Undarleg rökfærsla

Naumur meirihluti bæjartjórnar Fljótsdalshérað ákvað að sveitarfélagið gerðist aðili að kaupum á Grímstöðum á Fjöllum.

Minnihlutinn segir að skortur á upplýsingum sé of mikill til að taka ákvörðun, en meirihlutinn telur nauðsynlegt að vera með til að hafa aðgang að þeim upplýsingum.

Þetta er svona eins og að fyrst verði maður að kaupa bílinn svo hægt sé að fá að skoða hann!

Hvað ætlar svo meirihluti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að gera, ef þeim lýst ekki á þær upplýsingar sem þeim verður rétt? Þeir hafa þá lagt fjármuni íbúa sveitarfélagsins í þetta ævintýri og geta ekki bakkað út aftur. Þeir verða einfaldlega að sætta sig við það sem þeim er boðið!!

Það er spurning hvort sveitstjórnarmenn hafi einfaldlega umboð til að fara þannig með fjármuni sveitarfélaga, hvort þeir séu ekki komnir nokkuð langt útfyrir sitt valdsvið!


mbl.is Stofnaðili að félagi um kaup á Grímsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband