Steingrímur neitaði að taka við Grikklandi - þar með er út um evruna !
20.5.2012 | 18:55
Í kvöldfréttum RUV fékk Steingrímur æðstiráðherra sinn tíma til að tjá sig. Þar lofaði hann sjálfan sig og stjórnkænsku sína. Taldi að vegna hans væri Ísland að ná sér út úr því efnahagslega óveðri sem það hefur verið í.
Auðvitað vita allir að sá árangur sem hér hefur náðs er vegna neyðarlaga fyrri stjórnar og afskipta forsetans og þjóðarinnar af stjórn landsins. Kænska Steingríms kemur þar hvergi nærri, þvert á móti væri landið nú komið á hausinn ef farin hefði verið sú leið sem hann ætlaði!
Því má segja að Ísland sé þó ekki verr sett en raun ber vitni, þrátt fyrir þá ríkisstjórn sem hér ríkir!!
En sjálfshóli Steingríms var þó ekki lokið eftir þennan lestur, heldur sagðist hann hafa verið spurður erlendis hvort hann ætti bara ekki að taka við Grikklandi. Hann segist hafa hafnað því boði! Þar með er væntanlega út um björgun evrunnar, þegar hellsti "snillingur" vesturlanda neitar að að koma til hjálpar!!
Það þarf vart að taka fram að fréttamenn RUV voru ekkert að ónáða Steingrím með erfiðum spurningum, heldur fékk hann að lofa sjálfan sig í friði!!
Athugasemdir
Þetta fréttainnslag var úr ESBsilfri Egils, svo auðvitað var ekki mikið um gagnrýnar spurningar.
En ætli Agli líði ekki illa núna, þegar honum er ljóst að hans ástkæra Grikkland muni falla vegna þess að Steigrímur vill ekki gefa örlítið af sinni "snilli", því til hjálpar?!
Þá er spurning hvort Steingrímur hafi ekki með þessari neitun sinni bakað sér ævarandi andúðar Egils og að hann verði gerður burtrækur um aldur og ævi úr ESBsilfrinu?!!
Gunnar Heiðarsson, 20.5.2012 kl. 19:31
Ekki verður Jóhanna kát ef evran fer til andskotans vegna kæruleysis Steingríms. En kanski sendir Steingrímur snillinginn duglega hann Svafar.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.5.2012 kl. 20:29
Sá gæti nú tekið til hendinni, einhver mesti samningasnillingur nútímans!!
Gunnar Heiðarsson, 20.5.2012 kl. 20:37
Ég vorkenni þó Jóhönnu ekkert. Hún má gráta mín vegna!
Gunnar Heiðarsson, 20.5.2012 kl. 20:38
Ég held að nornir gráti ekki, þær öskra.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.5.2012 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.