Lýðskrumið á sér margar myndir

Guðmundur Gunnarsson, ESB baráttumaður og fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins, sakar aðra um lýðskrum. Vissulega er hægt að halda því fram að margur þeirra sem framarlega er í þjóðmálaumæðunni stundi þann leik, en Guðmundur er þar ekki saklaus, aldeilis ekki!!

Hvernig ætlar Guðmundur að rökstyðja þá fullyrðingu sína að meðaltalsverðbólga á ári, síðustu 60 ár, hafi verið 25% og því hafi kjör fólks skerst um þetta hlutfall? Að með þessu hafi fólk lagt sem svarar þriggja mánaða launum til atvinnurekenda hvert ár! Þetta er fullyrðing sem vissulega er lýðskrum, fullyrðing sem enganveginn stenst. Það segir sig auðvitað sjálft og enginn nema börn sem trúa svona lýðskrumi. Samkvæmt þessari fullyrðingu Guðmundar ætti launafólk að vera orðið launalaust fyrir áratugum síðan, en svo er ekki þó launin séu vissulega til skammar. En það er forkólfum launafólks að kenna og þar ber Guðmundur vissulega sína ábyrgð!!

Guðmundur hefur verið tryggur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB og hann hefur fullann rétt til að hafa þá skoðun. En hann, sem fyrrum formaður í einu af stæðstu stéttarambandi landsins, hefur þó ekki neina heimild til að halda fram lýðskrumi, a.m.k. ekki ef hann ætlar að láta taka sig alvarlega!

Þá ber Guðmundur saman kaupmátt okkar hér á landi við kaupmátt Dana, Svía og Finna. Samanburður er alltaf af hinu góða, en hann verður að vera réttlátur. Það er ekki hægt að velja sér ákveðið tímabil eða ákveðar forsemdur. Sá samanburður verður að vera heilstæður. Guðmundur nefndi síðustu 60 ár. Hvernig væri að hann notaði raunhæfann samanburð og talaði um það tímabil. Það er nefnilega svo að þó hægt sé að sína fram á með ákveðnum forsemdum að hér hafi orðið meiri verðbólga en sumstaðar annarsstaðr á þessum sextíu árum, eru fáar þjóðir sem geta sýnt fram á jafn mikla aukningu lífskjar og við Íslendingar, á sama tíma.

Það varð hér bankahrun haustið 2008. Því fylgdi fjárhagslegt áfall fyrir þjóðina. Að ekki skuli hafa gengið betur að tryggja kaupmátt launafólks eftir það hrun, er að mestu stjórnvöldum að kenna. Afturhaldsstefnan á öllum sviðum hefur haldið niðri öllu frumkvæði til aukinnar atvinnu, gengdarlaus skattheimtustefna stjórnvalda heldur fyrirtækjum í heljargreipum, auk þess sem stjórnvöld tóku sér stöðu með fjármálaöflunum gegn þjóðinni, á þar mesta sök. Sem betur fer vorum við með okkar krónu þegar áfallið skall yfir og vorum utan ESB. Það er skelfileg tilhugsun ef við hefðum verið komin í það samband og búin að taka upp evru á þeim tímapunkti. Þá væri ástandið hér verra en á Grikklandi!!

Það er hálf kómískt en jafnframt sorglegt þegar menn slá um sig með lýðskrumi, lýðskrumi sem byggist á því einu að saka aðra um þá iðju! Guðmundur Gunnarsson ætti að íhuga orð sín betur áður en hann tjáir sig!!

Þeir sem nefna í sömu setningu fasista, nasista og kommúnista, eru ekki trúverðugir, sér í lagi þegar þeir beyta brögðum til að koma þessu fram, brögðum til að reyna að koma þessum ónefnum í munn pólitískra andstæðinga sinna.

 

 


mbl.is Fasistar, nasistar og kommúnistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú fattaðir ekki eitt Gunnar - á móti kemur barátta fyrir bættum kjörum. Þú verður að skoða allt dæmið áður en þú byrjar að skrifa: „Guðmundur Gunnarsson ætti að íhuga orð sín betur áður en hann tjáir sig!!“

Til hamingju með daginn og gleðilegt sumar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.5.2012 kl. 18:52

2 identicon

Ég verð að leiðrétta þig Gunnar. Þetta er hárrétt sem Guðmundur segir. Þegar gengið er fellt þá er verið að færa fjármuni frá launamönnum til útflutningsatvinnuveganna og verðbólga ofan á það eykur enn á hörmungarnar. Þess vegna er það óskiljanlegt að nokkur maður annar en eigandi útflutningsfyrirtækis vilji halda krónunni. Hún er léleg og hún er vond. Líka þó að Davíð segi að hún sé góð. Það er hægt að mæla hrun hennar samanborið við td. Dönsku krónuna en við tókum af tvö núll ( hundrað ) og síðan þarf orðið rúmar 22 ísl krónur til að kaupa eina danska. Það er risarýrnun. Jafnvel þó maður sé ekki málefnalegur verður maður að viðurkenna þetta.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 19:16

3 identicon

Snillingurinn og verkalýðsfélagastarfsmaðurinn hann Tryggvi Marteinsson með allt á hreinu,enda heilaþvegin af Samfylkingunni.Hann styður afsal þjóðarinnar til ESB.Það er leitt af svona góðum dreng.

Tryggvi ver sína Samfylkingarmenn/konur. Enda drengur  hin ágæti.Tryggvi er vel pennafær maður,og oft góðir pistlar hjá honum , þá sérstaklega um löggæsluna í landinu. 

Númi (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 21:43

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágætur pistill hjá þér Gunnar og þarfur,  en Guðmundur Gunnarsson  er með leiðari staðreyndar fölsurumhér uppi.

En gestum þínum 1 & 2. vil ég benda á að Danir hafa stjórnað sjáfum sér nokkru lengur en við, og þeir voru að mata krókinn  lengst þess tíma þegar við börðumst við að lifa af arðrán þeirra, sem prestar, sýslumen og stórbændur Íslenskir hjálpuðu þeim dyggilega við.

 En nú er Fjórða ríkið búið að læsa klóm sínum í þá og krónuna þeirra og þegar er farið að halla á truntunni.  Það er merkilegt fyrir Íslending að labba um götur í Kaupmannahöfn og rekast á stór blokkarhverfi frá þeim tíma þegar faðir hans fæddist í torfkoti norður í Húnavatnssýslu  og labbaði svo suður til Reykjavíkur 14. Ára því það voru engir peningar til fyrir hestum. 

Þú bendir réttilega á Gunnar að það er ólíku saman að jafna Danmörku og Íslandi sem tókst að komast upp að hliðinni á þeim samfélögum sem best vegnaði á einum mansaldri og sannar að það getum við aftur þegar við endurheimtum sjálfstæði okkar og athafnarfrelsi úr hendi Jógrímu.


Hrólfur Þ Hraundal, 1.5.2012 kl. 22:08

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnar. Það tap sem orðið hefur hér í kaupmætti er hruninu að kenna en ekki stjórnvöldum. Stjórnvöldum hefur þvert á móti tekist mjög vel í að lágmarka skaðann með traustri efnahagsstjórn í samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

Krónan hefur ekki hjálpað okkur heldur hefur hún eimnitt gert ástandið enn verra heldur en væri ef við hefðum verið með Evru. Það er hennar vegna sem hér hefur verið mikil verðbólga vegna hruns í gegni hennar. Þrjátt fyrir þetta hrun hefur ekki orðið nein magnaukning í vöruútflutningi okkar heldur hafa auknar tekjur útflutningsgreinnanna stafað af hækkun á gegni þeirra gjaldmiðla sem þær hafa tekjur í. Það er einungis í ferðamannaiðnaðinum sem tekjur hafa aukist í erlendum gjaldmiðlum.

Þetta leiðir hugann af þessu með skattheimtuna. Það að ekki hafi oriði magnaukning í vöruútflugningi sýnir að hér vantar framleiðslgetu til að auka vöruframleiðslu og fjölga þannig atvinnutækifærum í þeim greinum. Það þarf því að auka fjárfestingar til að auka hér atvinnu. Það sem mestu skiptir til að auka fjárfestingar er að lækka vexti. Við þessar aðstæður eru háir vextir mun meiri skaðvaldur en háir skattar.

Þegar núveandi ríkisstjórn tók við völdum fékk hún 216 milljarða ríkissjóðshalla í arf. Slíkur halli árum saman hefði keyrt vexti upp úr öllu valdi sérstaklega þegar ríkissjóður hafði ekkert lánstralust erlendis og hefði því þurft að fjármagna hallarekstur alfarið á innlendum lánamarkaði. Þeir 18% stýrivextir sem voru þegar ríkisstjórnin tók við hefðu því farið mun hærra ef ekki hefði verið gripið til trúverðugra ráðstafana í samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðin til að eyða þeim halla.

Stjórnvöld hafa því ekki unnið skaða í uppbyggingu atvinnu með skattahækkunum því með þeim tókst að minnka hallarekstrur ríkissjóðs og ná þannig vöxtum niður til hagsbóta fyrir bæði atvinnulífið og skuldug heimili.

Það er fyrst og fremst tryggri efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar að þakka að kreppan sem við fengum að gjöf frá Sjálfstæðiflokknum og Framsóknarflokknum skyldi ekki hafa keyrt lífskjör okkar enn neðar en þó hefur orðið. Þessi árangur hefur náðst án allrar aðkomi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem hafa ekki lagt neitt annað til málanna en að þvælast fyrir með lýðskrumi og því að blekkja fólk til að halda að skaðinn af þeirra eigin verkum sé björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar að kenna.

Sigurður M Grétarsson, 1.5.2012 kl. 22:39

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hjálmtýr og Tryggvi, þið eruð trú ykkar tryggir og þarf sjálfsagt meiri menn en mig til að tala ykkur ofanaf henni.

Númi, ég þekki Tryggva ekki neitt, en ef það er rétt hjá þér að hann sé starfsmaður verkalýðsfélags, þá er það frekar sorglegt.

Hrólfur, það er rétt hjá þér, að ætla að jafna saman kjörum hér á landi við Dani í gegnum aldirnar er ósanngjarn samanburður. Hitt er ljóst að frá því við fengum sjálfstæði frá dönum, hafa lífsskilyrði okkar batnað mikið.

Sigurður, útúrsnúningar virðast vera eina sem þú hefur til málanna að leggja! Ef þú lest blogg mitt ættir þú að sjá að ég nefni hvergi að það kaupmáttarhrun sem hér varð, sé af völdum núverandi stjórnvalda, þvert á móti, ég segi hins vegar að vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda hafi gengið illa að ná honum til baka.  

Þú heldur fram að skattheimtan hafi lækkað hér vexti. Það er þekkt saðreynd að skattheimta getur lækkað vexti tímabundið, en til lengri tíma litið er hún alltaf til hins verra, miklu verra. Þetta erum við þegar farin að sjá! Eina leiðin til að lækka vexti og þá um leið verðbólgu er að auka verðmætasköpun. Skattpíning er hemill á slíkt og því tefjandi. Skattpíning er eins og að pissa í skó sinn, það kemur smá ylur fyrst en svo verður kuldinn enn verri!

Um hallarekstur ríkissjóðs er margt að segja. Vissulega hafa útgjöldin lækkað, en það kemur fyrst og fremst til af því að grunnþjónustan hefur skerst og það meira en ásættanlegt er. Ekkert hefur dregið úr gjöldum á öðrum sviðum, ekkert hefur fækkað í liði því er nagar blýanta, einungis sagt upp á sjúkrahúsum. Utanríkisþjónustan bólgnar enn, þó þar hafi orðið þvílík fjölgun í tíð fyrri ríkisstjórna. Þar hefði maður haldið að mætti draga saman. Það eru enn sendiherrar á launum án sendiráðs, frá tíð fyrri ríkisstjórnar!!

Þá er betra að tala varlega um minnkandi halla ríkissjóðs, þegar hann er að mestu eða öllu fjármagnaður með erlendu lánsfé!!

Þú heldur þig við þá mýtu að allt sé krónunni að kenna. Ég nenni ekki að þvæla við þig um þetta efni en bendi þér á þá staðreynd að evruríkin eiga í miklum vanda og sum þeirra sem eru mun verr stödd en Ísland. Það tjón sem hér varð, hefði að öllum líkindum orðið mun verra ef við hefðum verið bundin evrunni.

Reyndar er útilokað að kenna gjaldmiðli um ófarir, hverjar sem þær eru. Hann er einungis mælikvarði á getu stjórnvalda hverju sinni og sem slíkur mælir hann getu síðustu ríkisstjórna mjög litla, sem og þá stjórn sem nú situr! Þetta á þó einungis við um þær þjóðir sem hafa eiginn gjaldmiðil. Þær þjóðir sem eru með hann að láni, eða í samstarfi við aðrar þjóðir, þurfa að notast við annan mælikvarða. Hjá evruríkjunum hefur þetta verið atvinnustig og laun!

Ekki ætla ég að mæla fyrrum ríkisstjórnum bót, sama hvort það eru stjórnir settar saman af Framsókn og Sjöllum, eða Samfó og Sjöllum. Báðar fá falleinnkun. Eitt verður þó að taka til og það er sú staðreynd að ríkisstjórn Framsóknar og Sjalla tókst að greiða upp allar skuldir ríkissjóðs. Ef það hefði ekki verið búið áður en ríkisstjórn Samfó og Sjalla tók við, hefði hrunið orðið okkur enn verra!!

Þó báðar þessar ríkisstjórnir fái falleinnkun, er sú sem nú situr hálfu verri. Hún hafði þó söguna til að læra af, en hefur ekki sýnt nein merki þess. Enn eru það fjármálaöflin sem leiða, enn eru heimili landsins látin sitja á hakanum. Þar ofná er svo þessi gengdarlausa skattpíning sem alla mun drepa!

Og forusta launafólks, forseti og stjórn ASÍ, hefur verið meðvirk stjórnvöldum í þessu óréttlæti allt fram á þennan dag. Þó einstaka stuna heyrist, er hún svo máttlaus að enginn tekur mark á henni!!

Gunnar Heiðarsson, 2.5.2012 kl. 07:34

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rangt há þér að skattar leiði aðeins tímabundið til lækkunar vaxta. Ef skattar duga ekki fyrir útjöldum þá þarf að fjármagna hallareksturinn með lántöku og það hækkar vexti sérstaklega þegar ekki er hæft að fjármagna hann mneð erlendu lánsfé. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðhaldsaðgerða sem núverandi ríkissjórn stóð fyrir þá værum við með vexti sem myndu kæfa atvinnulíf mun verr en þær skattahækkanir sem framkvæmdar hafa verið.

Þegar þú talar um að aðgerðaleysi ríksstórnarinnar sé um að kenna að erfiðlega hefur gengið að ná kaupmættinum til baka þá ert þú að kenna ríkisstjórninni að hluta um þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur frá hruni. Það er hins vegar rangt að ríkisstjórnin hafi staðið í vegi fyrir því að ná kaupmáttaraukningunni til baka enda hefur hér náðst mjög góður árangur í að snúa vörn í sókn og allavega mun betri árangur en orðið hefði ef ekki hefði verið tekið strax harkalega á hallarekstri ríkissjóð. Það er því fyrst og fremst styrkri efnahagsstjórn að þakka að þó hefur náðst sá árangur sem nú hefur náðst.

Þegar um er að ræða örmnt eins og krónuna þá hafa hræringar á fjármálamörkuðum tengum henni mun meira að segja um gengi hennar en árangur stjórnvalda nema um sé að ræða viðvarandi ströng gjaleyrishöft. Sú sveifla í gengi sem það skapar veldur viðvarandi verðbólgu og óvissu sem gerir allar ávöxtunarkröfur fjármagns mun hærri en ella og heldur því vöxtum uppi. Þess vegna er krónan mikill skaðvaldur og það eitt að taka upp sterkari mynt bætir því lífskjör okkar umtalsvert. Í dag kostar það okkur 30 milljarða króna á ári að halda úti gjaleyrisvaraforða sem verður óþarfi ef við göngumí ESB og tökum upp Evru. Það er bara eitt dæmi af mörgum.

Niðurgreiðsla skulda í góðærinu var tekið af láni. Tekjur ríkissjóðs á þeim tíma samanstóðu að stórum hluta til af tolltekjum af innflutningi langt umfram útflugning sem var þar með tekin af láni auk mikilla fjármagnstekna vegna bóluhækkana verðbréfa og hlutabréfa. Þetta voru því tekjur án innistæðu. Þó skuldir ríkissjóðs hafi minnkað þá jukust verulega skuldir þjóðarbúsins í heild á þessum tíma og það er að koma okkur í koll núna. Ein af ástæðum því að krónan hefur verið að veikjst upp á síðkastið er sú að fyrirtæki eins og útgerðarfyrirtæki eru í stórum stíl að greiða af erlendum skuldum sínum. Stór hluti af því að erfitt er að afnema gjaleyrisgöftion eru stórar eignir erlendra aðila hér á landi sem vilja með þær út. Þetta er afleiðing af stjórn Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks.

Sigurður M Grétarsson, 2.5.2012 kl. 08:20

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er sorgleg röksemdarfærsla hjá þér Sigurður.

Hvar og hvenær hefur þjóð náð sér út úr efnahagsvanda með aukinni skattheimtu? Það er verðmætasköpunin ein sem getur gert slíkt og verðamætasköpun verður síður eða ekki til við aukna skattheimtu! Þetta er ekki flókið sem hvert mannbarn ætti að sjá.

Ef þúvillt kenna núverandi ríkisstjórn um kaupmáttarskerðingu launafólks, er það í lagi mín vegna, en ég vil þó meina að skerðingin hafi orðið til vegna hrunsins. Að hægt hafi hins vegar að leiðrétta hana vegna starfa aðgerða núverandi stjórnar.

Vissulega hafa hræringar á erlendum mörkuðum áhrif á gengi krónunnar. En þær hræringar munu ekki minnka þó við hættum með krónuna. Hagkerfi okkar byggist á innkomu og útstreymi. Hvort við séum að afla meira eða minna en við eyðum. Því munu hræringar á erlendum mörkuðum eftir sem áðu hafa áhrif á okkur, bara með öðrum hætti. Þú getur kannski sagt mér hvert þau áhrif munu leita?

Það má svo sem teigja hlutina og halda því fram að niðurgreiðsla skulda hafi verið til komin vegna óhóflegrar uppbyggingar í landinu. Þess ber þó að geta að verulega var gengið á þessar niðurgreiðslu áður en óráðssían hófst. Þær geigvænlegu skuldir sem yfir þjóðarbúið helltust sköpuðust að minnstu leiti vegna niðurgreiðslna ríkissjóðs á sínum lánum. Megin hluti þeirrar skuldasöfnunar kom til vegna óstjórnar bankakerfisins. Þar voru menn við stjórn sem ekki þekktu lögmál markaðarins, kunnu ekki bankastjórn og fluttu fé úr landi í stórum stíl og lánuðu hér fé án raunverulegs veðs. Til þess tóku þeir erlend lán. Það var vegna samninga um óheft fjárstreymi milli landa ESB og EES, að þetta væri hægt og það nýttu þessir svokallaðir "fjármálamenn" sér til hins ýtrasta.

Það er vegna þeirrar skuldasöfnunar sem gjaldeyrishöftin eru tilkomin!

Gunnar Heiðarsson, 2.5.2012 kl. 09:14

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

.... að hægt hafi hins vegar gengið að leiðrétta .....

Gunnar Heiðarsson, 2.5.2012 kl. 09:17

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnar. Til að auka verðmætasköpun í landi þar sem skrotir framleiðslugetu þarf að auka fjárfestingar í framleiðslutækjum. Þegar land er í þeirri stöðu op bæði vextir háir er mikilvægast af öllu að lækka vexti. Það er mun mikilvægara en að halda sköttum niðri. Ef ríkissjóður er rekin með mikilum halla við slíkar aðstæður þarf að eyða þeim ríkssjóðshalla til að lækka vextina. Til þess er nauðsynlegt að hækka skatta eða lækka útgjöld ríkisins. Þó bæði hækkun skatta og lækkun ríkisútgjalda valdi vissum skaða þá er sá skaði mun minni en skaðinn af háum vöxtum þegar fjárfestinga er þörf.

Það er þess vegna sem skattahækkanir voru nauðsynlegar til að auka hér hagvöxt og atvinnu. Það er því bull að ríkisstjórnin hafi staðið í vegi fyrir því að við næðum aftur upp kaupmætti eftir kaupmáttarhrap hrunsins með rangari efnahagsstjórn. Þó vissulega hafi ekki allt verið rétt gert þá hefur þessi ríkisstjórn haldið mjög vel á hlutunum og á aukni kaupmáttur launa sem við höfum séð upp á síðkastið er fyrst og frems að þakka traustri efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar.

Það er alveg á tæru að ef farnar hefðu verið þær leiðir sem Sjálfstæðiflokkur og Framsóknarflokkur hafa lagt til væri staðan mun verri en hún er. Þá væri enn mikill hallarekstur á ríkssjóði og vextir mjög hári. Slíkt væri þá að kæfa allan atvinnurekstur og gjaldþrot fyrirtækja mun fleiri en oðið hefur.

Ef við hættum að nota krónur þá fellur ekki gengi krónu. Það að nota trausta stóra mynt sem notið er í stóru efnahagskerfi kemur í veg fyrir sveiflur sem gengissveiflur örmyntar valda. Ég las góða myndlíkingu um þetta um daginn. Hún er svona.

Stórt bjarg sem fellur út í stórt stöðuvatn veldur ekki miklum usla en veldur mjög stórri gusu ef það fellur út í lítið stöðuvatn. Þetta sama á við um myntir. Stórir fjármálagjörningar á litlu myntsvæði vanda mun meiri sveiflu gjaldmiðilsins heldur en jafn stórir fjármálagjörningar á stóru myntsvæði. Það er þess vegna sem við fáum mun meiri stöðugleika með því að gerast aðilar að stóru myntsvæði heldur en við höfum með krónunni.

Sigurður M Grétarsson, 2.5.2012 kl. 22:19

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Sigurður, vextir hafa mikil áhrif á hagkerfið.

Vextir stjórnast fyrst og fremst af tvennu, þeim kjörum sem við getum fengið erlendis og svo stýrivöxtum Seðlabanka.

Þau kjör sem fást erlendis markast svo af skuldabyrgði versus áætlaða greiðslugetu. Skuldabyrgðin er mikil, mjög mikil. Greiðslugetan hefur hins vegar lítið lagast, utan þess er gengisfellingin haustið 2008 gaf. Lítil sem engin aukning hefur orðið í framleiðsluvörum sem gefa okkur gjaldeyri. Þó er greiðslugetan, til langs tíma, talin vera nokkur og því fáum við betri kjör erlendis en þau lönd sem eru í svipaðri stöðu og við, en innan evrusamstarfsins. 

Varðandi stýrivexti Seðlabanka gilda allt önnur rök. Seðlabankinn vinnur samkvæmt lögum og helsta verkefni hans í hagstjórninni er að halda verðbólgu innan ákveðinna marka. Eina verkfærið sem bankinn hefur til þessa verkefnis eru stýrivextir. Þegar verðbólga eykst ber bankanum að hækka vexti, honum er skylt að gera það samkvæmt lögum. Breytir þar eingu þó sú verðbólguaukning sé af ástæðum sem koma vöxtum ekkert við, eins og erlendum hækkunum eða gjaldskrárhækkunum ríkis og bæja.

Þessi stefna beið skipbrot í hruninu. Mánuðuina fyrir hrunið varð bankinn að hækka stýrivexti langt umfram skynsamleg rök og í ljós kom að þær hækkanir höfðu akkúrat engin áhrif á verðbólguna, þvert á móti! Hvers vegna hafa þessi lög um Seðlabankann ekki verið endurskoðuð?

Þú ert ekki enn búinn að svara mér þeirri spurningu hvert þú telur erlendar hagsveiflur muni leyta, ef við köstum krónunni, hvaða þættir muni þá taka við þeim sveiflum.

Gunnar Heiðarsson, 3.5.2012 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband