Kosningabaráttan er hafin

Margar merkilegar fréttir af pólitíska sviðinu birtust landsmönnum í dag, sumar þó merkilegri en aðrar.

Þó voru tvær sem stóðu uppúr, kynningarfundur ríksstjórnarinnar um nýjar áherslur í atvinnumálum og viðurkenning forsætisráðherra á samningaviðræðum við Hreyfingu.

Yfirskrift kynningarfundar ríksstjórnarinnar hefði kannski freka átt að heita "áherslur í atvinnumálum", sleppa hefði mátt forskeytinu "nýjar", þar sem stjórnvöd hafa ekki hingað til haft neinar áherslur á því sviði.

Á þessum kynningarfundi opinberaðist að Guðmundur Steingrímsson er genginn til liðs við ríkisstjórnarflokkanna, svo sem engin sannindi fyrir þá sem fylgst hafa með honum, en þó óumdeilanleg staðfesting.

Þessar svokölluðu áherslur og grunnur þeirra er svolítið svona "2007". Það er eins og stjórnvöldum sé fyrirmunað að koma sér til nútímans. "2007" segji ég vegna þess að þær byggja á von, ekki staðreyndum, byggjast á því að eyða fyrst og afla svo! Þetta var einn af meginþáttum þess að hér fór allt til fjandans haustið 2008.

Stjórnvöld hafa ákveðið að nota skuli 39 milljarða til þessa verkefnis. Þetta er vel ílagt og mætti fagna því, ef um væri að ræða að 39 milljarðar færu í atvinnusköpum sem gefur af sér auknar gjaldeyristekjur. Ljóst er þó að stór hluti þessa fjár mun fara í einhver gæluverkefni stjórnvalda, einhver þó til frekari uppbyggingar ferðaiðnaðar. Lítið á að gera til aðstoðar þeim fyrirtækjum sem vilja auka hér gjaldeyristekjur og ekkert til t.d. að laða hingað fyrirtæki á sviði netþjónustu.

Þessir 39 milljarða á að taka að láni. Þeir verða teknir að láni hjá Alþingi. Tekjustofnarnir eru tveir, annarsvegar 17 milljarðar af einni af aðalgjaldeyristekjulind þjóðarinnar, fiskveiðum og hins vegar sölu á hlut í Landsbanka og arð af sama fyrirtæki.

Það vita allir að frumvarp um fiskveiðar er stórgallað og óvíst að það nái fram að ganga. Að fara að deila út hagnaði ríkissjóðs af frumvarpi sem ekki er orðiðað lögum er auðvitað út í hött. Það er engin innistæða fyrir slíku!

Að selja fyrirtæki og ætlast til arðgreiðslna um leið, er eitthvað bogið. Þá er gæfulegra að selja fyrst áður en söluverði er eytt. Það er ekki víst að hugsanlegir kaupendur verðleggi þessa hluti á sama hátt og eigandinn. Arðgreiðslur eru vissulega góðar, en að veðsetja þær fyrirfram ættu landsmenn að vera búnir að brenna sig á. Þetta var eitt aðalsmerki þeirra glæpamanna sem yfirtóku landið árin fyrir hrun!!

Hin fréttin, um samningviðræður ríkisstjórnarinnar við Hreyfingu, opnbera vanmátt ríkisstjórnarinnar. Hún hefur nú eins manns meirihluta á Alþingi plús Guðmund Steingrímsson. En þetta dugir ekki, ósættið innan stjórnarflokkanna er meir en svo að tveggja manna meirihluti dugi. Því er gripið til þess ráðs að semja við þriggja þingmanna flokk Hreyfingar, vitandi að þar er trúgjarnt fólk sem auðvelt er að plata. Með þessu ætlar ríkisstjórnin að ná fimm manna meirihluta á Alþingi.

En það er ekki víst að það dugi. Ósættið innan beggja flokka ríkisstjórnarinnar og óánægja margra þingmanna þeirra gagnvart formönnum sínum og verkum þeirra, er meiri en svo að ríkisstjórnin sé trygg þá hún hafi suðning fjögurra þingmanna utan stjórnarflokkanna. Hún getur kannski varist vantrausttillögu en ekki víst að betur gangi að ná málum í gegnum þingið.

Meðan á þessu öllu hefur gengið heyrast fleiri fréttir.

Skerðingar í heilbrigðiskerfinu halda áfram sem aldrei fyrr og nú komin röðin að þeim sem búa við hjartasjukdóma. Þeir skulu bara bíða.

Jóhanna skammar fyrrum ráðherra ríkisstjórnar sinnar og samflokksmann á Alþingi, fyrir að viðra þá hugmynd að kjósa um áframhald aðildarviðrænna. Annar ráðherra í ríkisstjórn tekur þó undir með þessum fyrrum ráðherra Jóhönnu.

Rammaáætlun um raforkuframleiðslu er komin í enn eitt uppnámið. Fyrir þeim nefndum sem um málið fjalla nú, liggja yfir 330 umsagnir og útilokað að fara yfir þær allar af viti í tæka tíð svo frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi. Ljóst er að beyta þurfi svokölluðum Árna Þórs aðferð til að flýta málinu!

Niðurstaða dagsins er að ríkisstjórnin er fallin, en berst fyrir lífi sínu með því að reyna að semja við einn flokk utan stjórnar, með tilheyrandi hrossakaupum. Ekki er þó trú stjórnarherranna mikil á að það takist, svo haldinn er fundur sem með sanni má segja að sé fyrsti framboðsfundur þeirra. Þar er lofað upp í erm sér eins og frambjóðendum er gjarnt þegar þeir leita sér atkvæða!!

Kosningabaráttan er hafin!!

 


mbl.is Nýjar áherslur í atvinnumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt sem Lilja segir á facebook, að þetta heyri til tíðinda:

"Hin svokallaða vinstristjórn viðurkennir nú að hún hafi tapað meirihluta á þingi!

Samið hefur verið við Guðmund Steingrímsson í Bjartri framtíð um samstarf og samningaviðræður standa yfir við þingmenn Hreyfingarinnar/Dögunar. Guðmundur Steingrímsson og þingmenn Hreyfingarinnar/Dögunar eru tilbúin að vinna gegn lýðræðinu og koma í veg fyrir lýðræðislegar kosningar.

Það fækkar óðum í hópi nýrra framboða sem eru raunverulegur valkostur við fjórflokkinn. Ég sé bara einn valkost, SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar!"

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband