Óvissan um evruna minnkar dag frá degi

Það hefur vissulega ríkt mikil óvissa um evruna síðustu misseri, en sú óvissa minnkar ört.

Evran mun falla, um það deila fáir nú orðið. Jafnvel þó allur vilji væri til að halda henni við, meðal þeirra þjóða sem þann gjaldeyri notar, er það með öllu útilokað. Þá virðist sá vilji fara snarminnkandi og æ fleiri sem vilja evruna burt.

Þeir sem harðast hafa beytt sér fyrir lífi evruna hafa farið kolrangt að. Allar þeirra gerðir eru til þess eins að auka vanda evrusamstarfsins.

Evran er öll, einungis eftir að ákveða hvaða leið er best til að koma henni frá með sem minnstum skaða. Því miður virðast ráðamenn evruríkja, þ.e. þeir ráðamenn sem hafa tekið sér þar alræðisvald, ekki vilja eða kjark til að vinna að því markmiði, heldur fljóta sofandi að feigðarósi. Því er ljóst að óstýrt fall evrunnar mun valda heimsbyggðinni miklu tjóni. 

Það eru einungis gasprarar eins og Össur Skarphéðinsson og hans tryggustu fylgismenn, sem lifa í þeirri trú að evran muni bjargast. Reyndar segir Össur að búið sé að bjarga henni, en það er heldur ekki af tilefnislausu að sá maður er aðhlátursefni um allann heim. Það er einungis hér á Íslandi sem ekki er hlegið að honum, það skapast ekki af því að hann þyki trúverðugur, þvert á móti. Það skapast af því að þjóðin óttast þann skaða sem þessi maður hefur valdið henni!!

 


mbl.is Mesta óvissan í kringum evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þetta er tómt rugl í þér.  Það má vel vera að einhverjar smáþjóðir hrökklist útúr evrusamstarfinu vegna innri óreiðu en Evran mun þá bara styrkja sig í sessi sem gjaldmiðill við það.

Óskar, 29.4.2012 kl. 17:42

2 identicon

Með ólíkindum hvað óskhyggjan getur verið ráðandi hjá mörgum. Kíki á hverjum degi í blöð í Sviss og Þýskalandi; BAZL, NZZ, Speigel, FAZ, Süddeutsche Zeitung, Tagesanzeiger etc. og verð hvergi var við þá skoðaum að Evrunni sé hætt komið. Það er ekki einu sinna thema í “talkshows”. Nema maður rekist á skrif eða viðtal við furðufuglinn Hans-Olaf Henkel. Hann gaf út bókina; 

Rettet unser Geld! Deutschland wird ausverkauft – Wie der Euro-Betrug unseren Wohlstand gefährdet. Í Þýskalandi hlæja menn að kallinum, ég mundi segja að hann sé fasisti. Ekki veit ég hvaðan Gunnar hefur sinn fróðleik. Hann mætti senda tengil (link) í heimildir, en please, ekki í Moggann eða eitthvað sveitarblað.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 19:51

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru enn til evrusinnar, þó merkilegt sé.

Við skulum sjá til, eftir örfáa mánuðu verðið þið kannski búnir að átta ykkur á staðreyndunum.

Gunnar Heiðarsson, 29.4.2012 kl. 21:05

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki gleyma að það á eftir að úrskurða hvort það eigi að vera ríkisábyrgð á bankainnstæðum á evrópska efnahagssvæðinu, sem innifelur ESB og þar með evrusvæðið í heild sinni.

Ótvírætt svar við þeirri spurningu myndi hafa umtalsverðar afleiðingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2012 kl. 21:27

5 Smámynd: Óskar

Kemur ekki indefence klerkurinn Guðmundur með sína speki um að ESB hrynji vegna Icesave!! Afskaplega varð þetta ofsatrúarhyski ótrúverðugt þegar ESA ákvað að hefja málaferli gegn Íslandi vegna Icesave þjófnaðarins.  ..Guðmundur og fleiri fullyrtu að enginn mundi sko voga sér að fara í málaferli gegn stóra Íslandi!--annað kom á daginn auðvitað enda lítið heyrst í Indefence og öðrum lýðskrumurum síðan nema einn og einn jólasveinn hóstar aðeins af og til.

Óskar, 29.4.2012 kl. 22:24

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar. Betra væri að fara rétt með staðreyndir. Ég hef aldrei verið í Indefence þó ég styðji svosem alveg málstað þeirra. En á eftir þeirri fullyrðingu ferðu svo bara lengra út af sporinu, því miður...

Þú hefur reyndar rétt fyrir þér, að ég (og fleiri) trúðum því ekki að ESB myndi þora að taka áhættuna af dómsniðurstöðu um ríkisábyrgð á öllum bankainnstæðum á evrusvæðinu (gangi þeim vel að dekka það!).

Og ég trúi því ekki enn, þess vegna tel ég að helst kunni að búa að baki sú fyrirætlan að reyna að fá málinu vísað frá dómi, sem væri í raun verri niðurstaða fyrir Ísland heldur en að fá ríkisábyrgðina staðfesta!

Það er svo alrangt hjá þér að ekkert hafi heyrst úr þeim ranni sem var andvígur samningunum, ég hélt fyrirlestur um stöðu málsins fyrir mánuði síðan þar sem ofangreind sjónarmið voru útskýrð í þaula við góðar undirtektir fundarmanna: http://www.grasrotarmidstodin.is/index.php/vidburdir/57-laugardagsfundur-hvadha-thydhingu-hefur-thadh-ef-icesave-malidh-tapast

Mættir þú á þann fund til að koma þínum sjónarmiðum um málið á framfæri, Óskar? Nei, ég hélt ekki...

Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2012 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband