Forgangur að borga niður skuldir
19.5.2012 | 00:03
Það á að vera forgangsmál stjórnvalda að greiða erlendar skuldir ríkissjóðs. Þetta þarf þó að gera án frekari skerðingar á grunnþjónustunni, þar hefur þegar verið gengið of langt!
Það er síðan stjórnvalda að vera ekki að flækjast fyrir þeim sem vilja auka hér verðmætasköpun. Að leggja ekki sífellt steina í götu þeirra sem vilja efla útflutningverðmæti þjóðarinnar!
Ef stjórnvöld sjá fram á tekjur upp á 39 milljarða króna, á fyrst að skila einhverju til baka af því sem tekið hefur verið út úr velferðarkerfinu, hjúkrunar og menntakerfinu. Það sem eftir er á að nota til niðurgeiðslana á erlendum lánum ríkissjóðs.
Ríkið á ekki að vasast í atvinnuuppbyggingu, það nægir að hún sé bara ekki fyrir. Ísland er með gjöfulustu löndum heims, bæði til lands og sjávar. Því eru nægir til að taka til hendinni, en þeir þurfa frið frá stjórnvöldum, frið frá sífeldum afskiptum og óöryggi í skattamálum!
Ef þetta væri látið ganga eftir, ef þeim fjölda framtaksamra einstaklinga sem vilja leggja á sig að koma hér hjólum atvinnulífsins á fullt skrið, væri gert það mögulegt án afskipta stjórnvalda, þarf enginn að óttast neitt. Fólk mun fá atvinnu, launakjör munu batna og þá mun ríkissjóður fljótt fá tekjur til að greiða niður erlend lán sín!
En stjórnvöld verða þá að skilja hvert hlutverk þeirra er. Það er langt frá því að núverandi stjórnvöld skilji það. Þar ríða afturhaldsöflin röftum!!
Færir Bjarta framtíð nær stjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Mikið til í þessu hjá þér.
Vandinn er bara að stjórnmálamenn virðast engan veginn átta sig á því að með því að lækka % opinberra álagna aukast tekjur hins opinbera, sagan geymir fjölmörg dæmi um þetta - bæði innlend sem erlend.
Það er í sjálfu sér einfalt að snúa þessa kreppu hér niður:
1) Skera þarf niður útgjöld ríkisins um ca. 50-60% á næstu 1-2 árum og leggja niður heilu ríkisstofnarnir. Hægt væri að byrja á því að fækka þingmönnum (23 er nóg) og leggja niður störf aðstoðarmanna þeirra og aðstoðarmanna ráðherra
2) Samhliða þessu þarf að lækka opinberar álögur verulega, tekjuskatt má fara með niður í 9%, vsk 9% og skatt á fyrirtæki niður í 9%.
3) Fækka og afnema alls kyns reglur sem gera ekkert annað en veita opinberum starfsmönnum vinnu og hefta verðmætasköpun.
4) Opna fyrir einkaframtakið. Nú virðist vera lokað á það víða hérlendis.
Ef þetta yrði gert myndi kreppan hverfa á 18-24 mánuðum - við höfum sögulegt dæmi því til staðfestingar.
Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar kemur að vanþekkingu stjórnmálamanna í efnahagsmálum.
Helgi (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 06:41
Sælir, Helgi, "1) Skera þarf niður útgjöld ríkisins um ca. 50-60%" Það virkar ekki að skera sig út úr kreppu og hefur aldrei gert. Það að reka ríki og sveitarfélag er ekkert í líkingu við að reka fyrirtæki og heimili. Til að reka heimili og fyrirtæki þarf að tryggja að gjöld fari aldrei yfir tekjur en með ríki er þetta öðruvísi. Ef ríkið segir upp 100 manns þá bætirst bara við 100 á atvinnuleysisbótum, með öðrum orðum; í stað þess að vinna í hægri vasanum(við eithvað skynsamlegt) þá vinnur fólkið í vinstri vasanum(bótum). Þar fyrir utan er fækkun þingmanna hápólitíst mál sem snertir þungt á landsbyggðinni og jaðrar við svik við hana.
Annars, hvað sérð þú fyrir þér að yrði skorið niður(helgi) um 50-60% þegar vaxagjöld eru um 40% af útgjöldum ríkisins? Það sem þú ert að segja er að skera allt annað um 80-90% svo sem skóla, heibrigðisþjónustu, vegagerð og stjórnkerfi.
Annars er það rétt hjá þér að ef skattar myndu lækka myndi koma meira inn í ríkiskassan, en 9% tekjuskattur? Hvernig skiptist það á milli ríkis og sveitarfélaga? Að mínu mati ætti vaskurinn að vera 15% en þar skilar hann mestu og tekjuskatturinn óbreittur nema að fækka skattþrepunum niður í 1 og hafa það bundið við laun forseta Íslands. En prósentan ætti það að vera 50% en meðalmaðurinn nær ekki þessari upphæð. Annars er 3 og 4 alveg rétt hjá þér þó fara þurfi varlega út í 3.
Gunnar; ég held að þessir 39 miljarðar muni bara minnka innkomuna um 40-50 miljarða annarstaðar. En ef ríkistjórninni er svona annt um byggingu jarðgangnagerðar þá mega þau alveg nota eithvað af þeim fjármunum sem eru eyrnamerktir samgöngumálum til þess en ríkið fékk 114 miljarða árið 2011 en eyddi aðeins 27 miljörðum þangað sem það átti að fara.
Það er fyrir langu komin tími fyrir þessa ríkisstjórn til að fara frá.
Brynjar Þór Guðmundsson, 19.5.2012 kl. 09:13
Helgi, það er mikið til í þessu hjá þér, en hvort hægt sé að skera niður í ríkisrekstri um 40 - 50% efa ég þó. Það er vitaðað heilbrigðis og menntakerfi, grunnþjónustan, er mjög stór hluti ríkisrekstrar og þar þarf að fara virkilega varlega. Það má hins vegar nánast þurka út allan annan rekstur ríkissjóðs. Skattahugmynd þín er góð.
Brynjar, auðvitað er ljóst að ef ríkið innheimtir þessa 39 milljarða eftir þeim leiðum sem það ætlar sér, mun tekjuskerðingar sem nema margfaldri þeirri upphæð koma á móti. Niðurstaðan verður mínus. En EF ríkisstjórnin sæi tekjur upp á þessa upphæð og þá er ég að meina beinar tekjur, ætti að nota það til að leiðrétta skerðingar í grunnþjónustunni og greiða niður erlend lán. Hver einn milljarður af skuldum ríkissjóðs, sem greiddur er niður, eru beinar tekjur fyrir sjóðinn og þjóðina. Það er svo rétt hjá þér, að það er lúalegt að tengja saman skattlagningu á sjávarútveg við vegagerð. Ríkið er að innheimta af þeim sem aka um vegina nægt fé til þessara hluta og ef það fé fengi að renna til þess málaflokks sem það er eyrnamerkt, væri hægt að hefja gangnagerð strax á morgun. Norðfjarðargöng gætu þá hafist strax, Dýrafjarðargöngu skömmu síðar og jafnvel Vaðlaheiðagöng samtímis. Það er nægt fé til til þessara framkvæmda, það er bara notað til annara hluta en ætlað var.
Og ríkisstjórnin á vissulega að fara frá!
Gunnar Heiðarsson, 19.5.2012 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.