Steingrímur er ekki með öllum mjalla !

Steingrímur segist ekki ætla að varpa skugga á hátíðisdag sjómann með því að ræða um þær deilur sem eru innan Alþingis, samt ræðir hann þau mál. Hann fullyrðir að í engu muni þau nýju lög, sem hann berst fyrir á Alþingi, skaða sjómenn. Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu er með öllu óskiljanlegt. Fyrirtæki sem skattpínd eru til andskotans geta varla greitt há laun til sinna starfsmanna. Er ráðherrann virkilega svo nautheimskur að halda að sægreifarnir muni taka allann þann skatt úr eigin vasa? Er ekki nær að halda að þeir leiti frekar í vasa sinna starfsmanna, þ.e. ef þeir einfaldlega gefast ekki bara upp og nýta sitt fé annarstaðar, þar sem þeir geta ávaxtað það í friði fyrir þeim afturhaldsöflunum sem hér tröllríða öllu samfélaginu!!

Þá segir Steingrímur að sjómenn leggja gríðarlega af mörkum til samfélagsins, en telur þó sjálfsagt mál að taka sjómannaafslátt af þeim, afslátt sem á rætur sínar að rekja til aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum sjómanna og því hluti þeirra kjara sem sjómenn hafa barist fyrir!

Ef það var meining Steingríms að hann vildi ekki varpa skugga á hátíðisdag sjómann, hefði hann haldið sig innandyra í allan dag. Passað sig á að enginn, ekki nokkur sjómaður, sæji andlitið á sér eða heyrði rödd sína. Með því einu hefði hann getað leift sjómönnum að halda upp á sinn hátíðisdag, en sú hátíð er þó haldin undir dökkum skugga gerða ráðherrans á Alþingi, þar sem lífsafkoma sjómanna er lögð að veði!!

 


mbl.is Vildi ekki varpa skugga á daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér finnst koma til greina að útgerðin greiði sjómönnum dagpeninga líkt og öll fyrirtæki landsins gera ef þau senda mann úr landi eða í annan landsfjórðung. Jafnvel þótt sé aðeins hluti úr vinnudegi. Skattfrjálst - auðvitað!

Þá þarf ekki lengur að rífast um þennan nánasarlega sjómannafrádrátt.

Kolbrún Hilmars, 3.6.2012 kl. 18:10

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nokkuð til í þessu, Kolbrún, þ.e. ef tengja á sjómannaafsláttin við fjarveru frá heimili.

Hitt er svo annað mál að þessi afsláttur kom til á sínum tíma vegna þes að ekki gekk saman í kjarasamningum milli útgerða og sjómanna og ríkið skar á þann hnút með því að bjoða þennan afslátt.

Það er í raun síðari tíma skýring á afslættinum að hann sé vegna fjarveru frá heimili. Sú skýring varð til þegar þessi skattafsláttur var gagnrýndur og svona einhverskonar réttlæting hans, að þetta væri smá uppbót í ætt við dagpeninga vegna fjarveru.

Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er hluti kjara sjómanna, komin til vegna kjarabaráttu. Því er afnám þessa afsláttar kjaraskerðing og í raun uppsögn kjarasamnings. 

Vanalega eru kjarasamningar gerðir milli atvinnurekenda og launþega. Þegar ekki nær saman milli þessara aðila á ríkið stundum til að skipta sér af málum. Hvort það er rétt má deila um, en um leið og ríki hefur afskipti af kjarasamning, er það orðið aðili að honum og verður því að standa við sinn hlut. Það getur ekki einhliða dregið sig út með sitt framlag án þess að eitthvað komi í staðinn.

Þetta er mergur málsins og því með öllu óskiljanlegt að forusta sjómanna skuli hafa látið þetta ganga yfir sína umbjóðendur. Forustan átti að gera ríkisvaldinu grein fyrir því að þetta yrði ekki gert nema í sambandi við gerð kjarasamninga. Að öðrum kosti yrði svo litið á að samningur væri fallinn og það ferli sem því fylgir yrði sett af stað af fullum krafti!

Gunnar Heiðarsson, 3.6.2012 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband