Til hvers er Alþingi ?
4.5.2012 | 08:02
Jóhanna Sigurðardótti ræðst með heimtufrekju að stjórnarandstöðunni og sakar hana um málþóf. En hvað er málþóf? Það ættu þau hjúin Jóhanna og Steingrímur að þekkja, bæði hafa stundað þá iðju af miklum móð gegnum tíðina. Svo freklega gengu þau fram að breyta þurfti reglum um þingsköp vegna framferðis þeirra. Nú þykist þetta fólk geta skammað aðra um þá iðju sem þau sjálf eru sekust fyrir!!
Það er fín lína milli þess sem hægt er að kalla málefnalega umræðu og málþófs. Stjórnarandstaðan getur þó haldið uppi umræðum í nokkurn tíma og tafið þannig mál frá afgreiðslu. Ráð ríkisstjórna gegn þessu er að koma fyrr með mál til Alþingis, með því slær hún þetta vopn úr hendi stjórnarandstöðu. Verk núverandi ríkisstjórnar þola þó ekki slíka meðferð, þau verður að leggja fyrir þingið eins seint og hægt er, svo umræðan verði ekki of mikil. Verk ríkisstjórnarinnar þolir ekki umræður!
Jóhanna vísar til fyrri tíma og bendir á að síðast þegar breyting var gerð á stjórnarskrá hefði það tekið þrjá klukkutíma. Það er einmitt málið, þá var þingheimur sammála um að breytinga væri þörf, nú er sú staða ekki uppi.
Samráð er eitthvað sem Jóhanna hefur alla tíð talað fyrir. Að þingheimur og hagsmunaaðilar kæmu sér saman um lausn vandamála. Nú hefur hún verið verkstjóri í ríkisstjórn í rúm þrjú ár og lítið hefur borið á því að hún vinni samkvæmt þessu boði sínu. Þvert á móti. Ýtrekað hafa mál verið sett í samráðsferli og tekin þaðan aftur, stundum án þess að búið hafi verið að ná samráði en stundum hefur samráð tekist. En það hefur þó litlu breitt, eftir að mál eru tekin úr slíku samráði fara þau til ráðherra og þar eru allt önnur lögmál sem gilda. Flestir ráðherrar líta sem svo að pólitísk "réttsýni" þeirra sé yfir slíkt samráð hafin og málin tekin og þeim umsnúið, í samræmi við þá pólitísku "réttsýni". Þar ekki verið að spá í að vinna mál í samráði.
Þetta hafa ráðherrar getað gert í krafti þess að ríkisstjórnin hefur vart meirihluta á þingi. Það sem verra er að sumir stjórnarþingmanna hafa beitt þingi og ríkisstjórn ofbeldi að sama toga. Oftar en ekki hafa mál fengið framgang eða verið stöðvuð, af jafnvel einum stjórnarþingmanni.
Þarna liggur hið sanna ofbeldi sem Alþingi verður fyrir, það er ekki stjórnarandstaðan sem er að beita ofbeldi, heldur stjórnvöld og þingmenn stjórnarflokkanna. Þeir hafa valdið og þeir beita ofbeldi. Sá sem er valdlaus getur aldrei beitt ofbeldi, einungis sá sem valdið hefur. Eina sem stjórnarandstaðan getur gert er að tefja fyrir afgreiðslu mála og einfallt er fyrir stjórnvöld að komast framhjá þeirri töf. Einungis að leggja mál fyrr fyrir Alþingi. Málið er ekki flóknara.
Alþingi er ekki afgreiðslustofnun fyrir stjórnvaldið. Alþingi er löggjafastofnun og á að temja sér vönduð vinnubrögð. Það verður einungis gert með því að þingmenn fái þann tíma sem þeir telja til umræðna. Öll höft sem sett eru gegn þessu frelsi eru höft á lýðræðið!!
Jóhanna skammaði Ragnheiði Elínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður pistill Gunnar, takk!
Sólbjörg, 4.5.2012 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.