heiftarlega, að óvíst er að nokkur sátt náist um þessi mál á næstunni, hefur tekist að rústa þeirri vinnu sem þó er að mörgu svo nauðsynleg. Það get hugsanlega liðið nokkur ár eða jafnvel nokkur kjörtímabil, þar til sátt næst aftur. Svo hefilega hafa stjórnvöld spilað úr þessum málum!

Þessi ríkisstjórn virðist hafa það eina markmið að sundra sem mest og búa til sem mesta illindi meðal hópa innan samfélagsins.

Virðist hafa það eina markmið að eyðileggja!!


mbl.is Þinglok ekki í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Burtséð frá hvaða stjórn er við völd, þá finnst mér furðulegt að þing skuli ekki starfandi 12 mánuði á ári. Á öðrum vinnustöðum er sett inn afleysingafólk þegar starfsfólk fer í frí, af hverju er ekki hægt að gera það á hinu lága alþingi líka? Það er oft kallaðir inn varamenn á þetta blessaða alþingi, því þá ekki þegar þingmenn þurfa út í kjördæmin eða í sumarfrí.

Síðan er auðvitað stórkostlega kaldhæðnislegt að SJS sé að kvarta undan málþófi :) var hann ekki manna harðastur í því :)

Einnig þarf að koma á persónukjöri svo hægt sé að losna við ónothæfa þingmenn sem lenda af "gömlum vana" efst á listum og hafa þar með örugg sæti.

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 10:30

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Lárus, að rök fyrir sumarfríi þingmana í marga mánuði eru haldlítil í dag. En þá á líka að breyta þingskaparlögum til samræmis við það. Að ætla að halda þinginu gangandi til að nauðga fram mál er ekki ásættanlegt.

Það er fleira sem hægt væri að gera til að laga þingstörfin, eins og t.d. að mál sem ekki næst að afgreiða fyrir sumarlokun þings, haldi áfram þegar þing kemur aftur saman. Að ekki þurfi að byrja aftur á byrjun mála. Mál ættu einungis að falla af þingi við kosningar til Alþingis, þannig að nýjir þingmenn væru ekki bundnir því sem þeir sem frá fóru höfðu undirbúið. Þetta væri t.d. hægt að gera með því að hvert löggjafaþing starfaði milli kosninga, með hléum yfir sumrin, í stað eins löggjafaþings á ári.

Það er þó svo merkilegt að ekki á neitt að taka á þessum vanda í tillögum stjórnlagaráðs.

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2012 kl. 11:48

3 identicon

Sammála þér :) Góð hugmynd að mál sé opið milli þinga.

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband