Bjartsýni

Unnur Brá er bjartsýn, kallar eftir svörum frá ríkisstjórn!

Hún vill að Steingrímur svari hvernig ríkisstjórnin skilgreini skuldavanda heimilanna og svari hvers vegna þær aðgerðir sem hingað til hafa verið gerðar hafi ekki skilað meiru en raun ber vitni.

Að ætlast til svara af hálfu Steingríms er mikil bjartsýni, en að telja hann geta svarað þessum tveim spurningum jaðrar við sturlun. Ríkisstjórnin hefur ekki skilgreint vandann, kærir sig ekkert um það og ríkisstjórnin hefur ekki hugmynd um hvers vegna þær aðgerðir sem boðaðar voru í desember 2010 misheppnuðust með öllu.

Hin svokallaða skilgreining ríkisstjórnarinnar byggist á því að fengnir eru vilhallir menn til að koma með niðurstöður sem eru þóknanlegar. Engin raunveruleg rannsókn liggur að baki.

Ástæða þess að svokallaðar "aðgerðir til hjápar skuldsettum heimilum", brugðust með öllu er einföld. Stjórnin skipaði hóp hagsmunaaðila til að koma með tillögur, sjálfsagt vegna þess að hún treysti sér ekki til þess sjálf. Meðal þessara hagsmunaaðila voru auðvitað fulltrúar fjármálafyirtækja og þeim tókst, í skjóli stjórnvalda, að yfirtaka störf þessa hóps. Niðurstaðan var að aðgerðirnar voru fyrst og fremst og nær eingöngu til hagsbóta fyrir fjármálafyrirtækin. Heimilunum var ýtt til hliðar!

Ríkisstjórnin hefur ekki hugmynd um þann vanda sem heimili landsins búa við og kærir sig ekki um að vita það! Hún hefur heldur ekki hugmynd um hvers vegna aðgerðir hingað til hafa brugðist, áttar sig ekki á að fjármálafyrirtækin hafa notað hana sem gólftusku!!

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir lifir í draumi!!

 


mbl.is Kallar eftir nýjum upplýsingum um skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband