Það er gott að eiga stjórnmálaflokk !!

Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, fór á hausinn, hann var gerður gjaldþrota. Meðferðin á honum við það gjaldþrot var þó frekar óhefðbundið, því bankinn leysti hann út með nærri eitthundrað milljónir. Eitthvað sem hinn venjulegi íslenski Jón fær ekki. Það er nefnilega ekki sama Jón og séra Jón, eða öllu heldur Bónus Jón.

Nú er þessi gjaldþrota maður að koma til landsins aftur, eftir útlegð í Færeyjum. Og hann ætlar að opna nýja verslun, bara rétt sí svona eins og ekkert hafi í skorust!

Það er gott að eiga svona eins og einn stjórnmálaflokk, sérstaklega þegar sá flokkur er við stjórn. Þá skemmir ekki fyrir þegar sonurinn ræður yfir einu stæðsta fjölmiðlaveldi landsins!

Það verður fróðlegt að sjá hverjir muni versla við Jóhannes, aðrir en kratar!!

Það er ljóst að stjórnvöldum er að takast markmið sitt, að koma öllu hér í sama horf og fyrir hrun, sama leikrit með sömu leikendum! 

Bankakerfið, þetta sem átti stæðstan hlut í hruni sjálf síns, hefur verið reyst upp og þar eru sömu leikendur og áður, þó skipt hafi verið um þá sem voru í aðalhlutverki. Þar er allt komið til fyrri vegar, siðleysið veður uppi og bónuskerfi aðalleikaranna komið á fullt skrið! Það er gott að eiga stjórnmálaflokk!

Hvert útrásarfyrirtækið af öðru fellur nú gömlu guttunum í skaut aftur og sumir þeirra hafa ekki þurft að yfirgefa sínar skrifstofur enn. Þessir guttar, sem voru aðalhöfundar hrunsins, eru nú að ná vopnum sínum aftur, hver af öðrum. Þar er allt að komast til fyrri vegar! Það er gott að eiga stjórnmálaflokk!

Eftir standa þeir sem minnstan þátt áttu í hruninu og naga ber beinin. Þeir fá ekki gjafir frá bankanum þegar þeir eru gerðir gjaldþrota, þeir fá ekki felld niður lán sem tekin voru til þotukaupa. Þeir fá ekki fyrirgreiðslu til að opna verslun, eða kaupa aftur hluti í fyrirtækjunum sem þeir settu á hausinn! Þeir eru ekki innundir hjá stjórnvöldum!! Það er vont að vera bara kjósandi!

Afrek Jóhönnustjórnarinnar verða seint eða aldrei toppuð. Að taka við stjórn landsins í molum eftir aðför mokkura útrásargutta og geta á aðeins einu kjörtímabili komið því svo fyrir að höfundum hrunsins eru færð öll völd aftur en hinn almenni borgari verði að taka á sig allan kostnað. Að á einu kjörtímabili skuli vera hægt að koma öllu sukkinu á fullt skrið aftur!! Að aðalhöfundar leikritsins og hellstu leikendur skuli aftur vera komnir á svið!! Að það tjón sem þessir menn skiluðu af sér, skuli að öllu leiti vera fært á þá sem minnst mega sín. 

Þetta er vissulega afrek sem lengi mun verða mynnst!!

 

 


mbl.is Jóhannes í verslunarrekstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband