Ísland stefnir hraðbyr í aðra kreppu !!

Það er ljóst að við stefnum í aðra og mun verri kreppu en þá sem skall á okkur við bankahrunið haustið 2008. 

Þessi kreppa er eins og hin fyrri, af mannavöldum. Mismunurinn er þó sá að haustið 2008 hrundu bankarnir hérna vegna óráðssíu eigenda og stjórnenda þeirra. Sú kreppa sem er að skella á okkur núna er hins vegar sköpuð af stjórnvöldum!

Þær litlu aðgerðir sem stjórnvöld hafa staðið fyrir, til að ná okkur út úr kreppunni sem varð til vegna falls bankanna, eru bæði rangar og máttlausar. Mestur er þó skaðinn af aðgerðarleysinu. 

Ekkert hefur verið horft til grunnstoða þjóðfélagsins, atvinnu, grunnþjónustunnar og fjölskyldna. Allt kapp er lagt á fjármálakerfið og allur kraftur lagður í að koma því í sama horf og fyrir hrun. Það var þó einmitt fjármálakerfið og hvernig það starfaði sem olli hér mun dýpri kreppu en annars hefi orðið!! Stjórnvöld keppast við að koma á sama kerfinu aftur!!

Atvinnumálin eru í molum. Ofurskattar leggja æ fleiri fyrirtæki á hliðina og fæla fjárfesta frá landinu. Jafnskjótt og einhver sýnir tilburði til framsækni er að honum ráðist með skattlagningum og reglugerðafargani. Það hefur markvisst verið unnið að því að grafa undan fyrirtækjarekstri og einu fyrirtækin sem eru þóknanleg stjórnvöldum eru fjármálafyrirtækin, þau hin sömu og lögðu hér landið á hliðina!

Grunnþjónustan, heilbrigðiskerfið og skólakerfið, er í molum. Þar hafa stjórnvöld einna helst séð fjármuni til að taka til sín. Aldraðir, öryrkjar og sjúkir lenda þó einna verst fyrir barðinu á stjórnvöldum. Þessir hópar eru látnir bera hlutfallslega mestar byrgðar vegna bankahrunsins, þó öllum ætti að vera ljóst að þeir komu þar hvergi að málum. Heilu sjúkrastofnunum er lokað, sjúkradeildum er lokað, heilbrigðisstarfsfólki er sagt upp vinnu og svo dregið úr fjárframlögum til heilbrigðismála að þau sjúkrahús sem eftir standa hafa ekki lengur efni á að kaupa lyf og tæki til starfsemi sinnar. Þá eru auknar álögur lagðar á þá sem þurfa á hjálp að halda og staðan orðin svo að margt fólk hefur ekki lengur efni á að sækja sér læknishjálp!! Allur þessi "sparnaður" ríkissins leiðir aftur til stór aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð, því fólk hættir ekki að veikjast eða slasast. Því verður að hjálpa en þar sem búið er að lama heilbrigðiskerfið og loka sjúkrahúsum, verður kostnaðurinn margfallt hærri!!

Fjölskyldur landsins eru að stórum hluta skuldsettar. Við hrunið varð algjör forsendubrestur á lánum, en stjórnvöld vilja ekki viðurkenna þá staðreynd, viðurkenna vandann. Þess í stað er farið út í sértækar aðgerðir. Fjármálafyrirtækjunum, þessum sem settu hér allt á hliðina, er fært það verk að búa til áætlun. Hún var samin og auðvitað hugsuðu þau fyrst og fremst um eiginn hag. 110% reglan hjálpaði þessum fyrirtækjum að halda krumlu sinni um háls lánþega enn um sinn. Sértækar vaxtabætur hjálpuðu þessum fyrirtækjum að halda uppi vöxtum! Hver Hæstaréttardómurinn af öðrum hefur fallið um sviksamlega starfsemi fjármálafyrirtækja og hafa stórnvöld gert sitt þeim til hjálpar. Það hefur þó ekki dugað, þar sem sú hjálp hefur einnig verið dæmd lögleysa. Þrátt fyrir alla þessa dóma gera fyrirtækin ekkert með þá, eins og þau séu utan íslenskst réttarkerfis. Það er nánast hlegið að fólki og sagt að enn þurfi fjölda dómsmála til að skara úr því sem þeir kalla "réttaróvissu". Enginn hefur þuft að bera ábyrgð vegna þessara lögbrota og er það eisdæmi! Þó eru há laun stjórnenda fyrirtækjanna réttlæt vegna ábyrgðar!! 

Allt þetta og svo fjölmargt annað hefur nú komið af stað atburðarás sem við sjáum ekki fyrir endann á, atburðarás sem mun gera kreppuna haustið 2008 sem smávægilegt áfall!

Verðbólgan er komin á fljúgandi ferð, biðraðir við matarúthlutanir hafa ekkert styttst, aldraðir, öryrkjar og sjúkir eru hættir að geta leitað sér læknishjálpar eða kaupa sér lyf. Svona mætti halda áfram. 

Nú er aftur kominn samdráttur í útlán til húsnæðiskaupa, ekki að þau hafi náð sér neitt sérstaklega á flug, þó merkja hafi mátt að þar væru mál heldur á réttri leið. Nú er kominn afturkippur þar.

En bankarnir fitna og fitna. Það er þó ekki víst hversu lengi þeir geti starfað, þar sem sífellt fleiri eru komnir í þrot, hafa notað allann sinn sparnað, selt það sem hægt er að selja og dregið saman í neyslu miklu meira en góðu hófi gegnir. Þá er stutt í að ekki verður lengur hægt að greiða af lánum!! Bankarnir munu í kjölfarið hrynja, einn af öðrum. En áður en það verður munu þeir tveir af þrem stæðstu bönkum landsins, sem þáverandi fjármálaráðherra gaf erlendum vogunarsjóðum, verða búnir að koma úr landi öllu því lausafé sem þeir geta og við munum aftur horfa á eftir fjármunum landsins í hendur glæframanna!! Það sem er svo skuggalegt við þá kreppu sem nú er að skella á okkur, er að það er búið að veðsetja landið fram í aldir!!

Ríkisstjórnin situr í sínum fílabeinsturni og les pantaðar skýrslur um hversu vel allt gangi. En það er sama hversu margar skýrslur eru gerðar, keisarinn er engu að síður nakinn!! Það kemst enginn undan staðreyndunum, þó sárar séu!!

Nú er enn eitt árið eftir með þessa afturhaldsstjórn við völd. Það er ekkert sem bendir til að hún ætli að taka sig á, þvert á móti er enn alið á sundrung og Alþingi lamað, vegna frekju stjórnarherrana! 

Kreppan er að skella á af fullum krafti. Enn er þó hægt að grípa í taumana og forða því að riðið verði fram af hamrinum. En það er lítill tími til stefnu og ekki að sjá að stjórnarandstaðan átti sig á alvarleik málsins. Því er nú virkilega hætta á því að næstu kosningar fari fram í skugga alvarlegustu kreppu sem nokkur þjóð hefur lifað!!

 


mbl.is Verulegur samdráttur í útlánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Frábær pistill Gunnar.

Þetta er svo sorgleg stjórnarandstaða. Hún hefur ekkert gert til hjálpar. Hún á að standa saman og ganga út úr Alþingishúsinu. Það er gjörsamlega glatað að sitja þarna og rífast um mál sem skipta landsmenn engu máli,

Þeir eiga að ganga út úr húsinu. Hætta í vinnunni. Það yrðu sterk skilaboð til þessara vitleysinga sem sitja. Þá væri möguleiki á að Forsetinn geti gripið í taumanna og leyst þessa stjórn frá embætti og skipað utanþingsstjórn og boðað til  nýrra kosninga.

Eggert Guðmundsson, 9.5.2012 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband